Ítrekaður klaufaskapur með hagsmunaskrá varpi ljósi á áhugaleysi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. apríl 2023 13:08 Henry Alexander Henrysson Heimspekingur Heimspekingur og rannsóknasérfræðingur hjá Siðfræðistofnun segir að breyta þurfi vinnubrögðum og verklagi í kringum hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa. Ítrekaður klaufaskapur og áhugaleysi á gegnsæi eyði því litla trausti sem enn sé til staðar til kjörinna fulltrúa. Í gær greindi Heimildin frá því að mennta-og barnamálaráðherra hefði ekki skráð hús sem hann leigir út á 400 hundruð þúsund krónur á mánuði í hagsmunaskrá þingmanna. Sagði hann að þetta væru mistök sem verði leiðrétt. Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og rannsóknarsérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, segir málið ekki koma honum á óvart. „Rökin fyrir hagsmunaskráningu og hvers vegna við erum að þessu eru vel þekkt. Við viljum vita umsvif og tengsl kjörinna fulltrúa. Ástæðan er einfaldlega sú að sagan hefur kennt okkur að við getum ekki treyst kjörnum fulltrúum og þess vegna erum við að þessu.“ Kominn sé tími á að breyta vinnulagi við hagsmunaskráningu. „Við þurfum að fara út í það að þráspyrja kjörna fulltrúa. Það er of oft sem eitthvað fellur á milli og gleymist; þeir héldu að væri skráð og vissu ekki að væri skráð. Þeir virtust ekki einu sinni athuga sjálfir hvað væri í skráningunni. Það þarf að breyta vinnubrögðunum í kringum þetta sýnist mér.“ Dæmin sýni áhuga-og skilningsleysi á gegnsæi Of margir umgangist hagsmunaskráningu af léttúð og áhugaleysi en málið snúist um gegnsæi. Hvert einasta dæmi um mistök kjörinna fulltrúa við skráningu hagsmuna valdi skaða. „Það er það sem maður hefur mestar áhyggjur af, þessi ítrekaður klaufaskapur - og við skulum gefa okkur það að þetta séu mistök sem við heyrum af og alls engin ætlun á bakvið – en hann engu að síður eyðir því litla trausti sem enn er til staðar til kjörinna fulltrúa.“ Hann vilji, sem áður sagði, breyta vinnulagi en fyrst þurfi að fara fram viðhorfabreyting. „Það sem ég myndi vilja að gerðist fyrst er að kjörnum fulltrúum sé komið í skilning um hvers vegna er verið að þessu. Kæruleysið hlýtur að stafa af því að það er eitthvað skilningsleysi þarna til staðar.“ Verði að þekkja reglur í sínu starfsumhverfi Henry bendir þá á að fólk sem gegnir valdastöðu í samfélaginu beri skylda til að þekkja þær reglur sem gilda um þeirra starfsumhverfi. „Við sjáum þetta bara trekk í trekk og því miður oft hjá sömu einstaklingum sem segjast ekki hafa vitað, haldið að eitthvað væri í lagi og ekki vitað betur og svo framvegis en það er líka stundum á manns ábyrgð sjálfs að athuga hvernig hlutir eigi að vera og að athuga hvort ekki sé allt í lagi hjá manni. Þetta er spurning um að hafa allt á hreinu varðandi störf sín og starfsumhverfi.“ Í gegnum tíðina hefur borið á því að kjörnum fulltrúum hafi láðst að færa ákveðna þætti inn í hagsmunaskrá en lagfært síðar meir. Kjarninn sagði til dæmis frá því í júní 2021 að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi forseti Alþingis, hefði ekki skráð eignarhlut sinn í Marel og Stundin greindi frá því árið 2015 að Valgerður Gunnarsdóttir fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki skráð þriðjungseignarhlut eiginmanns hennar í rekstrarfélagi Húsavík Guesthouse sem rekur gistiheimili í íbúðarhúsi þeirra hjóna á Húsavík. Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. 12. apríl 2023 16:19 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Í gær greindi Heimildin frá því að mennta-og barnamálaráðherra hefði ekki skráð hús sem hann leigir út á 400 hundruð þúsund krónur á mánuði í hagsmunaskrá þingmanna. Sagði hann að þetta væru mistök sem verði leiðrétt. Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og rannsóknarsérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, segir málið ekki koma honum á óvart. „Rökin fyrir hagsmunaskráningu og hvers vegna við erum að þessu eru vel þekkt. Við viljum vita umsvif og tengsl kjörinna fulltrúa. Ástæðan er einfaldlega sú að sagan hefur kennt okkur að við getum ekki treyst kjörnum fulltrúum og þess vegna erum við að þessu.“ Kominn sé tími á að breyta vinnulagi við hagsmunaskráningu. „Við þurfum að fara út í það að þráspyrja kjörna fulltrúa. Það er of oft sem eitthvað fellur á milli og gleymist; þeir héldu að væri skráð og vissu ekki að væri skráð. Þeir virtust ekki einu sinni athuga sjálfir hvað væri í skráningunni. Það þarf að breyta vinnubrögðunum í kringum þetta sýnist mér.“ Dæmin sýni áhuga-og skilningsleysi á gegnsæi Of margir umgangist hagsmunaskráningu af léttúð og áhugaleysi en málið snúist um gegnsæi. Hvert einasta dæmi um mistök kjörinna fulltrúa við skráningu hagsmuna valdi skaða. „Það er það sem maður hefur mestar áhyggjur af, þessi ítrekaður klaufaskapur - og við skulum gefa okkur það að þetta séu mistök sem við heyrum af og alls engin ætlun á bakvið – en hann engu að síður eyðir því litla trausti sem enn er til staðar til kjörinna fulltrúa.“ Hann vilji, sem áður sagði, breyta vinnulagi en fyrst þurfi að fara fram viðhorfabreyting. „Það sem ég myndi vilja að gerðist fyrst er að kjörnum fulltrúum sé komið í skilning um hvers vegna er verið að þessu. Kæruleysið hlýtur að stafa af því að það er eitthvað skilningsleysi þarna til staðar.“ Verði að þekkja reglur í sínu starfsumhverfi Henry bendir þá á að fólk sem gegnir valdastöðu í samfélaginu beri skylda til að þekkja þær reglur sem gilda um þeirra starfsumhverfi. „Við sjáum þetta bara trekk í trekk og því miður oft hjá sömu einstaklingum sem segjast ekki hafa vitað, haldið að eitthvað væri í lagi og ekki vitað betur og svo framvegis en það er líka stundum á manns ábyrgð sjálfs að athuga hvernig hlutir eigi að vera og að athuga hvort ekki sé allt í lagi hjá manni. Þetta er spurning um að hafa allt á hreinu varðandi störf sín og starfsumhverfi.“ Í gegnum tíðina hefur borið á því að kjörnum fulltrúum hafi láðst að færa ákveðna þætti inn í hagsmunaskrá en lagfært síðar meir. Kjarninn sagði til dæmis frá því í júní 2021 að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi forseti Alþingis, hefði ekki skráð eignarhlut sinn í Marel og Stundin greindi frá því árið 2015 að Valgerður Gunnarsdóttir fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki skráð þriðjungseignarhlut eiginmanns hennar í rekstrarfélagi Húsavík Guesthouse sem rekur gistiheimili í íbúðarhúsi þeirra hjóna á Húsavík.
Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. 12. apríl 2023 16:19 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. 12. apríl 2023 16:19