Innlent

Nakin kona og grun­­sam­­legur blað­beri í Breið­holti

Bjarki Sigurðsson skrifar
Loftmynd af Breiðholti.
Loftmynd af Breiðholti. Vísir/Vilhelm

Í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um nakta konu á stigagangi í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Konan fannst ekki er komið var á staðinn. Þá var einnig tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í sama hverfi en lýsingin reyndist passa við blaðbera sem var við útburð.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir verkefni embættisins frá klukkan fimm í morgun til klukkan fimm í dag. 

Nokkur umferðarslys áttu sér stað í dag. Ökumaður ók bifreið sinni á húsvegg í Árbænum en var ók í burtu áður en lögregla kom á staðinn. Þá keyrði bifreið á reiðhjól í Hafnarfirði en hjólreiðamaðurinn var færður til skoðunar á spítala. 

Tilkynnt var um nokkur innbrot, þar á meðal í miðbæ Reykjavíkur og í Árbænum. Nokkrum sinnum var tilkynnt um hávaða í heimahúsi en leysti lögreglan málið í hvert skipti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×