Hækkar yfirdráttinn til að sjá tvíburana sína á EM Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 07:30 Snædís María Jörundsdóttir með boltann í leik með Stjörnunni í fyrra. Hún er á leið á EM í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fótboltatvíburar úr Garðabæ munu spila fyrir Íslands hönd í lokakeppnum Evrópumóts U19-landsliða í sumar. Þau Snædís María og Sigurbergur Áki eiga ekki langt að sækja íþróttahæfileikana. Það telst til mikilla tíðinda að Ísland komist í lokakeppni EM í fótbolta en í sumar munu bæði U19-landslið kvenna og karla spila þar. Karlaliðið spilar á Möltu á mótinu sem fram fer 3.-16. júlí en kvennaliðið í Belgíu 18.-30. júlí. Þetta þýðir að EM-ævintýri verður stór hluti af sumrinu hjá fjölskyldu þeirra Snædísar og Sigurbergs en foreldrar þeirra eru Herdís Sigurbergsdóttir og Jörundur Áki Sveinsson. Herdís er fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta og Jörundur Áki þjálfaði á sínum tíma meðal annars kvennalandslið Íslands í fótbolta og er í dag yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ. Foreldrarnir ætla sér að sjálfsögðu að vera á báðum mótum og fylgja tvíburunum eftir. „Ég er að fara að hækka yfirdráttinn og verð á Möltu og í Belgíu allan júlímánuð,“ segir Herdís í samtali við RÚV. Hún var viðstödd í Danmörku á dögunum þegar íslensku stelpurnar tryggðu sig inn á EM og hún var einnig í Englandi þegar strákaliðið kom sér á sitt EM. Jörundur Áki segir við RÚV að hann búist einnig við því að mæta á bæði mótin. „Ég reikna með því starfsins vegna en færi að sjálfsögðu út sem stoltur faðir,“ segir Jörundur. Sigurbergur og Snædís, sem urðu 19 ára í síðasta mánuði, spila bæði með Stjörnunni. Sigurbergur kom inn á sem varamaður í tapinu gegn Víkingi í gær, í fyrstu umferð Bestu deildar karla, en hann var að láni hjá Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. Snædís var að láni hjá Keflavík seinni hluta síðustu leiktíðar en hefur þegar leikið 37 leiki í efstu deild og þar af eru 30 fyrir Stjörnuna. Hún hefur leikið 13 leiki fyrir U19-landsliðið og skorað í þeim 5 mörk, og Sigurbergur á að baki 10 leiki fyrir U19-landsliðið. Þess má geta að Sigurbergur og Snædís eru ekki einu systkinin sem búast má við að spili á Evrópumótunum í sumar því þau Orri Steinn og Emelía Óskarsbörn verða þar eflaust einnig. Þau eru börn Laufeyjar Kristjánsdóttur og Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem stýrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla. Stjarnan Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Það telst til mikilla tíðinda að Ísland komist í lokakeppni EM í fótbolta en í sumar munu bæði U19-landslið kvenna og karla spila þar. Karlaliðið spilar á Möltu á mótinu sem fram fer 3.-16. júlí en kvennaliðið í Belgíu 18.-30. júlí. Þetta þýðir að EM-ævintýri verður stór hluti af sumrinu hjá fjölskyldu þeirra Snædísar og Sigurbergs en foreldrar þeirra eru Herdís Sigurbergsdóttir og Jörundur Áki Sveinsson. Herdís er fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta og Jörundur Áki þjálfaði á sínum tíma meðal annars kvennalandslið Íslands í fótbolta og er í dag yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ. Foreldrarnir ætla sér að sjálfsögðu að vera á báðum mótum og fylgja tvíburunum eftir. „Ég er að fara að hækka yfirdráttinn og verð á Möltu og í Belgíu allan júlímánuð,“ segir Herdís í samtali við RÚV. Hún var viðstödd í Danmörku á dögunum þegar íslensku stelpurnar tryggðu sig inn á EM og hún var einnig í Englandi þegar strákaliðið kom sér á sitt EM. Jörundur Áki segir við RÚV að hann búist einnig við því að mæta á bæði mótin. „Ég reikna með því starfsins vegna en færi að sjálfsögðu út sem stoltur faðir,“ segir Jörundur. Sigurbergur og Snædís, sem urðu 19 ára í síðasta mánuði, spila bæði með Stjörnunni. Sigurbergur kom inn á sem varamaður í tapinu gegn Víkingi í gær, í fyrstu umferð Bestu deildar karla, en hann var að láni hjá Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. Snædís var að láni hjá Keflavík seinni hluta síðustu leiktíðar en hefur þegar leikið 37 leiki í efstu deild og þar af eru 30 fyrir Stjörnuna. Hún hefur leikið 13 leiki fyrir U19-landsliðið og skorað í þeim 5 mörk, og Sigurbergur á að baki 10 leiki fyrir U19-landsliðið. Þess má geta að Sigurbergur og Snædís eru ekki einu systkinin sem búast má við að spili á Evrópumótunum í sumar því þau Orri Steinn og Emelía Óskarsbörn verða þar eflaust einnig. Þau eru börn Laufeyjar Kristjánsdóttur og Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem stýrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla.
Stjarnan Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira