Gaf ókunnugri stúlku hundrað ára fiðlu fyrir námið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. apríl 2023 21:01 Arndísi brá nokkuð við að fá gjöfina frá Halldóri. Halldór Guðmundsson leigubílstjóri gaf fyrir páska hinni fimmtán ára gömlu Arndísi Snorradóttur hundrað ára gamla fiðlu. Þau þekkjast ekki neitt en hún var að safna fé fyrir námskeiði hljóðfæranámi. Góðverkið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. „Fyrir mörgum árum síðan byrjaði ég að safna hljóðfærum. Ég ætlaði að opna bar fyrir hljómlistarfólk. Þessi fiðla rataði í hendurnar á mér þá,“ segir Halldór aðspurður um hvernig hann fékk fiðluna. Sjálfur kann hann ekki að spila á fiðlu. Þegar hann sá auglýsingu þar sem Arndís var að safna dósum fyrir námskeiði ákvað hann að gefa henni fiðluna. Annað hvort til að nota í náminu eða til að selja upp í skólagjöldin. Fannst honum það fallegt að ungt fólk skildi leggja mikið á sig til þess að geta stundað tónlistarnám. Var geymd á háalofti Viðbrögðin hafi verið mjög góð. „Hún var ofboðslega ánægð,“ segir Halldór. Halldór segist ekki vitað hvers virði fiðlan sé. Hún er þó ekki á pari við verð Stradivarius fiðlu. „Ég fór með fiðluna til fiðlusmiðs og þar var mér sagt að hún væri frá um 1924 til 1930,“ segir Halldór. „Ég þekki ekki sögu fiðlunnar nema að hún hafði verið geymd uppi á háalofti hjá fyrrverandi eiganda í þó nokkuð langan tíma.“ Mjög flott fiðla Arndís segist hafa brugðið nokkuð þegar hinn ókunnugi maður kom og gaf henni gjöfina. „Mér fannst flott af honum að gefa mér fiðluna. Hún er hundrað ára gömul og er mjög flott,“ segir Arndís. Arndís er á tólfta ári í tónlistarnámi og stundar nú nám við Menntaskólann í tónlist, MÍT. Hún er hins vegar ekki að læra á fiðlu heldur víólu, sem er skylt hljóðfæri. Arndís segist ekki vera alveg viss um hvort hún ætlar að halda gripnum eða selja hann. „Fiðlan gæti verið dýrmæt af því að hún er svolítið gömul. Annað hvort ætla ég að eiga hana eða selja fyrir námið,“ segir hún. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
„Fyrir mörgum árum síðan byrjaði ég að safna hljóðfærum. Ég ætlaði að opna bar fyrir hljómlistarfólk. Þessi fiðla rataði í hendurnar á mér þá,“ segir Halldór aðspurður um hvernig hann fékk fiðluna. Sjálfur kann hann ekki að spila á fiðlu. Þegar hann sá auglýsingu þar sem Arndís var að safna dósum fyrir námskeiði ákvað hann að gefa henni fiðluna. Annað hvort til að nota í náminu eða til að selja upp í skólagjöldin. Fannst honum það fallegt að ungt fólk skildi leggja mikið á sig til þess að geta stundað tónlistarnám. Var geymd á háalofti Viðbrögðin hafi verið mjög góð. „Hún var ofboðslega ánægð,“ segir Halldór. Halldór segist ekki vitað hvers virði fiðlan sé. Hún er þó ekki á pari við verð Stradivarius fiðlu. „Ég fór með fiðluna til fiðlusmiðs og þar var mér sagt að hún væri frá um 1924 til 1930,“ segir Halldór. „Ég þekki ekki sögu fiðlunnar nema að hún hafði verið geymd uppi á háalofti hjá fyrrverandi eiganda í þó nokkuð langan tíma.“ Mjög flott fiðla Arndís segist hafa brugðið nokkuð þegar hinn ókunnugi maður kom og gaf henni gjöfina. „Mér fannst flott af honum að gefa mér fiðluna. Hún er hundrað ára gömul og er mjög flott,“ segir Arndís. Arndís er á tólfta ári í tónlistarnámi og stundar nú nám við Menntaskólann í tónlist, MÍT. Hún er hins vegar ekki að læra á fiðlu heldur víólu, sem er skylt hljóðfæri. Arndís segist ekki vera alveg viss um hvort hún ætlar að halda gripnum eða selja hann. „Fiðlan gæti verið dýrmæt af því að hún er svolítið gömul. Annað hvort ætla ég að eiga hana eða selja fyrir námið,“ segir hún.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira