„Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Tryggvi Páll Tryggvason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 17. mars 2023 11:54 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir augljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. Þetta sagði Katrín í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Greint var frá því í gær að varaþingmaðurinn og fyrrverandi framkvæmdastjóri VG, Daníel E. Arnarson, og Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, hefðu sagt sig úr flokknum vegna óánægju með útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, sem samþykkt var í vikunni. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Telur þingmenn hafa unnið í samræmi við stefnu flokksins Útlendingafrumvarpið hefur reynst umdeilt en það var endanlega samþykkt á Alþingi í vikunni. Katrín segir þó að mikið púður hafi farið í að fjalla um umrætt mál á vettvangi Vinstri-grænna, fjöldi funda hafi verið haldnir. „Ég vil bara ítreka það að málið sem á endanum var lagt fram af dómsmálaráðherra í þinginu er ekki sama málið og hefur áður verið lagt fram. Á frumvarpinu voru gerðar veigamiklar breytingar að kröfu Vinstri-grænna og sömuleiðis voru gerðar breytingar á málinu í þinglegri meðferð sem meðal annars eiga rætur að rekja til þessa virka samtals við grasrótina í Vinstri grænum,“ sagði Katrín, sem telur að þingmenn flokksins hafi unnið í málinu af heilindum. Sjálf hefði hún greitt atkvæði með frumvarpinu hefði hún verið viðstödd atkvæðagreiðsluna. „Þannig að ég tel að þingmenn hreyfingarinnar hafi unnið að þessu máli af miklum heilindum og í samræmi við stefnu flokksins,“ sagði Katrín. Umræddar úrsagnirnar úr flokknum koma í aðdraganda landsfundar VG sem haldinn verður á Akureyri um helgina. Aðspurð að því hvort að úrsagnirnar varpi skugga á landsfundinn ítrekaði Katrín að það væri leiðinlegt að sjá á eftir góðum flokksmönnum og félögum. Engu að síður ætti hún á von á góðum umræðum um helgina. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barist um tvö embætti í VG Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð. 16. mars 2023 15:43 Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21 Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Þetta sagði Katrín í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Greint var frá því í gær að varaþingmaðurinn og fyrrverandi framkvæmdastjóri VG, Daníel E. Arnarson, og Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, hefðu sagt sig úr flokknum vegna óánægju með útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, sem samþykkt var í vikunni. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Telur þingmenn hafa unnið í samræmi við stefnu flokksins Útlendingafrumvarpið hefur reynst umdeilt en það var endanlega samþykkt á Alþingi í vikunni. Katrín segir þó að mikið púður hafi farið í að fjalla um umrætt mál á vettvangi Vinstri-grænna, fjöldi funda hafi verið haldnir. „Ég vil bara ítreka það að málið sem á endanum var lagt fram af dómsmálaráðherra í þinginu er ekki sama málið og hefur áður verið lagt fram. Á frumvarpinu voru gerðar veigamiklar breytingar að kröfu Vinstri-grænna og sömuleiðis voru gerðar breytingar á málinu í þinglegri meðferð sem meðal annars eiga rætur að rekja til þessa virka samtals við grasrótina í Vinstri grænum,“ sagði Katrín, sem telur að þingmenn flokksins hafi unnið í málinu af heilindum. Sjálf hefði hún greitt atkvæði með frumvarpinu hefði hún verið viðstödd atkvæðagreiðsluna. „Þannig að ég tel að þingmenn hreyfingarinnar hafi unnið að þessu máli af miklum heilindum og í samræmi við stefnu flokksins,“ sagði Katrín. Umræddar úrsagnirnar úr flokknum koma í aðdraganda landsfundar VG sem haldinn verður á Akureyri um helgina. Aðspurð að því hvort að úrsagnirnar varpi skugga á landsfundinn ítrekaði Katrín að það væri leiðinlegt að sjá á eftir góðum flokksmönnum og félögum. Engu að síður ætti hún á von á góðum umræðum um helgina.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barist um tvö embætti í VG Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð. 16. mars 2023 15:43 Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21 Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Barist um tvö embætti í VG Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð. 16. mars 2023 15:43
Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21
Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48