Sænski landsliðsþjálfarinn segist ekki vera rasisti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2023 12:00 Janne Andersson svaraði fyrir umtalað viðtal á blaðamannafundi í dag. getty/Linnea Rheborg Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins, segir að hann hafi brugðist rangt við í viðtali við Viaplay eftir leikinn gegn Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024. Þá þvertekur hann fyrir að hafa ætlað að beita sérfræðing Viaplay kynþáttaníði. Svíþjóð vann Aserbaídsjan 5-0 í gær. Úrslitin hafa þó fallið í skuggann af atviki sem átti sér stað þegar Andersson kom í viðtal til Viaplay eftir leikinn. Þar lenti hann í orðaskaki við Bojan Djordjic vegna spiltíma Jespers Karlsson. Andersson var ósáttur við spurningar Djordjic og spurði hann á móti með hverjum hann héldi sem Djordjic var ósáttur við en hann á ættir að rekja til Serbíu. Andersson gekk á endanum út úr viðtalinu. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði landsliðsþjálfarinn áður en hann strunsaði burt. Andersson boðaði til blaðamannafundar í hádeginu þar sem hann reyndi að skýra mál sitt. Hann baðst samt eiginlega ekki afsökunar en sagðist hafa reynt að setja sig í samband við Djordjic. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. „Ég fæ svona spurningar og bregst illa við. Það er mjög slæmt af mér. Þess vegna vil ég tala við Bojan.“ Landsliðsþjálfarinn hefur ekki íhugað stöðu sína og ætlar ekki að segja af sér. „Nei, nei. Við eigum góða daga og slæma. Ég átti slæman dag og gerði ekki vel. Þetta var ekki nógu gott hjá mér og mér líður illa og er svekktur út í sjálfan mig,“ sagði Andersson. Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Kynþáttafordómar Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira
Svíþjóð vann Aserbaídsjan 5-0 í gær. Úrslitin hafa þó fallið í skuggann af atviki sem átti sér stað þegar Andersson kom í viðtal til Viaplay eftir leikinn. Þar lenti hann í orðaskaki við Bojan Djordjic vegna spiltíma Jespers Karlsson. Andersson var ósáttur við spurningar Djordjic og spurði hann á móti með hverjum hann héldi sem Djordjic var ósáttur við en hann á ættir að rekja til Serbíu. Andersson gekk á endanum út úr viðtalinu. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði landsliðsþjálfarinn áður en hann strunsaði burt. Andersson boðaði til blaðamannafundar í hádeginu þar sem hann reyndi að skýra mál sitt. Hann baðst samt eiginlega ekki afsökunar en sagðist hafa reynt að setja sig í samband við Djordjic. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. „Ég fæ svona spurningar og bregst illa við. Það er mjög slæmt af mér. Þess vegna vil ég tala við Bojan.“ Landsliðsþjálfarinn hefur ekki íhugað stöðu sína og ætlar ekki að segja af sér. „Nei, nei. Við eigum góða daga og slæma. Ég átti slæman dag og gerði ekki vel. Þetta var ekki nógu gott hjá mér og mér líður illa og er svekktur út í sjálfan mig,“ sagði Andersson.
Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Kynþáttafordómar Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira