Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 08:32 Thomas Tuchel tók við Julian Nagelsmann sem þjálfari Bayern fyrir ekki svo löngu síðan. Christina Pahnke/Getty Images Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Man City vann fyrri leikinn á Etihad-vellinum í Manchester 3-0 og er komið með annan fótinn í undanúrslit keppninnar. Þó Pep Guardiola segir að Bayern sé til alls líklegt og að atvikið milli Sadio Mané og Leroy Sané eftir leik geti í raun hjálpað Bæjurum þá er Tuchel ekki á sama máli. „Við þurfum kraftaverk,“ sagði Tuchel um leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. „Ég veit ekki hvort það er viðeigandi að tala um 4-0 eða 5-1 sigur, við þurfum að vera raunsæir en að sjálfsögðu höfum við trú á eigin getu. Ef við eigum góðan fyrri hálfleik er allt mögulegt.“ „Þetta er risastórt fjall sem við þurfum að klífa og það er þess vegna sem við þurfum að hafa trú á eigin getu en við getum ekki látið okkur dreyma. Draumar fyrir mér eru tengdir svefni og við getum ekki sofið í eina sekúndu.“ Við verðum að trúa og að trúa þýðir að við þurfum að láta hlutina gerast. Við þurfum að spila sem lið, spila vel og spila af mikilli ákefð. Við erum ekki eini í þessu og stuðningsfólk okkar mun styðja dyggilega við bakið á okkur.“ Sadio Mané verður í hóp Bayern í kvöld þó svo að hann hafi slegið Sané í andlitið með þeim afleiðingum að vör hans stokkbólgnaði eftir fyrri leikinn. Hvort Mané byrji er annað mál en Tuchel er þó ekki viss um að málið muni gefa Bayern byr í seglin. „Ég vonaðist til þess gegn Hoffenheim en það gerði það augljóslega ekki,“ sagði þjálfarinn að endingu en Bayern gerði 1-1 jafntefli um helgina. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar síðan Tuchel tók við og á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Leikur Bayern og Man City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. 17. apríl 2023 08:01 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Man City vann fyrri leikinn á Etihad-vellinum í Manchester 3-0 og er komið með annan fótinn í undanúrslit keppninnar. Þó Pep Guardiola segir að Bayern sé til alls líklegt og að atvikið milli Sadio Mané og Leroy Sané eftir leik geti í raun hjálpað Bæjurum þá er Tuchel ekki á sama máli. „Við þurfum kraftaverk,“ sagði Tuchel um leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. „Ég veit ekki hvort það er viðeigandi að tala um 4-0 eða 5-1 sigur, við þurfum að vera raunsæir en að sjálfsögðu höfum við trú á eigin getu. Ef við eigum góðan fyrri hálfleik er allt mögulegt.“ „Þetta er risastórt fjall sem við þurfum að klífa og það er þess vegna sem við þurfum að hafa trú á eigin getu en við getum ekki látið okkur dreyma. Draumar fyrir mér eru tengdir svefni og við getum ekki sofið í eina sekúndu.“ Við verðum að trúa og að trúa þýðir að við þurfum að láta hlutina gerast. Við þurfum að spila sem lið, spila vel og spila af mikilli ákefð. Við erum ekki eini í þessu og stuðningsfólk okkar mun styðja dyggilega við bakið á okkur.“ Sadio Mané verður í hóp Bayern í kvöld þó svo að hann hafi slegið Sané í andlitið með þeim afleiðingum að vör hans stokkbólgnaði eftir fyrri leikinn. Hvort Mané byrji er annað mál en Tuchel er þó ekki viss um að málið muni gefa Bayern byr í seglin. „Ég vonaðist til þess gegn Hoffenheim en það gerði það augljóslega ekki,“ sagði þjálfarinn að endingu en Bayern gerði 1-1 jafntefli um helgina. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar síðan Tuchel tók við og á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Leikur Bayern og Man City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. 17. apríl 2023 08:01 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. 17. apríl 2023 08:01