Tölvupúki lét líkkistufélag ráðherra hverfa úr hagsmunaskrá Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2023 09:27 Innflutningsfyrirtæki í eigu Jóns Gunnarssonar datt út úr hagsmunaskráningu hans vegna ótengdra breytingar sem hann gerði á skráningunni vorið 2021 samkvæmt upplýsingum skrifstofu Alþingis. Vísir/Arnar Galli í tölvukerfi sem ráðherrar nota til þess að skrá hagsmuni sína olli því félag í eigu Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, féll út úr hagsmunaskráningu hans. Annar óþekktur galli veldur því að ráðherrann hefur ekki getað leiðrétt skráninguna. Við umræður um ákvörðun Jóns um að ræða við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma um að halda áfram rekstri bálstofu á Alþingi fyrr í þessum mánuði kom fram að ekki kæmi fram í hagsmunaskráningu hans að hann væri eigandi félags flytti inn og seldi líkkistur. Sökuðu þingmenn Pírata hann um hagsmunaárekstur í málinu. Félagið Mar Textil hafði þó verið á hagsmunaskráningu Jóns árið 2021. Jón sagði að skráningin á því hefði dottið út fyrir mistök einhverra hluta vegna. Skrifstofa Alþingis staðfestir nú að dálkur um svokallaða tekjumyndandi starfsemi hafi dottið út úr hagsmunaskráningu Jóns þegar hann gerði breytingar á henni í maí 2021. Það er rakið til galla í eldra kerfi sem þá var í notkun. Breytingar sem Jón gerði tengdust ekki Mar Textil heldur stjórnarsetu og hlutafjáreign í öðrum félögum. Heimildin sagði fyrst frá. Nýtt kerfi fyrir hagsmunaskráningu var tekið í notkun í haust. Óþekktur galli í því veldur því ennfremur að dómsmálaráðherra hefur ekki getað lagfært hagsmunaskráninguna. Skrifstofa Alþingis segir að unnið sé að því að leysa það vandamál. Uppfært 11:00 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að skráning Mar Textil hefði dottið út þegar skrifstofa Alþingis tók í notkun nýtt kerfi fyrir hagsmunaskráninguna árið 2022. Það rétta er að skráningin datt út þegar ráðherra gerði breytingar í eldra kerfi vorið 2021. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Við umræður um ákvörðun Jóns um að ræða við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma um að halda áfram rekstri bálstofu á Alþingi fyrr í þessum mánuði kom fram að ekki kæmi fram í hagsmunaskráningu hans að hann væri eigandi félags flytti inn og seldi líkkistur. Sökuðu þingmenn Pírata hann um hagsmunaárekstur í málinu. Félagið Mar Textil hafði þó verið á hagsmunaskráningu Jóns árið 2021. Jón sagði að skráningin á því hefði dottið út fyrir mistök einhverra hluta vegna. Skrifstofa Alþingis staðfestir nú að dálkur um svokallaða tekjumyndandi starfsemi hafi dottið út úr hagsmunaskráningu Jóns þegar hann gerði breytingar á henni í maí 2021. Það er rakið til galla í eldra kerfi sem þá var í notkun. Breytingar sem Jón gerði tengdust ekki Mar Textil heldur stjórnarsetu og hlutafjáreign í öðrum félögum. Heimildin sagði fyrst frá. Nýtt kerfi fyrir hagsmunaskráningu var tekið í notkun í haust. Óþekktur galli í því veldur því ennfremur að dómsmálaráðherra hefur ekki getað lagfært hagsmunaskráninguna. Skrifstofa Alþingis segir að unnið sé að því að leysa það vandamál. Uppfært 11:00 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að skráning Mar Textil hefði dottið út þegar skrifstofa Alþingis tók í notkun nýtt kerfi fyrir hagsmunaskráninguna árið 2022. Það rétta er að skráningin datt út þegar ráðherra gerði breytingar í eldra kerfi vorið 2021.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira