Daníel Guðjohnsen orðlaus í aðalliðið: „Besta tilfinning sem ég hef fundið“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 08:31 Daníel Tristan Guðjohnsen gæti mögulega spilað sína fyrstu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár, sautján ára gamall. malmoff.se Þrátt fyrir að hafa rétt orðið 17 ára í síðasta mánuði þá er knattspyrnumaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen búinn að vinna sér inn sæti í aðalliðshópi sænska úrvalsdeildarfélagsins Malmö. Daníel kom til Malmö í fyrra og elti þannig bræður sína, Svein Aron og Andra Lucas, sem báðir spila í Svíþjóð. Daníel hafði áður verið í yngri flokkum Real Madrid og Barcelona en hann ólst upp á Spáni þar sem Eiður Smári, pabbi hans, lék með Barcelona á sínum tíma. Í frétt Fotbollskanalen segir að Daníel hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu í vetur með Malmö og því verið verðlaunaður með aðalliðssamningi. Eftir að nokkrir framherjar höfðu yfirgefið Malmö eða sest í helgan stein í vetur var Isaac Kiese Thelin eini eiginlegi framherjinn á lista á heimasíðu Malmö. En það breyttist þegar Daníel var færður upp úr U19-liðinu, ásamt varnarmanninum Elison Makolli. Daníel segir markmið sitt hafa verið að ná að spila í sænsku úrvalsdeildinni sem fyrst en hlutirnir hafi þó gerst hraðar en hann reiknaði með: „Þegar þeir sögðu að ég myndi færast upp í A-liðið þá var það besta tilfinning sem ég hef nokkurn tímann fundið. Ég varð eiginlega orðlaus,“ sagði Daníel við Fotbollskanalen. „Eftir að Buya [Mohamed Buya Turay, fyrrverandi framherji Malmö] fór var ljóst að þeir myndu ná í einhvern úr akademíunni til að æfa með liðinu. Þeir sáu möguleika í mér, vildu sjá hvernig ég stæði mig og sögðu svo að ég hefði gert vel, og héldu mér því inni,“ sagði Daníel sem nýtur þess að vera farinn að æfa með fullorðnum. „Frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum“ „Já, ég fæ mikla reynslu út úr því að æfa með liðinu. Það er frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum. Ef það er þörf á mér þá verð ég tilbúinn. Þegar rétti tíminn kemur þá fæ ég tækifæri og ég er ekkert að stressa mig á því eða finn fyrir neinni pressu,“ sagði Daníel sem setur nú stefnuna á að spila fleiri en einn leik í sumar í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kvaðst sérstaklega horfa til leiksins við Norrköping sem fram fer eftir tíu daga en þar er mögulegt að Daníel mæti Andra bróður sínum. Sveinn Aron og Andri Lucas hafa báðir spilað fyrir A-landslið Íslands eins og pabbi þeirra og afi, Arnór Guðjohnsen, og Daníel á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af tvo fyrir U19-liðið. Sænski boltinn Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Sjá meira
Daníel kom til Malmö í fyrra og elti þannig bræður sína, Svein Aron og Andra Lucas, sem báðir spila í Svíþjóð. Daníel hafði áður verið í yngri flokkum Real Madrid og Barcelona en hann ólst upp á Spáni þar sem Eiður Smári, pabbi hans, lék með Barcelona á sínum tíma. Í frétt Fotbollskanalen segir að Daníel hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu í vetur með Malmö og því verið verðlaunaður með aðalliðssamningi. Eftir að nokkrir framherjar höfðu yfirgefið Malmö eða sest í helgan stein í vetur var Isaac Kiese Thelin eini eiginlegi framherjinn á lista á heimasíðu Malmö. En það breyttist þegar Daníel var færður upp úr U19-liðinu, ásamt varnarmanninum Elison Makolli. Daníel segir markmið sitt hafa verið að ná að spila í sænsku úrvalsdeildinni sem fyrst en hlutirnir hafi þó gerst hraðar en hann reiknaði með: „Þegar þeir sögðu að ég myndi færast upp í A-liðið þá var það besta tilfinning sem ég hef nokkurn tímann fundið. Ég varð eiginlega orðlaus,“ sagði Daníel við Fotbollskanalen. „Eftir að Buya [Mohamed Buya Turay, fyrrverandi framherji Malmö] fór var ljóst að þeir myndu ná í einhvern úr akademíunni til að æfa með liðinu. Þeir sáu möguleika í mér, vildu sjá hvernig ég stæði mig og sögðu svo að ég hefði gert vel, og héldu mér því inni,“ sagði Daníel sem nýtur þess að vera farinn að æfa með fullorðnum. „Frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum“ „Já, ég fæ mikla reynslu út úr því að æfa með liðinu. Það er frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum. Ef það er þörf á mér þá verð ég tilbúinn. Þegar rétti tíminn kemur þá fæ ég tækifæri og ég er ekkert að stressa mig á því eða finn fyrir neinni pressu,“ sagði Daníel sem setur nú stefnuna á að spila fleiri en einn leik í sumar í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kvaðst sérstaklega horfa til leiksins við Norrköping sem fram fer eftir tíu daga en þar er mögulegt að Daníel mæti Andra bróður sínum. Sveinn Aron og Andri Lucas hafa báðir spilað fyrir A-landslið Íslands eins og pabbi þeirra og afi, Arnór Guðjohnsen, og Daníel á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af tvo fyrir U19-liðið.
Sænski boltinn Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Sjá meira