Tryggðu sér sæti í úrslitum á troðfullum Emirates velli: „Vonandi verður þetta bara normið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. maí 2023 20:30 Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttunni í leik gærkvöldsins. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Þýska liðið Wolfsburg komst í gærkvöldi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið Arsenal 3-2 á Emirates vellinum í gærkvöldi. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma 2-2 og því varð að framlengja leikinn. Sigurmarkið kom rétt fyrir lok framlengingarinnar, en fyrri leikurinn í Þýskalandi endaði einnig 2-2. „Þetta var bara klikkað. Geggjaður völlur og bara draumur og ég er ótrúlega spennt fyrir úrslitaleiknum,“ sagði Sveindís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég er án gríns bara orðlaus enn þá. Þetta var klikkað. Ég man bara eftir því að hafa hlaupið inn á völlinn og hugsað að þetta hljóti að vera búið núna. Við vorum ekki að fara að fá okkur annað mark á lokasekúndunum,“ sgði Sveindís um sigurmarkið sem Pauline Bremer skoraði seint í framlengingunni. „Þetta var geggjuð tilfinning, en á sama tíma svolítið leiðinlegt fyrir Arsenal-stelpurnar sem börðust ótrúlega vel. Ég hef fundið fyrir svona vondri tilfinningu áður og maður fann svona svolítið til með þeim.“ Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleiknum þann 3. júní í Eindhoven á 35.000 manna velli. „Við spiluðum við þær í fyrra og fengum smá skell í fyrri leiknum úti. En við unnum þær svo heima, en það var ekki nóg fyrir okkur. Við kunnum allavega alveg svolítið á þær núna og við munum bara fara mjög vel yfir þær.“ Klippa: Þriðji Íslendingurinn sem kemst í úrslitaleik „Vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt“ Sveindís sem er aðeins 21 árs lék með Blikum í efstu deild á Íslandi fyrir þremur árum. Nú er hún á leiðinni í stærsta fótboltaleik ársins. „Það var allavega ekki það sem ég hafði séð fyrir mér fyrir þremur árum,“ sagði Sveindís hógvær. „En auðvitað ætlaði maður alltaf að ná langt, en ég vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt. Mér líður samt eins og það sé miklu lengra síðan ég var á Íslandi, en ég er ánægð með það hvernig þetta hefur farið og hvernig þetta hefur gengið.“ Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu undanfarin ár og fara leikir nú ítrekað fram á risavöllum út um alla Evrópu og oftar en ekki uppselt. „Maður sér þetta bara þegar maður fer á samfélagsmiðla eða Instagram eða eitthvað að þá er alltaf eitthvað verið að tala um kvennaboltann og það er bara geggjað. Líka bara að fá að spila á þessum stóru völlum og að við séum að fylla þá líka, það sýnir bara að það er allt hægt og að kvennaboltinn sé á uppleið. Vonandi verður þetta bara normið í framtíðinni,“ sagði Sveindís að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
„Þetta var bara klikkað. Geggjaður völlur og bara draumur og ég er ótrúlega spennt fyrir úrslitaleiknum,“ sagði Sveindís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég er án gríns bara orðlaus enn þá. Þetta var klikkað. Ég man bara eftir því að hafa hlaupið inn á völlinn og hugsað að þetta hljóti að vera búið núna. Við vorum ekki að fara að fá okkur annað mark á lokasekúndunum,“ sgði Sveindís um sigurmarkið sem Pauline Bremer skoraði seint í framlengingunni. „Þetta var geggjuð tilfinning, en á sama tíma svolítið leiðinlegt fyrir Arsenal-stelpurnar sem börðust ótrúlega vel. Ég hef fundið fyrir svona vondri tilfinningu áður og maður fann svona svolítið til með þeim.“ Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleiknum þann 3. júní í Eindhoven á 35.000 manna velli. „Við spiluðum við þær í fyrra og fengum smá skell í fyrri leiknum úti. En við unnum þær svo heima, en það var ekki nóg fyrir okkur. Við kunnum allavega alveg svolítið á þær núna og við munum bara fara mjög vel yfir þær.“ Klippa: Þriðji Íslendingurinn sem kemst í úrslitaleik „Vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt“ Sveindís sem er aðeins 21 árs lék með Blikum í efstu deild á Íslandi fyrir þremur árum. Nú er hún á leiðinni í stærsta fótboltaleik ársins. „Það var allavega ekki það sem ég hafði séð fyrir mér fyrir þremur árum,“ sagði Sveindís hógvær. „En auðvitað ætlaði maður alltaf að ná langt, en ég vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt. Mér líður samt eins og það sé miklu lengra síðan ég var á Íslandi, en ég er ánægð með það hvernig þetta hefur farið og hvernig þetta hefur gengið.“ Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu undanfarin ár og fara leikir nú ítrekað fram á risavöllum út um alla Evrópu og oftar en ekki uppselt. „Maður sér þetta bara þegar maður fer á samfélagsmiðla eða Instagram eða eitthvað að þá er alltaf eitthvað verið að tala um kvennaboltann og það er bara geggjað. Líka bara að fá að spila á þessum stóru völlum og að við séum að fylla þá líka, það sýnir bara að það er allt hægt og að kvennaboltinn sé á uppleið. Vonandi verður þetta bara normið í framtíðinni,“ sagði Sveindís að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira