Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. apríl 2023 12:03 Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir. Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. Í síðustu viku var staðfest að riða hefði komið upp á Bergsstöðum. Í samtali við fréttastofu sagði bóndi á bænum málið átakanlegt þar sem áratuga starf í sauðfjárrækt væri þar með fyrir bí. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, staðfestir að allar tæplega sjö hundruð kindur bæjarins hafi nú verið aflífaðar. „Það var klárað í gær. Það er búið að aflífa allt á bænum og að auki tuttugu kindur sem höfðu verið fluttar á aðra bæi og voru enn á lífi,“ segir Sigurborg. Viðamikið hreinsunarstarf er fram undan og sýni úr hverri einustu kind verður rannsakað til að varpa ljósi á umfangið. „Við erum uggangi yfir því að þetta hafi borist á aðra bæi í hólfinu. Þessi sýni sem höfðu verið tekin úr kindum sem höfðu verið fluttar á aðra bæi eru því í forgangi. Ef það greinist í þeim er það alvarlegt mál og viðkomandi bær er þá undir. Ef það greinist ekki andar maður aðeins léttar. En þó að það finnist ekki er ekki þar með sagt að það sé ekkert smitefni í þeim. Þannig að það verður aukin vöktun á þessu bæjum og í öllu hólfinu,“ segir Sigurborg. Þungar hömlur næstu 20 ár Hún telur að sjö bæir séu þarna undir og greinist riða þar hefði það sambærilegar afleiðingar og á Bergsstöðum. Niðurstaða liggi vonandi fyrir innan tveggja vikna. Sigurborg segir þetta tilfelli frábrugðið því sem hefur komið upp á síðustu árum að því leyti að riða hefur ekki áður greinst í Miðfjarðarhólfi. Engar hömlur voru því á flutningum innan hólfsins og þar með er meiri hætta á dreifingu. Nú blasa hins vegar þungar hömlur við næstu tuttugu árin. „Það verður bannað að flytja lifandi fé á milli bæja og í rauninni allt sem getur borið með sér smitefni; tæki, tól, hey, hálm, torf og svo framvegis.“ Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Í síðustu viku var staðfest að riða hefði komið upp á Bergsstöðum. Í samtali við fréttastofu sagði bóndi á bænum málið átakanlegt þar sem áratuga starf í sauðfjárrækt væri þar með fyrir bí. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, staðfestir að allar tæplega sjö hundruð kindur bæjarins hafi nú verið aflífaðar. „Það var klárað í gær. Það er búið að aflífa allt á bænum og að auki tuttugu kindur sem höfðu verið fluttar á aðra bæi og voru enn á lífi,“ segir Sigurborg. Viðamikið hreinsunarstarf er fram undan og sýni úr hverri einustu kind verður rannsakað til að varpa ljósi á umfangið. „Við erum uggangi yfir því að þetta hafi borist á aðra bæi í hólfinu. Þessi sýni sem höfðu verið tekin úr kindum sem höfðu verið fluttar á aðra bæi eru því í forgangi. Ef það greinist í þeim er það alvarlegt mál og viðkomandi bær er þá undir. Ef það greinist ekki andar maður aðeins léttar. En þó að það finnist ekki er ekki þar með sagt að það sé ekkert smitefni í þeim. Þannig að það verður aukin vöktun á þessu bæjum og í öllu hólfinu,“ segir Sigurborg. Þungar hömlur næstu 20 ár Hún telur að sjö bæir séu þarna undir og greinist riða þar hefði það sambærilegar afleiðingar og á Bergsstöðum. Niðurstaða liggi vonandi fyrir innan tveggja vikna. Sigurborg segir þetta tilfelli frábrugðið því sem hefur komið upp á síðustu árum að því leyti að riða hefur ekki áður greinst í Miðfjarðarhólfi. Engar hömlur voru því á flutningum innan hólfsins og þar með er meiri hætta á dreifingu. Nú blasa hins vegar þungar hömlur við næstu tuttugu árin. „Það verður bannað að flytja lifandi fé á milli bæja og í rauninni allt sem getur borið með sér smitefni; tæki, tól, hey, hálm, torf og svo framvegis.“
Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira