Dortmund og Bayern töpuðu stigum Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 15:48 Stuttgart fagnar einu marka sinna í dag. Vísir/Getty Dortmund varð af dýrmætum stigum í toppbaráttunni í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar þeir gerðu 3-3 jafntefli við Stuttgart. Bayern gerði slíkt hið sama í jafntefli gegn Hoffenheim Fyrir leiki dagsins munaði aðeins tveimur stigum á Bayern Munchen og Dortmund í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar. Bayern var tveimur stigum á undan erkifjendum sínum og því hvert stig mikilvægt í baráttunni. Dortmund mætti Stuttgart á útivelli í heldur betur dramatískum leik. Dortmund komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Sebastian Haller og Donyell Malen auk þess sem Konstantinos Mavropanos í liði Stuttgart fékk rautt spjald. Það stefndi því allt í þægilegan dag hjá Dortmund en sú varð alls ekki raunin. Einum færri tókst liði Stuttgart að jafna eftir mark frá Tanguy Coulibaly á 78. mínútu og Josha Vagnoman sex mínútum síðar. Giovanni Reyna virtist síðan vera búinn að tryggja Dortmund stigin þrjú með marki í uppbótartíma en á sjöundu mínútu uppbótartíma skooraði Silas Katompa Mvumpa fyrir Stuttgart og jafnaði metin. Thomas Muller og félagar í Bayern misreiknuðu sig í toppbaráttunni í dag.Vísir/Getty Lokatölur 3-3, dramatískt jafntefli og leikmenn Dortmund geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki hirt stigin þrjú. Í Munchen tóku heimamenn í Bayern á móti liði Hoffenheim. Benjamin Pavard skoraði fyrir Bayern í fyrri hálfleik en í þeim síðari jafnaði Andrej Kramaric metin fyrir Hoffenheim og úrslitin 1-1. Í Leipzig unnu heimamenn 3-2 sigur á Augsburg og í Köln gerðu FC Köln og Mainz 1-1 jafntefli. Bayern Munchen heldur því tveggja stiga forsytu á Dortmund á toppnum. RB Leipzig og Union Berlin koma síðan í næstu tveimur sætum ekki svo langt á eftir en hæpið verður þó að teljast að þau blandi sér í titilbaráttuna. Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira
Fyrir leiki dagsins munaði aðeins tveimur stigum á Bayern Munchen og Dortmund í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar. Bayern var tveimur stigum á undan erkifjendum sínum og því hvert stig mikilvægt í baráttunni. Dortmund mætti Stuttgart á útivelli í heldur betur dramatískum leik. Dortmund komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Sebastian Haller og Donyell Malen auk þess sem Konstantinos Mavropanos í liði Stuttgart fékk rautt spjald. Það stefndi því allt í þægilegan dag hjá Dortmund en sú varð alls ekki raunin. Einum færri tókst liði Stuttgart að jafna eftir mark frá Tanguy Coulibaly á 78. mínútu og Josha Vagnoman sex mínútum síðar. Giovanni Reyna virtist síðan vera búinn að tryggja Dortmund stigin þrjú með marki í uppbótartíma en á sjöundu mínútu uppbótartíma skooraði Silas Katompa Mvumpa fyrir Stuttgart og jafnaði metin. Thomas Muller og félagar í Bayern misreiknuðu sig í toppbaráttunni í dag.Vísir/Getty Lokatölur 3-3, dramatískt jafntefli og leikmenn Dortmund geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki hirt stigin þrjú. Í Munchen tóku heimamenn í Bayern á móti liði Hoffenheim. Benjamin Pavard skoraði fyrir Bayern í fyrri hálfleik en í þeim síðari jafnaði Andrej Kramaric metin fyrir Hoffenheim og úrslitin 1-1. Í Leipzig unnu heimamenn 3-2 sigur á Augsburg og í Köln gerðu FC Köln og Mainz 1-1 jafntefli. Bayern Munchen heldur því tveggja stiga forsytu á Dortmund á toppnum. RB Leipzig og Union Berlin koma síðan í næstu tveimur sætum ekki svo langt á eftir en hæpið verður þó að teljast að þau blandi sér í titilbaráttuna.
Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira