Allt aðeins erfiðara vegna aðhaldsleysis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. apríl 2023 14:03 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur verið afar gagnrýnin á fjármálaáætlun og biður Bjarna Benediktsson um að hlusta á gagnrýniraddir. Vísir/Arnar/Vilhelm Almenningur mun gjalda fyrir aðhaldsleysi stjórnvalda með hærra matvöruverði og aukinni vaxtabyrði að mati þingmanns Viðreisnar. Fjármálaáætlun er til umræðu á Alþingi í dag og þingmaðurinn hvetur fjármálaráðherra til að veita fram kominni gagnrýni verðskuldaða athygli. Alþingi kemur saman í dag eftir páskafrí og á daskrá er framhald fyrri umræðu um fjármælaáætlun fyrir árin 2024 til 2028. Hún markast af ákveðnu aðhaldi og gjaldahækkkunum vegna erfiðrar stöðu í efnahagsmálum. Þar er til dæmis gengið út frá aukinni skattlagningu á ferðaþjónustuna, ökutæki og eldsneyti. Þá er aðhaldskrafa á ráðuneyti og fjárfestingarverkefnum frestað. Allt á þetta að miða að því að draga úr verðbólguþrýstingi. Áætlunin hefur þó sætt gagnrýni og í umsögn fjármálaráðs segir til að mynda að stjórnvöld hafi ekki sleppt bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera ekki með hana í botni - eins og það er orðað. Í sinni umsögn hvetur Félag atvinnurekenda Alþingi einnig til þess að gera breytingar og ganga harðar fram í hagræðingu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir stjórnvöld þurfa að sýna frekara aðhald. „Fjármálaráðherra getur spilað mjög stórt hlutverk í því að ná niður verðbólgunni, að ná niður vöxtum á lánum fólks í landinu, með því að fara í þetta. Vandamálið er bara að hann er ekki að gera það,“ segir Þorbjörg. Í dag fer fram framhald fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.vísir/Vilhelm Hún hvetur fjármálaráðherra til þess að gefa gagnrýninni gaum og segir Viðreisn hafa lagt fram ýmsar tillögur sem hún telur geta gagnast. „Við lögðum til að skuldir yrðu greiddar niður um tuttugu milljarða, við lögðum til að ráðuneyti yrðu sameinuð, lögðum til tekjuöflunarleiðir eins og að sækja meiri veiðigjöld,“ nefnir Þorbjörg sem dæmi. Að óbreyttu telur hún að verðbólgan muni ekki nást nægilega hratt niður „Þá munum við áfram finna fyrir því að matvöruverð í landinu er hærra en það þarf að vera. Að vextir séu hærri en þeir þurfa að vera. Að lífið sé bara aðeins erfiðara en það þarf að vera - bara vegna þess að fjármálaráðherra tekur sér frí frá þessu stærsta verkefni sínu í dag,“ segir Þorbjög Sigríður. Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Alþingi kemur saman í dag eftir páskafrí og á daskrá er framhald fyrri umræðu um fjármælaáætlun fyrir árin 2024 til 2028. Hún markast af ákveðnu aðhaldi og gjaldahækkkunum vegna erfiðrar stöðu í efnahagsmálum. Þar er til dæmis gengið út frá aukinni skattlagningu á ferðaþjónustuna, ökutæki og eldsneyti. Þá er aðhaldskrafa á ráðuneyti og fjárfestingarverkefnum frestað. Allt á þetta að miða að því að draga úr verðbólguþrýstingi. Áætlunin hefur þó sætt gagnrýni og í umsögn fjármálaráðs segir til að mynda að stjórnvöld hafi ekki sleppt bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera ekki með hana í botni - eins og það er orðað. Í sinni umsögn hvetur Félag atvinnurekenda Alþingi einnig til þess að gera breytingar og ganga harðar fram í hagræðingu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir stjórnvöld þurfa að sýna frekara aðhald. „Fjármálaráðherra getur spilað mjög stórt hlutverk í því að ná niður verðbólgunni, að ná niður vöxtum á lánum fólks í landinu, með því að fara í þetta. Vandamálið er bara að hann er ekki að gera það,“ segir Þorbjörg. Í dag fer fram framhald fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.vísir/Vilhelm Hún hvetur fjármálaráðherra til þess að gefa gagnrýninni gaum og segir Viðreisn hafa lagt fram ýmsar tillögur sem hún telur geta gagnast. „Við lögðum til að skuldir yrðu greiddar niður um tuttugu milljarða, við lögðum til að ráðuneyti yrðu sameinuð, lögðum til tekjuöflunarleiðir eins og að sækja meiri veiðigjöld,“ nefnir Þorbjörg sem dæmi. Að óbreyttu telur hún að verðbólgan muni ekki nást nægilega hratt niður „Þá munum við áfram finna fyrir því að matvöruverð í landinu er hærra en það þarf að vera. Að vextir séu hærri en þeir þurfa að vera. Að lífið sé bara aðeins erfiðara en það þarf að vera - bara vegna þess að fjármálaráðherra tekur sér frí frá þessu stærsta verkefni sínu í dag,“ segir Þorbjög Sigríður.
Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira