Bayern byrjaði leikinn af miklum krafti og Maximiliane Rall, Saki Kumagai og Carolin Simon sáu til þess að staðan var orðin 3-0 eftir aðeins tuttugu mínútna leik. Rall bætti svo öðru marki sínu við á 31. mínútu á milli tveggja marka frá Sydney Lohmann og staðan var því 6-0 í hálfleik.
Gestirnir klóruðu í bakkann snemma í síðari hálfleik, en Lea Schuller og Klara Buhl bættu sínu markinu hvor við fyrir Bayern áður en Marie Muller skoraði sárabótamark fyrir Freiburg á seinustu mínútu venjulegs leiktíma.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allann leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bayern og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af varamannabekknum þegar um hálftími var til leiksloka.
Með sigrinum skaust Bayern aftur á topp þýsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 49 stig eftir 18 leiki, einu stigi meira en Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg sem sitja í öðru sæti.