Hissa og hneyksluð þegar hún sá íslenska fánann Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 11:01 Úlfynjurnar í Roma fögnuðu ítalska meistaratitlinum í fyrsta sinn um helgina. Getty/Luciano Rossi Norska landsliðskonan Emilie Haavi vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar hún sá íslenska fánann í fagnaðarlátunum eftir að hafa orðið ítalskur meistari í fótbolta með Roma um helgina. Kvennalið Roma tryggði sér ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn þegar liðið vann Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, 2-1 á heimavelli um helgina. Þar með var forskotið á næsta lið, Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur í Juventus, orðið nógu mikið til að titillinn væri í höfn þó að enn séu þrjár umferðir eftir. Haavi ætlaði líkt og fleiri leikmenn Roma að fagna titlinum með því að veifa fána sinnar þjóðar. En eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan þá gekk það ekki alveg upp. I don t know if I should cry or laugh https://t.co/oL311HUhPV— Emilie Bosshard Haavi (@EmilieHaavi) May 3, 2023 Haavi reyndist nefnilega hafa fengið íslenska fánann í stað þess norska. Ekki er ljóst hvernig það gerðist, og þó að fánarnir séu vissulega í sömu litum þá virtist Haavi svo sannarlega ekki skemmt þegar hún sá íslenska fánann. Og Haavi gat ekki látið neinn af liðsfélögum sínum fá íslenska fánann því Roma er eina liðið af þeim fimm efstu í ítölsku deildinni sem ekki er með Íslending innanborðs. Sara er með Juventus í 2. sæti, Guðný Árnadóttir með AC Milan í 3. sæti, Alexandra með Fiorentina í 4. sæti og Anna Björk Kristjánsdóttir með Inter í 5. sæti. Haavi fagnaði hins vegar vel eins og aðrir Rómverjar. #ASRomaFemminile pic.twitter.com/PdcjFZwceF— AS Roma Femminile (@ASRomaFemminile) May 1, 2023 Kvennalið Roma spilaði fyrst í ítölsku A-deildinni tímabilið 2018-19 og hafa Úlfynjurnar verið fljótar að láta til sín taka. Þær unnu ítalska bikarmeistaratitilinn árið 2021 og urðu í 2. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra, áður en þær tóku svo titilinn í ár. Þá komust þær í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en urðu þar að sætta sig við stórt tap gegn Barcelona sem komið er í úrslitaleikinn gegn Wolfsburg í keppninni. Ítalski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Kvennalið Roma tryggði sér ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn þegar liðið vann Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, 2-1 á heimavelli um helgina. Þar með var forskotið á næsta lið, Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur í Juventus, orðið nógu mikið til að titillinn væri í höfn þó að enn séu þrjár umferðir eftir. Haavi ætlaði líkt og fleiri leikmenn Roma að fagna titlinum með því að veifa fána sinnar þjóðar. En eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan þá gekk það ekki alveg upp. I don t know if I should cry or laugh https://t.co/oL311HUhPV— Emilie Bosshard Haavi (@EmilieHaavi) May 3, 2023 Haavi reyndist nefnilega hafa fengið íslenska fánann í stað þess norska. Ekki er ljóst hvernig það gerðist, og þó að fánarnir séu vissulega í sömu litum þá virtist Haavi svo sannarlega ekki skemmt þegar hún sá íslenska fánann. Og Haavi gat ekki látið neinn af liðsfélögum sínum fá íslenska fánann því Roma er eina liðið af þeim fimm efstu í ítölsku deildinni sem ekki er með Íslending innanborðs. Sara er með Juventus í 2. sæti, Guðný Árnadóttir með AC Milan í 3. sæti, Alexandra með Fiorentina í 4. sæti og Anna Björk Kristjánsdóttir með Inter í 5. sæti. Haavi fagnaði hins vegar vel eins og aðrir Rómverjar. #ASRomaFemminile pic.twitter.com/PdcjFZwceF— AS Roma Femminile (@ASRomaFemminile) May 1, 2023 Kvennalið Roma spilaði fyrst í ítölsku A-deildinni tímabilið 2018-19 og hafa Úlfynjurnar verið fljótar að láta til sín taka. Þær unnu ítalska bikarmeistaratitilinn árið 2021 og urðu í 2. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra, áður en þær tóku svo titilinn í ár. Þá komust þær í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en urðu þar að sætta sig við stórt tap gegn Barcelona sem komið er í úrslitaleikinn gegn Wolfsburg í keppninni.
Ítalski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira