Kallar Eddu „ofbeldisblaðamann“ og sakar hana um ritstuld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2023 07:32 Eva sakar Eddu um ritstuld. Eva Hauksdóttir lögmaður kallar Eddu Falak, hlaðvarpsstjórnanda og blaðamann Heimildarinnar, „ofbeldisblaðamann“ í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun og sakar hana jafnframt um ritstuld. Í greininni gengst Eva við því að hafa sent Heimildinni „beiðni“ fyrir hönd Frosta Logasonar um aðgang að textasamskiptum milli hans og fyrrverandi kærustu hans, sem byggt var á í umfjöllun Eddu um samskipti þeirra á milli. Eva ítrekar að um „beiðni“ hafi verið að ræða, ekki „kröfu“, líkt og forsvarsmenn Heimildarinnar, sem hún kallar „grenjuskóður“, hafi haldið fram. Vísar hún þar til viðtals mbl.is við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, annars ritstjóra Heimildarinnar, þar sem Ingibjörg sagði meðal annars: „Það sem gerðist hérna er að maður sem á harma að hefna gagnvart Eddu Falak og Heimildinni, og hefur ráðið lögmann til að beita sér gegn Heimildinni, setur fram alls konar ásakanir á hendur Eddu Falak og kallar hana persónuleikaraskaða. Þetta er þessi andstæða við MeToo sem er að birtast.“ „Nú er komið á daginn að ofbeldisblaðamaður Heimildarinnar, er ekki aðeins lygalaupur heldur ritþjófur líka,“ heldur Eva svo áfram. „Meistararitgerð baráttukonunnar sem ekki þurfti að velja á milli virtrar stöðu í fjármálageiranum og kroppamynda á Instagram er reyndar ekki bein afritun. Hún er þó sláandi lík ritgerð annars Íslendings sem útskrifaðist frá sama skóla nokkrum árum fyrr bæði hvað varðar efnistök og byggingu, auk þess sem orðalagið er víða mjög svipað.“ Bendir Eva á nokkur dæmi og segir um ritstuld að ræða. Hann sé ekki tilkominn vegna vankunnáttu hvað varðar meðferð heimilda heldur hafi Edda reynt að hylja slóð sína, meðal annars með því að geta ekki fyrirmyndarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvaða veigrunarorð Heimildin mun nota til sannleiksförðunar í þetta sinn. Hvernig getum við látið ritstuld hljóma sem eitthvað svona alltílæ? Eigum við að kalla þetta höfundaskörun? Ritnám? Heimildaóreiðu? Eða er ritstuldurinn kannski bara stúdentasprell, einhver svona sniðugheit sem eingöngu hinum rétthugsandi líðast, líkt og brandari blaðamannsins um að gera Gunnar Nelson út af örkinni til að afgreiða þá sem gagnrýna hana? Ég leyfi mér að efast um að sú fyndni þætti umberanleg af hálfu einhvers sem ekki tilheyrir feminísku rétttrúnaðarkirkjunni,“ segir Eva. MeToo Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í greininni gengst Eva við því að hafa sent Heimildinni „beiðni“ fyrir hönd Frosta Logasonar um aðgang að textasamskiptum milli hans og fyrrverandi kærustu hans, sem byggt var á í umfjöllun Eddu um samskipti þeirra á milli. Eva ítrekar að um „beiðni“ hafi verið að ræða, ekki „kröfu“, líkt og forsvarsmenn Heimildarinnar, sem hún kallar „grenjuskóður“, hafi haldið fram. Vísar hún þar til viðtals mbl.is við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, annars ritstjóra Heimildarinnar, þar sem Ingibjörg sagði meðal annars: „Það sem gerðist hérna er að maður sem á harma að hefna gagnvart Eddu Falak og Heimildinni, og hefur ráðið lögmann til að beita sér gegn Heimildinni, setur fram alls konar ásakanir á hendur Eddu Falak og kallar hana persónuleikaraskaða. Þetta er þessi andstæða við MeToo sem er að birtast.“ „Nú er komið á daginn að ofbeldisblaðamaður Heimildarinnar, er ekki aðeins lygalaupur heldur ritþjófur líka,“ heldur Eva svo áfram. „Meistararitgerð baráttukonunnar sem ekki þurfti að velja á milli virtrar stöðu í fjármálageiranum og kroppamynda á Instagram er reyndar ekki bein afritun. Hún er þó sláandi lík ritgerð annars Íslendings sem útskrifaðist frá sama skóla nokkrum árum fyrr bæði hvað varðar efnistök og byggingu, auk þess sem orðalagið er víða mjög svipað.“ Bendir Eva á nokkur dæmi og segir um ritstuld að ræða. Hann sé ekki tilkominn vegna vankunnáttu hvað varðar meðferð heimilda heldur hafi Edda reynt að hylja slóð sína, meðal annars með því að geta ekki fyrirmyndarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvaða veigrunarorð Heimildin mun nota til sannleiksförðunar í þetta sinn. Hvernig getum við látið ritstuld hljóma sem eitthvað svona alltílæ? Eigum við að kalla þetta höfundaskörun? Ritnám? Heimildaóreiðu? Eða er ritstuldurinn kannski bara stúdentasprell, einhver svona sniðugheit sem eingöngu hinum rétthugsandi líðast, líkt og brandari blaðamannsins um að gera Gunnar Nelson út af örkinni til að afgreiða þá sem gagnrýna hana? Ég leyfi mér að efast um að sú fyndni þætti umberanleg af hálfu einhvers sem ekki tilheyrir feminísku rétttrúnaðarkirkjunni,“ segir Eva.
MeToo Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira