„Verðum að halda okkar standard“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. apríl 2023 22:45 Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea, segir að liðið geti tekið margt jákvætt út úr einvígi sínu gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að Lundúnaliðið sé nú úr leik. Chelsea mátti þola 2-0 tap á heimavelli gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid í kvöld, en Madrídingar unnu fyrri leikinn einnig 2-0 og einvígið því samanlagt 4-0. Þrátt fyrir það segir Lampard að sínir menn geti horft á marga jákvæða hluti eftir leik kvöldsins. „Já, klárlega. Við spiluðum virkilega vel í sextíu mínútur í kvöld. Við sköpuðum okkur færi, en við verðum að nýta þau,“ sagði Lampard í viðtali eftir leik. „Maður vill samt ekki hrósa frammistöðunni of mikið eftir tap á þessu stigi, en við erum búnir að bæta okkur mikið. Þessi klúbbur hefur farið lengra í þessari keppni og leikmennirnir geta tekið þessa tilfinningu með sér inn í framtíðina.“ Þrátt fyrir að Chelsea hafi skapað sér nokkur virkilega góð færi í leik kvöldsins tókst liðinu ekki að finna netmöskvana. Raunar hefur Chelsea gengið agalega að skora á tímabilinu og liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum. „Það er ekki það að leikmenn vilji það ekki eða reyni það ekki,“ sagði Lampard aðspurður út í það hvort markaskorun væri vandamál fyrir liðið og bætir við að þrátt fyrir að liðið hafi nánast ekki að neinu að keppa það sem eftir lifir tímabils verði leikmenn að halda sér á tánum. „Þú ert að spila fyrir Chelsea. Þannig að sama hvað þá þarftu að gefa allt sem þú átt í hvern einasta leik. Það er enginn að fara að komast undan því. Við verðum að halda okkar standard,“ sagði Lampard að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Evrópumeistararnir í undanúrslit Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld. 18. apríl 2023 20:55 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Chelsea mátti þola 2-0 tap á heimavelli gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid í kvöld, en Madrídingar unnu fyrri leikinn einnig 2-0 og einvígið því samanlagt 4-0. Þrátt fyrir það segir Lampard að sínir menn geti horft á marga jákvæða hluti eftir leik kvöldsins. „Já, klárlega. Við spiluðum virkilega vel í sextíu mínútur í kvöld. Við sköpuðum okkur færi, en við verðum að nýta þau,“ sagði Lampard í viðtali eftir leik. „Maður vill samt ekki hrósa frammistöðunni of mikið eftir tap á þessu stigi, en við erum búnir að bæta okkur mikið. Þessi klúbbur hefur farið lengra í þessari keppni og leikmennirnir geta tekið þessa tilfinningu með sér inn í framtíðina.“ Þrátt fyrir að Chelsea hafi skapað sér nokkur virkilega góð færi í leik kvöldsins tókst liðinu ekki að finna netmöskvana. Raunar hefur Chelsea gengið agalega að skora á tímabilinu og liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum. „Það er ekki það að leikmenn vilji það ekki eða reyni það ekki,“ sagði Lampard aðspurður út í það hvort markaskorun væri vandamál fyrir liðið og bætir við að þrátt fyrir að liðið hafi nánast ekki að neinu að keppa það sem eftir lifir tímabils verði leikmenn að halda sér á tánum. „Þú ert að spila fyrir Chelsea. Þannig að sama hvað þá þarftu að gefa allt sem þú átt í hvern einasta leik. Það er enginn að fara að komast undan því. Við verðum að halda okkar standard,“ sagði Lampard að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Evrópumeistararnir í undanúrslit Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld. 18. apríl 2023 20:55 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Evrópumeistararnir í undanúrslit Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld. 18. apríl 2023 20:55