Tatjana áfram formaður Máni Snær Þorláksson skrifar 24. mars 2023 12:17 Tatjana Latinovic var endurkjörin formaður Kvenréttindafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær. Kvenréttindafélag Íslands Tatjana Latinovic var endurkjörin formaður Kvenréttindafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær. Þá voru tvær nýjar stjórnarkonur kjörnar í stjórn félagsins. Á fundinum voru einnig gerðar tvær ályktanir með hvatningu til stjórnvalda. Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands fór fram í Iðnó og með rafrænum hætti í gær. Ný stjórn var kjörin á fundinum og Tatjana var endurkjörin formaður félagsins. Tatjana var fyrst kjörin formaður félagsins árið 2019. Ásbjörg Una Björnsdóttir og Birta Ósk Hönnudóttir voru kjörnar í stjórn félagsins á fundinum. Þá voru Rut Einarsdóttir, framkvæmdastýra félagsins, og Tanja Teresa Leifsdóttir kjörnar sem fulltrúar félagsins til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Fríða Rós Valdimarsdóttir voru svo kjörnar sem fulltrúar félagsins til European Women's Lobby. Skora á stjórnvöld Ályktanirnar sem gerðar voru á fundinum voru tvær. Önnur þeirra varðar kynjafræði í kennaramenntun á Íslandi en fundurinn ályktaði að fagið eigi að vera skyldufag. Í dag er það valfag á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. „Til að tryggja að kynjafræði sem námsgrein nái til allra sem stunda kennaranám er nauðsynlegt að gera kynjafræði að skyldufagi í kennaranámi og öðru uppeldisnámi á háskólastigi á Íslandi,“ segir í ályktuninni. Hin ályktunin er áskorun til íslenskra stjórnvalda. Skorað er á að þau sýni feminíska og pólitíska forystu og ábyrgð gagnvart mannréttindabrotum á konum. Í ályktuninni eru lagðar fram eftirfarandi kröfur til stjórnvalda: Vera leiðandi rödd á alþjóðavettvangi þess efnis að öll ríki framfylgi Heimsmarkmiði 5 þannig að konur njóti fullra mannréttinda á heimsvísu. Fordæma glæpi gegn konum og minnihlutahópum sem framin eru af stjórnvöldum í Íran, Afganistan og öðrum þjóðríkjum Taka tillit til viðkvæmrar stöðu kvenna og minnihlutahópa sem leita hælis á Íslandi. Hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins til að fullgilda Istanbúlsamninginn skilyrðislaust og án tafar. Innleiða Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna (CEDAW). Jafnréttismál Félagasamtök Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands fór fram í Iðnó og með rafrænum hætti í gær. Ný stjórn var kjörin á fundinum og Tatjana var endurkjörin formaður félagsins. Tatjana var fyrst kjörin formaður félagsins árið 2019. Ásbjörg Una Björnsdóttir og Birta Ósk Hönnudóttir voru kjörnar í stjórn félagsins á fundinum. Þá voru Rut Einarsdóttir, framkvæmdastýra félagsins, og Tanja Teresa Leifsdóttir kjörnar sem fulltrúar félagsins til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Fríða Rós Valdimarsdóttir voru svo kjörnar sem fulltrúar félagsins til European Women's Lobby. Skora á stjórnvöld Ályktanirnar sem gerðar voru á fundinum voru tvær. Önnur þeirra varðar kynjafræði í kennaramenntun á Íslandi en fundurinn ályktaði að fagið eigi að vera skyldufag. Í dag er það valfag á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. „Til að tryggja að kynjafræði sem námsgrein nái til allra sem stunda kennaranám er nauðsynlegt að gera kynjafræði að skyldufagi í kennaranámi og öðru uppeldisnámi á háskólastigi á Íslandi,“ segir í ályktuninni. Hin ályktunin er áskorun til íslenskra stjórnvalda. Skorað er á að þau sýni feminíska og pólitíska forystu og ábyrgð gagnvart mannréttindabrotum á konum. Í ályktuninni eru lagðar fram eftirfarandi kröfur til stjórnvalda: Vera leiðandi rödd á alþjóðavettvangi þess efnis að öll ríki framfylgi Heimsmarkmiði 5 þannig að konur njóti fullra mannréttinda á heimsvísu. Fordæma glæpi gegn konum og minnihlutahópum sem framin eru af stjórnvöldum í Íran, Afganistan og öðrum þjóðríkjum Taka tillit til viðkvæmrar stöðu kvenna og minnihlutahópa sem leita hælis á Íslandi. Hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins til að fullgilda Istanbúlsamninginn skilyrðislaust og án tafar. Innleiða Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna (CEDAW).
Jafnréttismál Félagasamtök Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira