Félög eins og Liverpool gætu fengið Gavi frítt í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2023 09:30 Gavi og félagar í Barcelona er á góðri leið með því að tryggja sér spænska meistaratitilinn en hér er hann í leik á móti Real Madrid. Getty/Alex Caparros Spænska undrabarnið Gavi gæti yfirgefið Barcelona í sumar vegna þess að spænska félaginu ætlar ekki að takast að fullgilda nýjan risasamning hans. Það lítur út fyrir að Liverpool sé að missa af Jude Bellingham lestinni en á sama tíma aukast líkurnar á því að félagið geti nælt í hinn átján ára gamla spænska miðjumann Gavi. Gavi hefur þegar stimplað sig inn hjá bæði Barcelona og spænska landsliðinu og það leit út fyrir að hann ætti sér mjög bjarta framtíð hjá Katalóníufélaginu. View this post on Instagram A post shared by BT Sport (@btsport) Gavi ætlaði sér líka að vera áfram leikmaður Barcelona og hafði skrifað undir nýjan samning með uppkaupsákvæði upp á einn milljarð evra eða um 151 milljarð íslenskra króna. Málið er að Barcelona gat ekki staðfest samninginn vegna slæmrar rekstrarstöðu félagsins. Þeir fengu ekki tilskilin leyfi hjá spænska knattspyrnusambamdinu þar sem þeir eru yfir launaþakinu. Barcelona reyndi að áfrýja þeim úrskurði en henni var nú síðast vísað frá. Gavi er áfram á unglingasamningi en hann rennur út í sumar. Hann má því spila með Barcelona fram á vor þótt að félagið geti ekki framlengt við hann. Takist Barcelona ekki að ganga frá hans málum fyrir 30. júní þá getur strákurinn farið frítt og það er vitað af miklum áhuga hjá Liverpool sem vantar nauðsynlega ferskar fætur inn á miðjuna. Liverpool er hins vegar ekki eina félagið sem hefur áhuga á þessum frábæra unga leikmanni. Barcelona s appeal to register Gavi has been rejected. He will return to his youth contract and lose his #6 shirt. The youth contract includes a clause that allows him to leave on free in the summer. #LFCHope free players fit the Liverpool transfer budget. Go get him!!! pic.twitter.com/DebVmrjUZ6— Zubin Daver (@zubinofficial) March 21, 2023 Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Það lítur út fyrir að Liverpool sé að missa af Jude Bellingham lestinni en á sama tíma aukast líkurnar á því að félagið geti nælt í hinn átján ára gamla spænska miðjumann Gavi. Gavi hefur þegar stimplað sig inn hjá bæði Barcelona og spænska landsliðinu og það leit út fyrir að hann ætti sér mjög bjarta framtíð hjá Katalóníufélaginu. View this post on Instagram A post shared by BT Sport (@btsport) Gavi ætlaði sér líka að vera áfram leikmaður Barcelona og hafði skrifað undir nýjan samning með uppkaupsákvæði upp á einn milljarð evra eða um 151 milljarð íslenskra króna. Málið er að Barcelona gat ekki staðfest samninginn vegna slæmrar rekstrarstöðu félagsins. Þeir fengu ekki tilskilin leyfi hjá spænska knattspyrnusambamdinu þar sem þeir eru yfir launaþakinu. Barcelona reyndi að áfrýja þeim úrskurði en henni var nú síðast vísað frá. Gavi er áfram á unglingasamningi en hann rennur út í sumar. Hann má því spila með Barcelona fram á vor þótt að félagið geti ekki framlengt við hann. Takist Barcelona ekki að ganga frá hans málum fyrir 30. júní þá getur strákurinn farið frítt og það er vitað af miklum áhuga hjá Liverpool sem vantar nauðsynlega ferskar fætur inn á miðjuna. Liverpool er hins vegar ekki eina félagið sem hefur áhuga á þessum frábæra unga leikmanni. Barcelona s appeal to register Gavi has been rejected. He will return to his youth contract and lose his #6 shirt. The youth contract includes a clause that allows him to leave on free in the summer. #LFCHope free players fit the Liverpool transfer budget. Go get him!!! pic.twitter.com/DebVmrjUZ6— Zubin Daver (@zubinofficial) March 21, 2023
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira