Innlent

Reyndi að komast inn í íbúð sem hann bjó ekki í

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar þurftu að eiga við minnst tvo öfurölvi menn sem voru þar sem þeir áttu ekki að vera.
Lögregluþjónar þurftu að eiga við minnst tvo öfurölvi menn sem voru þar sem þeir áttu ekki að vera. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nótt afskipti af manni sem var að reyna að komast inn í íbúð í Breiðholti sem hann bjó ekki í. Aðstoðarbeiðni hafði borist til lögreglunnar en maðurinn var það ölvaður að hann get ekki sagt hvar hann byggi.

Því var hann vistaður í fangaklefa í nótt.

Lögreglan handtók einn mann í Hafnarfirði eftir að tilkynning barst um húsbrot og líkamsárása. Þá var rúða brotin á öðru heimili í Hafnarfirði í nótt.

Þá barst tilkynning um líkamsárás í miðbænum í nótt þar sem maður sagðist vera sleginn. Einnig voru afskipti höfð af manni sem neitaði að yfirgefa veitingastað en hann var óviðræðuhæfur vegna ölvunar og vistaður í fangaklefa.

Lögreglunni barst einnig tilkynning um slagsmál á veitingastað í Laugardalnum.

Í dagbók lögreglu kemur fram að nokkuð var um að ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×