Ósammála um óvissuferðina Máni Snær Þorláksson skrifar 13. apríl 2023 13:46 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Bjarni Benediktsson eru ósammála um framtíðina í efnahagsmálum. Vísir/Arnar/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra gefur lítið fyrir það sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, viðrar um efnahagsmálin í grein á Vísi í gær. Þorbjörg segir krónuna leiða af sér hærri vexti og fákeppni en Bjarni segir að hér dugi engar töfralausnir og ekki sé hægt að horfa til Evrópusambandsins í hvert skipti sem eitthvað bjátar á. „10 ára óvissuferð í boði Bjarna“ er yfirskriftin á greininni sem Þorbjörg skrifar og birt var á Vísi í gær. Í greininni fer Þorbjörg yfir stöðuna í efnahagsmálum hér á landi. Hún segir til að mynda að vextir hér hafi hækkað margfalt á við önnur ríki þar sem verðbólga er svipuð. Þorbjörg segir það vera staðreynd að hér á landi sé ekki jafnt gefið. Hér búi ein þjóð í krónuhagkerfi með hærri vöxtum og svo önnur, fyrirtækin sem gera sín viðskipti í öðrum gjaldmiðlum. „Alls eru þetta 248 fyrirtæki, þar á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Ástæða þess að fyrirtækin velja annan gjaldmiðil en krónu er einföld og mjög skiljanleg. Krónan kostar of mikið og er óútreiknanleg.“ Hún segir að vegna þessa hafi sífelldar vaxtahækkanir ekki áhrif á þessi fyrirtæki. Þær hafi hins vegar mikil áhrif á venjulegt fólk með húsnæðislán og þau fyrirtæki sem eru inni í krónuhagkerfinu. „Þetta eru litlu og meðalstóru fyrirtækin og fólkið sem er að reyna að eignast heimili. Fyrir venjulegt fólk er ekkert sem mælir með krónunni. Krónan leiðir af sér hærri vexti og fákeppni því erlend fyrirtæki vilja ekki starfa í krónuhagkerfinu. Þau vilja stöðugleika. Þar af leiðandi vantar heilbrigða samkeppni á tryggingamarkaði, bankamarkaði, matvörumarkaði og víðar. Krónan er ljósmóðir fákeppninnar.“ Komist alltaf að sömu niðurstöðunni Bjarni segir í sinni grein að um tímabundna verðbólgu sé að ræða. Hann segir að ástæða sé til að hughreysta þingmann Viðreisnar með „nokkrum staðreyndum og ábendingum um góða stöðu okkar Íslendinga og aðgerðir sem eru líklegar til þess að tryggja að allt fari vel á endanum, þrátt fyrir tímabundna verðbólgu.“ Þá segir Bjarni að grein Þorbjargar veiti ágæta innsýn í hugarheim þeirra sem hafa misst trú á getu Íslendinga til að ráða sínum málum sjálf, þar með talið að reka hér sjálfstæða peningastenu. „Þeir sem glatað hafa allri trú á getu Íslendinga til að leysa úr innanlandsmálum af eigin rammleik komast alltaf að sömu niðurstöðunni; það þurfi að ganga í Evrópusambandið og taka upp nýja mynt. Með því leysist sjálfkrafa úr okkar helstu vandamálum og við taki betri tímar.“ Bjarni segir svo að það megi ganga að því sem vísu að Evrópusinnar gefi í og hækki róminn þegar halla fer á efnahagsmálin. Hann minnist þá annars skiptis þar sem fólk talaði fyrir því að taka upp Evru hér á landi: „Þess er skemmst að minnast að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var sannfærð um að við myndum aldrei losna úr gjaldeyrishöftum án upptöku evru. En það gerðist nú samt skömmu eftir að kjósendur höfðu valið nýja stefnu og í kjölfarið varð staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum sú besta í lýðveldissögunni.“ Ósammála um framtíðina Þorbjörg fullyrðir í lok sinnar greinar að hallarekstur ríkissjóðs verði áfram staðreynd út árið 2027. Hún segir að á vakt Bjarna hafi orðið „ævintýraleg útgjaldaaukning“ og að afleiðing hennar sé mörg hundruð milljarða króna halli. „Allt gerist þetta á vakt flokksins sem treystir engum nema sjálfum sér til að fara vel með skattfé. Á vakt flokksins sem farið hefur með völd í fjármálaráðuneytinu, með stuttu hléi, síðastliðinn áratug.“ Bjarni virðist þó vera bjartsýnn. Hann segir að í ríkisfjármálum skipti mestu að bæta afkomuna, draga úr hallanum, fjárfesta í innviðum og skapa skilyrði fyrir verðmætasköpun í framtíðinni. „Allt þetta gengur vonum framar um þessar mundir,“ segir hann. Þá segir Bjarni að afkoma ríkissjóðs batni ár frá ári og sé langt á undan áætlun. Ríkissjóður muni skila afgangi að nýju á tímabilinu samkvæmt nýrri fjármálaáætlun. Framtíðin verði björt ef haldið verður áfram á sömu braut. „Næstu tíu ár gætu jafnvel orðið enn betri en þau síðustu,“ segir hann. Að lokum segir Bjarni að vissulega verði um óvissuferð að ræða eins og Þorbjörg segir. „En úrræðagóðu fólki standa allir vegir opnir,“ segir hann þó. Efnahagsmál Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
„10 ára óvissuferð í boði Bjarna“ er yfirskriftin á greininni sem Þorbjörg skrifar og birt var á Vísi í gær. Í greininni fer Þorbjörg yfir stöðuna í efnahagsmálum hér á landi. Hún segir til að mynda að vextir hér hafi hækkað margfalt á við önnur ríki þar sem verðbólga er svipuð. Þorbjörg segir það vera staðreynd að hér á landi sé ekki jafnt gefið. Hér búi ein þjóð í krónuhagkerfi með hærri vöxtum og svo önnur, fyrirtækin sem gera sín viðskipti í öðrum gjaldmiðlum. „Alls eru þetta 248 fyrirtæki, þar á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Ástæða þess að fyrirtækin velja annan gjaldmiðil en krónu er einföld og mjög skiljanleg. Krónan kostar of mikið og er óútreiknanleg.“ Hún segir að vegna þessa hafi sífelldar vaxtahækkanir ekki áhrif á þessi fyrirtæki. Þær hafi hins vegar mikil áhrif á venjulegt fólk með húsnæðislán og þau fyrirtæki sem eru inni í krónuhagkerfinu. „Þetta eru litlu og meðalstóru fyrirtækin og fólkið sem er að reyna að eignast heimili. Fyrir venjulegt fólk er ekkert sem mælir með krónunni. Krónan leiðir af sér hærri vexti og fákeppni því erlend fyrirtæki vilja ekki starfa í krónuhagkerfinu. Þau vilja stöðugleika. Þar af leiðandi vantar heilbrigða samkeppni á tryggingamarkaði, bankamarkaði, matvörumarkaði og víðar. Krónan er ljósmóðir fákeppninnar.“ Komist alltaf að sömu niðurstöðunni Bjarni segir í sinni grein að um tímabundna verðbólgu sé að ræða. Hann segir að ástæða sé til að hughreysta þingmann Viðreisnar með „nokkrum staðreyndum og ábendingum um góða stöðu okkar Íslendinga og aðgerðir sem eru líklegar til þess að tryggja að allt fari vel á endanum, þrátt fyrir tímabundna verðbólgu.“ Þá segir Bjarni að grein Þorbjargar veiti ágæta innsýn í hugarheim þeirra sem hafa misst trú á getu Íslendinga til að ráða sínum málum sjálf, þar með talið að reka hér sjálfstæða peningastenu. „Þeir sem glatað hafa allri trú á getu Íslendinga til að leysa úr innanlandsmálum af eigin rammleik komast alltaf að sömu niðurstöðunni; það þurfi að ganga í Evrópusambandið og taka upp nýja mynt. Með því leysist sjálfkrafa úr okkar helstu vandamálum og við taki betri tímar.“ Bjarni segir svo að það megi ganga að því sem vísu að Evrópusinnar gefi í og hækki róminn þegar halla fer á efnahagsmálin. Hann minnist þá annars skiptis þar sem fólk talaði fyrir því að taka upp Evru hér á landi: „Þess er skemmst að minnast að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var sannfærð um að við myndum aldrei losna úr gjaldeyrishöftum án upptöku evru. En það gerðist nú samt skömmu eftir að kjósendur höfðu valið nýja stefnu og í kjölfarið varð staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum sú besta í lýðveldissögunni.“ Ósammála um framtíðina Þorbjörg fullyrðir í lok sinnar greinar að hallarekstur ríkissjóðs verði áfram staðreynd út árið 2027. Hún segir að á vakt Bjarna hafi orðið „ævintýraleg útgjaldaaukning“ og að afleiðing hennar sé mörg hundruð milljarða króna halli. „Allt gerist þetta á vakt flokksins sem treystir engum nema sjálfum sér til að fara vel með skattfé. Á vakt flokksins sem farið hefur með völd í fjármálaráðuneytinu, með stuttu hléi, síðastliðinn áratug.“ Bjarni virðist þó vera bjartsýnn. Hann segir að í ríkisfjármálum skipti mestu að bæta afkomuna, draga úr hallanum, fjárfesta í innviðum og skapa skilyrði fyrir verðmætasköpun í framtíðinni. „Allt þetta gengur vonum framar um þessar mundir,“ segir hann. Þá segir Bjarni að afkoma ríkissjóðs batni ár frá ári og sé langt á undan áætlun. Ríkissjóður muni skila afgangi að nýju á tímabilinu samkvæmt nýrri fjármálaáætlun. Framtíðin verði björt ef haldið verður áfram á sömu braut. „Næstu tíu ár gætu jafnvel orðið enn betri en þau síðustu,“ segir hann. Að lokum segir Bjarni að vissulega verði um óvissuferð að ræða eins og Þorbjörg segir. „En úrræðagóðu fólki standa allir vegir opnir,“ segir hann þó.
Efnahagsmál Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira