Þjálfari Svía gekk út úr viðtali eftir 5-0 sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2023 08:30 Janne Andersson var mjög pirraður í viðtali eftir leikinn þrátt fyrir að hafa unnið stórsigur. Getty/Michael Campanella Svíar unnu 5-0 stórsigur á Aserbaísjan í undankeppni EM í gær og það ætti að vera ástæða til að fá hressan landsliðsþjálfara í viðtal. Viðtalið við Janne Andersson endaði hins vegar ekki vel. Andersson lenti í orðaskaki við Bojan Djordjic, sérfræðing á Viaplay sjónvarpsstöðinni sem var að sýna leikinn. Andersson kom til sérfræðinganna í viðtal og tók ekki vel í gagnrýnina á það að hafa ekki leyft Jesper Karlsson að spila meira. Galet bråk i tv här rasar Janne: Fy fan, står här https://t.co/eBdXYI5gev— Sportbladet (@sportbladet) March 27, 2023 Karlsson átti mjög flotta innkomu í leikinn og skoraði draumamark auk þess að gefa stoðsendingu. Hann fékk þó ekki að fara inn á völlinn fyrr en á 82. múnútu. Djordjic gekk á Andersson og vildi fá svör við því af hverju strákurinn fékk ekki að spila meira. „Við getum rætt spilatíma leikmanna í allt kvöld. Þá fengju Alexander Isak eða Viktor Gyökeres ekki að spila. Hver á þá ekki að spila,“ spurði Andersson. „Átta mínútur í tveimur leikjum. Það er of lítið,“ svaraði Bojan Djordjic. „Hver ætti þá ekki að spila. Ég fæ að velja þessa ellefu. Fyrirgefðu, en þú getur gert það sem þú vilt þegar þú ert landsliðsþjálfari,“ sagði Andersson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Andersson sakaði Djordjic um væl sem á móti sagði að þjálfarinn væri kominn í of mikla vörn. „Þú ert fulltrúi tíu milljón manns og ræðst á einhvern sem er yngri en þú,“ sagði Djordjic. „Með hverjum heldur þú?“ spurði Andersson. „Svíþjóð auðvitað, hvað annað?“ svaraði Djordjic sem var mjög ósáttur með að landsliðsþjálfarinn væri að reyna að vekja athygli á því að hann væri frá Serbíu. Þeir héldu áfram að rífast og á endanum fékk landsliðsþjálfarinn alveg nóg. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði Janne Andersson og gekk út úr viðtalinu. Janne Andersson, Sweden s national team manager just had a meltdown on live TV expressing himself in a racist manner questioning if @BojanDjordjic7 was representing Swedes. No really, it happened. When Bojan says: you represent 10 million Swedes Janne pic.twitter.com/aTCHLgW1Hj — Nima Tavallaey Roodsari (@NimaTavRood) March 27, 2023 EM 2024 í Þýskalandi Sænski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Andersson lenti í orðaskaki við Bojan Djordjic, sérfræðing á Viaplay sjónvarpsstöðinni sem var að sýna leikinn. Andersson kom til sérfræðinganna í viðtal og tók ekki vel í gagnrýnina á það að hafa ekki leyft Jesper Karlsson að spila meira. Galet bråk i tv här rasar Janne: Fy fan, står här https://t.co/eBdXYI5gev— Sportbladet (@sportbladet) March 27, 2023 Karlsson átti mjög flotta innkomu í leikinn og skoraði draumamark auk þess að gefa stoðsendingu. Hann fékk þó ekki að fara inn á völlinn fyrr en á 82. múnútu. Djordjic gekk á Andersson og vildi fá svör við því af hverju strákurinn fékk ekki að spila meira. „Við getum rætt spilatíma leikmanna í allt kvöld. Þá fengju Alexander Isak eða Viktor Gyökeres ekki að spila. Hver á þá ekki að spila,“ spurði Andersson. „Átta mínútur í tveimur leikjum. Það er of lítið,“ svaraði Bojan Djordjic. „Hver ætti þá ekki að spila. Ég fæ að velja þessa ellefu. Fyrirgefðu, en þú getur gert það sem þú vilt þegar þú ert landsliðsþjálfari,“ sagði Andersson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Andersson sakaði Djordjic um væl sem á móti sagði að þjálfarinn væri kominn í of mikla vörn. „Þú ert fulltrúi tíu milljón manns og ræðst á einhvern sem er yngri en þú,“ sagði Djordjic. „Með hverjum heldur þú?“ spurði Andersson. „Svíþjóð auðvitað, hvað annað?“ svaraði Djordjic sem var mjög ósáttur með að landsliðsþjálfarinn væri að reyna að vekja athygli á því að hann væri frá Serbíu. Þeir héldu áfram að rífast og á endanum fékk landsliðsþjálfarinn alveg nóg. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði Janne Andersson og gekk út úr viðtalinu. Janne Andersson, Sweden s national team manager just had a meltdown on live TV expressing himself in a racist manner questioning if @BojanDjordjic7 was representing Swedes. No really, it happened. When Bojan says: you represent 10 million Swedes Janne pic.twitter.com/aTCHLgW1Hj — Nima Tavallaey Roodsari (@NimaTavRood) March 27, 2023
EM 2024 í Þýskalandi Sænski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira