Stórmeistaramótið í beinni: Barist um sæti í úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. mars 2023 17:15 Stórmeistaramót Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO er í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Undanúrslitin fara fram í kvöld þar sem fjögur lið berjast um tvö laus sæti í úrslitunum sjálfum sem fara fram á morgun. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign Atlantic Esports og Dusty, en Dusty tryggði sér deildarmeistaratitilinn á dögunum og hefur einokað þá titla sem í boði eru í íslensku CS:GO-senunni undanfarin ár. Atlantic var þó í harðri baráttu við Dusty fram á seinasta dag í deildinni þetta tímabilið og því verður áhugavert að sjá hvort liðinu takist að skáka sigursælasta rafíþróttaliði Íslands. Það eru svo Þór og FH sem mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni klukkan 20:30. Þórsarar voru einnig í baráttunni um deildarmeistaratitilinn fram á seinustu umferð, en FH-ingar voru í pakkanum sem barðist um fjórða sætið. Undanúrslitin í kvöld og úrslitin á morgun verða að sjálfsögðu sýnd á risaskjá á Arena Gaming, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, en leikirnir verða einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og í spilaranum hér fyrir neðan. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Undanúrslitin fara fram í kvöld þar sem fjögur lið berjast um tvö laus sæti í úrslitunum sjálfum sem fara fram á morgun. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign Atlantic Esports og Dusty, en Dusty tryggði sér deildarmeistaratitilinn á dögunum og hefur einokað þá titla sem í boði eru í íslensku CS:GO-senunni undanfarin ár. Atlantic var þó í harðri baráttu við Dusty fram á seinasta dag í deildinni þetta tímabilið og því verður áhugavert að sjá hvort liðinu takist að skáka sigursælasta rafíþróttaliði Íslands. Það eru svo Þór og FH sem mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni klukkan 20:30. Þórsarar voru einnig í baráttunni um deildarmeistaratitilinn fram á seinustu umferð, en FH-ingar voru í pakkanum sem barðist um fjórða sætið. Undanúrslitin í kvöld og úrslitin á morgun verða að sjálfsögðu sýnd á risaskjá á Arena Gaming, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, en leikirnir verða einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og í spilaranum hér fyrir neðan.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira