Gæti sloppið við leikbann þrátt fyrir fólskulega árás á bílastæði Santiago Bernabeu Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 12:30 Federico Valverde og Alex Baena eigast við í leiknum áður en atvikið átti sér stað. Vísir/Getty Árás Federico Valverde á Alex Baena hefur vakið mikla athygli í íþróttaheiminum síðustu daga. Enn er óljóst hvort Valverde hlýtur refsingu og einnig hvort Baena viðhafði þau ummæli sem Valverde sakar hann um. Mario Cortegana, blaðamaður The Athletic, hefur farið ofan í saumana á atviki á milli Federico Valverde, leikmanns Real Madrid, og Alex Baena, leikmanns Villareal, þann 8.apríl síðastliðinn. Enn er óljóst hvort Valverde hljóti refsingu fyrir atvikið sem átti sér stað að leik loknum. Þann 8. apríl síðastliðinn mættust Real Madrid og Villareal í leik í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Real Madrid fór með sigur af hólmi í leiknum en atvik sem átti sér stað eftir leik hefur stolið öllum fyrirsögnum. Federico Valverde kom inn sem varamaður hjá Real Madrid á 59. mínútu leiksins. Rúmri klukkustund seinna kýldi hann Alex Baena, leikmann Villareal, í andlitið á bílastæði fyrir utan Santiago Bernabeu. Þegar leikmenn Villareal voru að gera sig tilbúna til að fara um borð í liðsrútuna eftir tapið gegn Real Madrid kom Valverde aftan að Baena og kýldi hann í andlitið. Baena sá Valverde ekki koma en samkvæmt heimildamönnum nánum Valverde hafði hann sagt Baena að bíða eftir sér að leik loknum. Fyrstu viðbrögð á samfélagmiðlum voru frá Xisco Nadal, fyrrum leikmanni Villareal og núverandi starfsmanni félagsins, sem skrifaði á Twitter „Fede Valverde, auminginn þinn og heigull!“. Tístinu var síðar eytt. „Allt lygar, ótrúlegt“ Samkvæmt heimildamönnum sem eru nánir Valverde var ástæða árásarinnar hefnd vegna ummæla sem hann segir Baena hafa viðhaft í bikarleik liðanna þann 19. janúar um ófætt barn Valverde. Banea hefur neitað að hafa látið ummælin falla. Í janúar bárust fregnir af vandræðum á meðgöngu eiginkonu Valverde. Í febrúar skrifaði hún sjálf um vandamálin á Instagram, sagði að barnið sem hún bar undir belti virtist vera heilbrigt eftir að læknar höfðu endurmetið stöðuna. Síðatsliðinn laugardag, strax í kjölfarið á því að fréttir af árásinni bárust, greindu spænskir miðlar frá meintum ummælum Baena. Alex Baena segir ásakanirnar á hendur honum séu algjörlega ósannar.Vísir/Getty „Allt lygar, ótrúlegt. Baena veit ekki af hverju Valverde kýldi hann,“ var svarið sem umboðsskrifstofa Banea gaf blaðamönnum The Athletic þegar þeir óskuðu eftir viðbrögðum. Örfáum mínútum síðar skrifaði Baena færslu á Instagram síðu sína sem endaði með orðunum „ÞAÐ ER ALGJÖRLEGA ÓSATT AÐ ÉG HAFI SAGT ÞETTA,“ skrifað í hástöfum. Þegar liðsrúta Villareal liðsins kom heim frá Madrid beindust allar sjónvarspmyndavélarnar að Baena og þar sáust greinilega ummerki á andliti hans eftir hnefahöggið. Baena hefur fengið morðhótanir Í kjölfar yfirlýsingar Villareal, þar sem lýst var yfir stuðningi við Banea, voru talsmenn Valverde og Real Madrid á fullu í krísustjórnun. Einn af talsmönnum Valverde hafði samband við umboðsmann Baena og óskaði eftir því að ekki yrði lögð fram kæra. Umboðsmaðurinn svaraði að Baena neitaði staðfastlega að hafa viðhaft áðurnefnd ummæli og að hann hefði fengið hótanir á samfélagsmiðlum og yrði að ræða við lögreglu. „Síðasta laugardag var ráðist á mig af öðrum atvinnumanni eftir leikinn gegn Real Madrid. Eftir atvikið hafa yfirlýsingar frá starfsliði hans komið fram þar sem því var haldið fram að ég óskaði þess að meðlimur fjölskyldu hans myndi deyja.“ View this post on Instagram A post shared by ALEX BAENA (@alexbbaena) „Skaðinn sem þetta hefur valdið fjölskyldu minni er óafturkræfur og óboðlegur, hótanir, móðganir og jafnvel einkaskilaboð með morðhótunum. Í gær tilkynnti ég málið til lögreglunnar. Látum réttlætið vinna sína vinnu. Eina markmið mitt núna er að einbeita mér að minni vinnu og hjálpa félagi mínu að ná markmiðum sínum,“ sagði Baena í yfrlýsingu. Sér ekki eftir árásinni Meint árás Valverde er ekki á borði spænskra knattspyrnuyfirvalda þar sem dómari leiksins minntist ekki á það í leikskýrslunni enda átti það sér stað löngu eftir að leik lauk. Forráðamenn Real Madrid óttast samt sem áður að Valverde verði refsað á annan hátt og að slæmt samband félagsins við spænska knattspyrnusambandið muni þar hafa áhrif. „Við vinnum ekki þannig,“ sagði heimildamaður spænska sambandsins við blaðamann The Athletic og bætti við að aganefnd sambandsins væri þar að auki óháð sjálfu sambandinu í sínu starfi. It was a hugely dramatic moment last weekend: Real Madrid's Federico Valverde punched Villarreal's Alex Baena.Here s what we know about what happened, according to all parties involved, and what might come next. @MarioCortegana https://t.co/REQurwlCGo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 15, 2023 Valverde hefur látið þau skilaboð berast að hann sjái ekki eftir árásinni. Hann ætlar að standa við ásakanirnar á hendur Baena jafnvel þó málið endi fyrir dómstólum. Real Madrid hefur hins vegar biðlað til Valvede og starfsliðs hans að tjá sig ekki um atvikið opinberlega og sama má segja um lögfræðinga hans. Eiginkona hans, Mina Bonino, hefur hins vegar birt tvær færslur á Twitter þar sem hún ver eiginmann sinn og hans hlið sögunnar. Þetta hefur ekki vakið mikla lukku hjá forráðamönnum Real Madrid þó þeir skilji þá erfiðu stöðu sem Bonino er í. Gæti sloppið við leikbann Federico Valverde lék gegn Chelsea í Meistaradeildinni á miðvikudag þegar liðin mættust í fyrri leik þeirra í 8-liða úrslitum. Valverde lék mjög vel í leiknum og var vel studdur af stuðningsmönnum Real Madrid sem fögnuðu vel þegar nafn hans var lesið upp fyrir leik, í upphafi leiks og á 15. mínútu leiksins en það er treyjunúmerið sem Valverde ber á bakinu. En þrátt fyrir að spænska sambandið sé ekki með málið á sinni könnu gæti Valverde fengið leikbann. Á mánudag mun ríkisstofnunin CSD taka málið upp í nefnd sinni sem berst gegn hvers konar ofbeldi. Það gæti orðið til þess að spænska knattspyrnusambandið þarf að taka málið til meðferðar. Valverde gæti þá fengið leikbann, allt frá tveimur og upp í fjóra leiki. Federico Valverde þakkar stuðningsmönnum Real Madrid eftir leikinn gegn Chelsea í vikunni.Vísir/Getty Það myndi hins vegar taka tímann sinn að fá niðurstöðu í málið og er rætt um að allt að mánuður gæti liðið þar til leikbannið tæki gildi, sem þýðir að Valverde gæti leikið úrslitaleik bikarkeppninnar þann 6. maí næstkomandi. CSD gæti þó einnig valið að refsa Valverde sjálf. Það gæti þýtt bann frá öllum íþróttaviðburðum í allt frá einum og upp í sex mánuði. Síðan gæti vel farið svo að Valverde sleppi alfarið og í samtali við The Athletic sagði spænska knattspyrnusambandið að það héldi að Valverde fengi ekki leikbann. Hann bíður þó enn eftir upplýsingum um ákæru vegna árásarinnar. Spænski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
Mario Cortegana, blaðamaður The Athletic, hefur farið ofan í saumana á atviki á milli Federico Valverde, leikmanns Real Madrid, og Alex Baena, leikmanns Villareal, þann 8.apríl síðastliðinn. Enn er óljóst hvort Valverde hljóti refsingu fyrir atvikið sem átti sér stað að leik loknum. Þann 8. apríl síðastliðinn mættust Real Madrid og Villareal í leik í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Real Madrid fór með sigur af hólmi í leiknum en atvik sem átti sér stað eftir leik hefur stolið öllum fyrirsögnum. Federico Valverde kom inn sem varamaður hjá Real Madrid á 59. mínútu leiksins. Rúmri klukkustund seinna kýldi hann Alex Baena, leikmann Villareal, í andlitið á bílastæði fyrir utan Santiago Bernabeu. Þegar leikmenn Villareal voru að gera sig tilbúna til að fara um borð í liðsrútuna eftir tapið gegn Real Madrid kom Valverde aftan að Baena og kýldi hann í andlitið. Baena sá Valverde ekki koma en samkvæmt heimildamönnum nánum Valverde hafði hann sagt Baena að bíða eftir sér að leik loknum. Fyrstu viðbrögð á samfélagmiðlum voru frá Xisco Nadal, fyrrum leikmanni Villareal og núverandi starfsmanni félagsins, sem skrifaði á Twitter „Fede Valverde, auminginn þinn og heigull!“. Tístinu var síðar eytt. „Allt lygar, ótrúlegt“ Samkvæmt heimildamönnum sem eru nánir Valverde var ástæða árásarinnar hefnd vegna ummæla sem hann segir Baena hafa viðhaft í bikarleik liðanna þann 19. janúar um ófætt barn Valverde. Banea hefur neitað að hafa látið ummælin falla. Í janúar bárust fregnir af vandræðum á meðgöngu eiginkonu Valverde. Í febrúar skrifaði hún sjálf um vandamálin á Instagram, sagði að barnið sem hún bar undir belti virtist vera heilbrigt eftir að læknar höfðu endurmetið stöðuna. Síðatsliðinn laugardag, strax í kjölfarið á því að fréttir af árásinni bárust, greindu spænskir miðlar frá meintum ummælum Baena. Alex Baena segir ásakanirnar á hendur honum séu algjörlega ósannar.Vísir/Getty „Allt lygar, ótrúlegt. Baena veit ekki af hverju Valverde kýldi hann,“ var svarið sem umboðsskrifstofa Banea gaf blaðamönnum The Athletic þegar þeir óskuðu eftir viðbrögðum. Örfáum mínútum síðar skrifaði Baena færslu á Instagram síðu sína sem endaði með orðunum „ÞAÐ ER ALGJÖRLEGA ÓSATT AÐ ÉG HAFI SAGT ÞETTA,“ skrifað í hástöfum. Þegar liðsrúta Villareal liðsins kom heim frá Madrid beindust allar sjónvarspmyndavélarnar að Baena og þar sáust greinilega ummerki á andliti hans eftir hnefahöggið. Baena hefur fengið morðhótanir Í kjölfar yfirlýsingar Villareal, þar sem lýst var yfir stuðningi við Banea, voru talsmenn Valverde og Real Madrid á fullu í krísustjórnun. Einn af talsmönnum Valverde hafði samband við umboðsmann Baena og óskaði eftir því að ekki yrði lögð fram kæra. Umboðsmaðurinn svaraði að Baena neitaði staðfastlega að hafa viðhaft áðurnefnd ummæli og að hann hefði fengið hótanir á samfélagsmiðlum og yrði að ræða við lögreglu. „Síðasta laugardag var ráðist á mig af öðrum atvinnumanni eftir leikinn gegn Real Madrid. Eftir atvikið hafa yfirlýsingar frá starfsliði hans komið fram þar sem því var haldið fram að ég óskaði þess að meðlimur fjölskyldu hans myndi deyja.“ View this post on Instagram A post shared by ALEX BAENA (@alexbbaena) „Skaðinn sem þetta hefur valdið fjölskyldu minni er óafturkræfur og óboðlegur, hótanir, móðganir og jafnvel einkaskilaboð með morðhótunum. Í gær tilkynnti ég málið til lögreglunnar. Látum réttlætið vinna sína vinnu. Eina markmið mitt núna er að einbeita mér að minni vinnu og hjálpa félagi mínu að ná markmiðum sínum,“ sagði Baena í yfrlýsingu. Sér ekki eftir árásinni Meint árás Valverde er ekki á borði spænskra knattspyrnuyfirvalda þar sem dómari leiksins minntist ekki á það í leikskýrslunni enda átti það sér stað löngu eftir að leik lauk. Forráðamenn Real Madrid óttast samt sem áður að Valverde verði refsað á annan hátt og að slæmt samband félagsins við spænska knattspyrnusambandið muni þar hafa áhrif. „Við vinnum ekki þannig,“ sagði heimildamaður spænska sambandsins við blaðamann The Athletic og bætti við að aganefnd sambandsins væri þar að auki óháð sjálfu sambandinu í sínu starfi. It was a hugely dramatic moment last weekend: Real Madrid's Federico Valverde punched Villarreal's Alex Baena.Here s what we know about what happened, according to all parties involved, and what might come next. @MarioCortegana https://t.co/REQurwlCGo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 15, 2023 Valverde hefur látið þau skilaboð berast að hann sjái ekki eftir árásinni. Hann ætlar að standa við ásakanirnar á hendur Baena jafnvel þó málið endi fyrir dómstólum. Real Madrid hefur hins vegar biðlað til Valvede og starfsliðs hans að tjá sig ekki um atvikið opinberlega og sama má segja um lögfræðinga hans. Eiginkona hans, Mina Bonino, hefur hins vegar birt tvær færslur á Twitter þar sem hún ver eiginmann sinn og hans hlið sögunnar. Þetta hefur ekki vakið mikla lukku hjá forráðamönnum Real Madrid þó þeir skilji þá erfiðu stöðu sem Bonino er í. Gæti sloppið við leikbann Federico Valverde lék gegn Chelsea í Meistaradeildinni á miðvikudag þegar liðin mættust í fyrri leik þeirra í 8-liða úrslitum. Valverde lék mjög vel í leiknum og var vel studdur af stuðningsmönnum Real Madrid sem fögnuðu vel þegar nafn hans var lesið upp fyrir leik, í upphafi leiks og á 15. mínútu leiksins en það er treyjunúmerið sem Valverde ber á bakinu. En þrátt fyrir að spænska sambandið sé ekki með málið á sinni könnu gæti Valverde fengið leikbann. Á mánudag mun ríkisstofnunin CSD taka málið upp í nefnd sinni sem berst gegn hvers konar ofbeldi. Það gæti orðið til þess að spænska knattspyrnusambandið þarf að taka málið til meðferðar. Valverde gæti þá fengið leikbann, allt frá tveimur og upp í fjóra leiki. Federico Valverde þakkar stuðningsmönnum Real Madrid eftir leikinn gegn Chelsea í vikunni.Vísir/Getty Það myndi hins vegar taka tímann sinn að fá niðurstöðu í málið og er rætt um að allt að mánuður gæti liðið þar til leikbannið tæki gildi, sem þýðir að Valverde gæti leikið úrslitaleik bikarkeppninnar þann 6. maí næstkomandi. CSD gæti þó einnig valið að refsa Valverde sjálf. Það gæti þýtt bann frá öllum íþróttaviðburðum í allt frá einum og upp í sex mánuði. Síðan gæti vel farið svo að Valverde sleppi alfarið og í samtali við The Athletic sagði spænska knattspyrnusambandið að það héldi að Valverde fengi ekki leikbann. Hann bíður þó enn eftir upplýsingum um ákæru vegna árásarinnar.
Spænski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira