„Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Tryggvi Páll Tryggvason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 17. mars 2023 11:54 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir augljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. Þetta sagði Katrín í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Greint var frá því í gær að varaþingmaðurinn og fyrrverandi framkvæmdastjóri VG, Daníel E. Arnarson, og Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, hefðu sagt sig úr flokknum vegna óánægju með útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, sem samþykkt var í vikunni. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Telur þingmenn hafa unnið í samræmi við stefnu flokksins Útlendingafrumvarpið hefur reynst umdeilt en það var endanlega samþykkt á Alþingi í vikunni. Katrín segir þó að mikið púður hafi farið í að fjalla um umrætt mál á vettvangi Vinstri-grænna, fjöldi funda hafi verið haldnir. „Ég vil bara ítreka það að málið sem á endanum var lagt fram af dómsmálaráðherra í þinginu er ekki sama málið og hefur áður verið lagt fram. Á frumvarpinu voru gerðar veigamiklar breytingar að kröfu Vinstri-grænna og sömuleiðis voru gerðar breytingar á málinu í þinglegri meðferð sem meðal annars eiga rætur að rekja til þessa virka samtals við grasrótina í Vinstri grænum,“ sagði Katrín, sem telur að þingmenn flokksins hafi unnið í málinu af heilindum. Sjálf hefði hún greitt atkvæði með frumvarpinu hefði hún verið viðstödd atkvæðagreiðsluna. „Þannig að ég tel að þingmenn hreyfingarinnar hafi unnið að þessu máli af miklum heilindum og í samræmi við stefnu flokksins,“ sagði Katrín. Umræddar úrsagnirnar úr flokknum koma í aðdraganda landsfundar VG sem haldinn verður á Akureyri um helgina. Aðspurð að því hvort að úrsagnirnar varpi skugga á landsfundinn ítrekaði Katrín að það væri leiðinlegt að sjá á eftir góðum flokksmönnum og félögum. Engu að síður ætti hún á von á góðum umræðum um helgina. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barist um tvö embætti í VG Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð. 16. mars 2023 15:43 Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21 Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Sjá meira
Þetta sagði Katrín í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Greint var frá því í gær að varaþingmaðurinn og fyrrverandi framkvæmdastjóri VG, Daníel E. Arnarson, og Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, hefðu sagt sig úr flokknum vegna óánægju með útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, sem samþykkt var í vikunni. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Telur þingmenn hafa unnið í samræmi við stefnu flokksins Útlendingafrumvarpið hefur reynst umdeilt en það var endanlega samþykkt á Alþingi í vikunni. Katrín segir þó að mikið púður hafi farið í að fjalla um umrætt mál á vettvangi Vinstri-grænna, fjöldi funda hafi verið haldnir. „Ég vil bara ítreka það að málið sem á endanum var lagt fram af dómsmálaráðherra í þinginu er ekki sama málið og hefur áður verið lagt fram. Á frumvarpinu voru gerðar veigamiklar breytingar að kröfu Vinstri-grænna og sömuleiðis voru gerðar breytingar á málinu í þinglegri meðferð sem meðal annars eiga rætur að rekja til þessa virka samtals við grasrótina í Vinstri grænum,“ sagði Katrín, sem telur að þingmenn flokksins hafi unnið í málinu af heilindum. Sjálf hefði hún greitt atkvæði með frumvarpinu hefði hún verið viðstödd atkvæðagreiðsluna. „Þannig að ég tel að þingmenn hreyfingarinnar hafi unnið að þessu máli af miklum heilindum og í samræmi við stefnu flokksins,“ sagði Katrín. Umræddar úrsagnirnar úr flokknum koma í aðdraganda landsfundar VG sem haldinn verður á Akureyri um helgina. Aðspurð að því hvort að úrsagnirnar varpi skugga á landsfundinn ítrekaði Katrín að það væri leiðinlegt að sjá á eftir góðum flokksmönnum og félögum. Engu að síður ætti hún á von á góðum umræðum um helgina.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barist um tvö embætti í VG Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð. 16. mars 2023 15:43 Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21 Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Sjá meira
Barist um tvö embætti í VG Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð. 16. mars 2023 15:43
Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21
Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48