Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2023 14:55 Þingflokksformenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra á Alþingi. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins, Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem gengnir embætti þingflokksformanns Samfylkingarinnar í fjarveru Loga Einarssonar sem staddur með utanríkismálanefnd í Washington og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata lögðu tillöguna fram rétt fyrir þingfund sem er á dagskrá klukkan þrjú. Miklar umræður voru á Alþingi í gær eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis gerði grein fyrir minnisblaði frá skrifstofu Alþingis um vægi þingskaparlaga gagnvart öðrum lögum.Þórunn sagði minnisblaðið staðfesta að enginn, hvorki dómsmálaráðherra né aðrir, væri undanþegin því að afhenda Alþingi gögn vegna lagasetningar væri þess óskað. Óskað var eftir áliti skrifstofu Alþingis vegna deilna þingmanna og allsherjar- og menntamálanefndar við dómsmálaráðherra í tengslum við afhendingu gagna frá Útlendingastofnun um umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Þórunn og fleiri þingmenn sögðu í gær að Jón Gunnarsson hefði viðurkennt opinberlega að hafa sagt Útlendingastofnun að afhenda Alþingi ekki gögnin og þar með brotið þingskaparlög samkvæmt minnisblaðinu. Upphófust mjög heitar umræður um málið undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir engar skattalagabreytingar sem bitna á launafólki verða gerðar.Stöð 2/Arnar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra varði gjörðir dómsmálaráðherra og sagði málið ekki snúast um þetta. Vegna mikillar fjölgunar umsókna hefði Útlendingastofnun einfaldlega ekki undan við að skoða þær. Í umræðunum sagði dómsmálaráðherra nauðsynlegt að skoða möguleg tengsl nefndarfólks við það fólk sem hefði verið veittur ríkisborgararéttur. „Var mögulegt að einhverjir hefðu komið að borðinu áður með atvinnu eða vinnu við að sinna þeim hælisleitendum sem voru að fá veitingu á ríkisborgararétti. Hafa mönnum borist einhver sérstakur þakklætisvottur fyrir að veita ríkisborgararétt," spurði dómsmálaráðherra í gær og uppskar frammíköll frá hneyksluðum þingmönnum. Helga Vala Helgadóttir þingmaður var ein þeirra þingmanna sem bar af sér sakir á Alþingi í gær eftir ummæli dómsmálaráðherra um meint tengsl þingmanna við umsækjendur um ríkisborgararétt.Vísir/Vilhelm Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar undraðist að forseti léti það viðgangast að dómsmálaráðherra kæmi fram með atvinnuróg og dylgjur um þingmenn. „Endurtekur slúðrið og lygina eins langt og það nær og eins lengi og hann getur í þeirri von að kjósendur trúi því. Lægra er ekki hægt að leggjast hér á hinum háa Alþingi hæstvirtur forseti. Og forseti lætur það viðgangast að hæstvirtur dómsmálaráðherra rægi þingmenn úr ræðustól Alþingis," sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir. Eftir lok umræðunnar baðst Jón hálfpartinn afsökunar á þessum ummælum sínum á Facebook síðu sinni síðdegis í gær. Vantrauststillögur á ráðherra ber að taka fyrir eins fljótt og auðið er og má því reikna með að umræður um tillöguna fari fram á Alþingi fyrir helgi. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Finnst réttast að dómsmálaráðherra stígi til hliðar Stjórnarandstaðan íhugar nú hvaða skref verða stigin til að draga dómsmálaráðherra til ábyrgðar eftir að skrifstofa þingsins fjallaði um í minnisblaði að honum væri skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan tiltekins frests í máli sem tengist veitingu ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Pírata finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar. 29. mars 2023 12:10 „Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar í húsakynnum Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins, Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem gengnir embætti þingflokksformanns Samfylkingarinnar í fjarveru Loga Einarssonar sem staddur með utanríkismálanefnd í Washington og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata lögðu tillöguna fram rétt fyrir þingfund sem er á dagskrá klukkan þrjú. Miklar umræður voru á Alþingi í gær eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis gerði grein fyrir minnisblaði frá skrifstofu Alþingis um vægi þingskaparlaga gagnvart öðrum lögum.Þórunn sagði minnisblaðið staðfesta að enginn, hvorki dómsmálaráðherra né aðrir, væri undanþegin því að afhenda Alþingi gögn vegna lagasetningar væri þess óskað. Óskað var eftir áliti skrifstofu Alþingis vegna deilna þingmanna og allsherjar- og menntamálanefndar við dómsmálaráðherra í tengslum við afhendingu gagna frá Útlendingastofnun um umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Þórunn og fleiri þingmenn sögðu í gær að Jón Gunnarsson hefði viðurkennt opinberlega að hafa sagt Útlendingastofnun að afhenda Alþingi ekki gögnin og þar með brotið þingskaparlög samkvæmt minnisblaðinu. Upphófust mjög heitar umræður um málið undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir engar skattalagabreytingar sem bitna á launafólki verða gerðar.Stöð 2/Arnar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra varði gjörðir dómsmálaráðherra og sagði málið ekki snúast um þetta. Vegna mikillar fjölgunar umsókna hefði Útlendingastofnun einfaldlega ekki undan við að skoða þær. Í umræðunum sagði dómsmálaráðherra nauðsynlegt að skoða möguleg tengsl nefndarfólks við það fólk sem hefði verið veittur ríkisborgararéttur. „Var mögulegt að einhverjir hefðu komið að borðinu áður með atvinnu eða vinnu við að sinna þeim hælisleitendum sem voru að fá veitingu á ríkisborgararétti. Hafa mönnum borist einhver sérstakur þakklætisvottur fyrir að veita ríkisborgararétt," spurði dómsmálaráðherra í gær og uppskar frammíköll frá hneyksluðum þingmönnum. Helga Vala Helgadóttir þingmaður var ein þeirra þingmanna sem bar af sér sakir á Alþingi í gær eftir ummæli dómsmálaráðherra um meint tengsl þingmanna við umsækjendur um ríkisborgararétt.Vísir/Vilhelm Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar undraðist að forseti léti það viðgangast að dómsmálaráðherra kæmi fram með atvinnuróg og dylgjur um þingmenn. „Endurtekur slúðrið og lygina eins langt og það nær og eins lengi og hann getur í þeirri von að kjósendur trúi því. Lægra er ekki hægt að leggjast hér á hinum háa Alþingi hæstvirtur forseti. Og forseti lætur það viðgangast að hæstvirtur dómsmálaráðherra rægi þingmenn úr ræðustól Alþingis," sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir. Eftir lok umræðunnar baðst Jón hálfpartinn afsökunar á þessum ummælum sínum á Facebook síðu sinni síðdegis í gær. Vantrauststillögur á ráðherra ber að taka fyrir eins fljótt og auðið er og má því reikna með að umræður um tillöguna fari fram á Alþingi fyrir helgi.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Finnst réttast að dómsmálaráðherra stígi til hliðar Stjórnarandstaðan íhugar nú hvaða skref verða stigin til að draga dómsmálaráðherra til ábyrgðar eftir að skrifstofa þingsins fjallaði um í minnisblaði að honum væri skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan tiltekins frests í máli sem tengist veitingu ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Pírata finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar. 29. mars 2023 12:10 „Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar í húsakynnum Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Finnst réttast að dómsmálaráðherra stígi til hliðar Stjórnarandstaðan íhugar nú hvaða skref verða stigin til að draga dómsmálaráðherra til ábyrgðar eftir að skrifstofa þingsins fjallaði um í minnisblaði að honum væri skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan tiltekins frests í máli sem tengist veitingu ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Pírata finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar. 29. mars 2023 12:10
„Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33
Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30