Buxurnar eru frá tískurisanum Prada og kosta 2900 Bandaríkjadali á vef Prada. Það svarar til tæplega 400 þúsund króna á gengi dagsins í dag. Buxurnar má sjá hér.
Herra Hnetusmjör hefur bersýnilega dýran smekk á vörum líkt og hann vitnar í í textanum við myndina þar sem hann talar um lúxus bifreiðar og farmiða á Saga Class.
Skiptút bílnum fyrir xc90 sem ég skipti út fyrir Teslu
Herra komið hingað með 6 á úlnliðnum nenni ekkað spá hver er bestur
Fuck around og gerist sjónvarpsstjarna því þau pæla ekkert í textum
Flug til Spánar fyrir fjölskylduna vi'rum öll á Saga hvað hélstu
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson er meðal þeirra sem tjá sig við færslu rapparans og veltir fyrir sér hvort Herra Hnetusmjör búi ekki til eigin fatalínu og hreinlega opni fataverslun.
Herra Hnetusmjör hefur vakið athygli fyrir klæðnað sinn í gegnum tíðina. Í því samhengi kom í ljós að hann fékk greiddar 300 þúsund krónur fyrir að klæðast Olís-peysu í Garðpartý Bylgjunnar árið 2019.
Þá klæddist hann slopp í beinni útsendingu í Idol á Stöð 2 í vetur en þar var hann á meðal dómara.