„Haltu kjafti, þú ert ömurlegur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2023 09:00 Vincius Jr. og Gavi voru orðnir ansi nánir í leiknum í gær. Vísir/Getty Vincius Jr. skoraði eitt mark fyrir Real Madrid þegar liðið vann 4-0 stórsigur á Barcelona á Nou Camp í fyrrakvöld. Hann lenti í útistöðum við Gavi í leiknum og lét Spánverjann unga heyra það svo um munaði. Real Madrid sló Barcelona út úr spænska konungsbikarnum á miðvikudagskvöldið eftir 4-0 stórsigur á Nou Camp. Karim Benzema skoraði þrennu í leiknum en Vinicius Jr. kom Real á bragðið þegar hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Vinicius Jr. lenti í útistöðum við Gavi, ungstirni Barcelona, í leiknum og fékk gult spjald í fyrri hálfleiknum. Undir lok leiksins var honum svo skipt af velli og þá sauð upp úr. „Haltu kjafti, þú ert ömurlegur,“ öskraði Vinicius að Gavi og þurftu liðsfélagar hans að halda honum til að koma í veg fyrir að hann nældi sér í annað gult spjald. Þetta var ekki það eina sem Vinicius Jr. sagði í leiknum og fór hegðun hans í taugarnar á mótherjum hans. „Vinicius þarf að einbeita sér að fótbolta. Hann er frábær leikmaður en ég varð pirraður í dag því hann sagði ýmislegt við okkar leikmenn allan leikinn,“ sagði Ronald Arajuo varnarmaður Barcelona eftir leik. Gríðarlegur fögnuður eftir ræðu Ancelotti Skiljanlega var stemmningin í klefa Real í hæstu hæðum eftir sigurinn á heimavelli erkifjendanna. Leikmenn dönsuðu í búningsklefanum með þá Eder Militao og Antonio Rudiger fremsta í flokki. Real Madrid mætir Osasuna í úrslitaleik konungsbikarsins þann 6. maí. Dressing room vibes @realmadrid pic.twitter.com/QJO0g7GOxi— 433 (@433) April 6, 2023 Það ætlaði síðan allt um koll að keyra í klefanum þegar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real, hélt sína ræðu í klefanum. Ancelotti nýtur mikillar virðingar innan leikmannahóps Real en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Brasilíu að undanförnu. „Í fyrsta lagi er ég stoltur. Í öðru lagi þá laug ég að ykkur, þetta var ekki úrslitaleikur. Þetta voru undanúrslit og við eigum einn úrslitaleik eftir. Í þriðja lagi, hlustið vel, á morgun er frí!“ sagði Ancelotti og leikmennirnir fögnuðu sem óðir væru. The biggest cheer of the night: Real Madrid s players when Ancelotti gives them the day off pic.twitter.com/zru6l1gBCH— The Spanish Football Podcast (@tsf_podcast) April 6, 2023 Spænski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Sjá meira
Real Madrid sló Barcelona út úr spænska konungsbikarnum á miðvikudagskvöldið eftir 4-0 stórsigur á Nou Camp. Karim Benzema skoraði þrennu í leiknum en Vinicius Jr. kom Real á bragðið þegar hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Vinicius Jr. lenti í útistöðum við Gavi, ungstirni Barcelona, í leiknum og fékk gult spjald í fyrri hálfleiknum. Undir lok leiksins var honum svo skipt af velli og þá sauð upp úr. „Haltu kjafti, þú ert ömurlegur,“ öskraði Vinicius að Gavi og þurftu liðsfélagar hans að halda honum til að koma í veg fyrir að hann nældi sér í annað gult spjald. Þetta var ekki það eina sem Vinicius Jr. sagði í leiknum og fór hegðun hans í taugarnar á mótherjum hans. „Vinicius þarf að einbeita sér að fótbolta. Hann er frábær leikmaður en ég varð pirraður í dag því hann sagði ýmislegt við okkar leikmenn allan leikinn,“ sagði Ronald Arajuo varnarmaður Barcelona eftir leik. Gríðarlegur fögnuður eftir ræðu Ancelotti Skiljanlega var stemmningin í klefa Real í hæstu hæðum eftir sigurinn á heimavelli erkifjendanna. Leikmenn dönsuðu í búningsklefanum með þá Eder Militao og Antonio Rudiger fremsta í flokki. Real Madrid mætir Osasuna í úrslitaleik konungsbikarsins þann 6. maí. Dressing room vibes @realmadrid pic.twitter.com/QJO0g7GOxi— 433 (@433) April 6, 2023 Það ætlaði síðan allt um koll að keyra í klefanum þegar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real, hélt sína ræðu í klefanum. Ancelotti nýtur mikillar virðingar innan leikmannahóps Real en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Brasilíu að undanförnu. „Í fyrsta lagi er ég stoltur. Í öðru lagi þá laug ég að ykkur, þetta var ekki úrslitaleikur. Þetta voru undanúrslit og við eigum einn úrslitaleik eftir. Í þriðja lagi, hlustið vel, á morgun er frí!“ sagði Ancelotti og leikmennirnir fögnuðu sem óðir væru. The biggest cheer of the night: Real Madrid s players when Ancelotti gives them the day off pic.twitter.com/zru6l1gBCH— The Spanish Football Podcast (@tsf_podcast) April 6, 2023
Spænski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Sjá meira