Óvissa ríkir um framtíð Gavi vegna skráningarvesens og baráttu Barcelona við La Liga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 16:30 Xavi og Gavi. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Hinn gríðarlegi efnilegi Gavi gæti verið á leið frá Barcelona á frjálsri sölu þar sem samningur hans við félagið gæti verið ógildur. Málið er flókið og er hluti af ástæðunni bakvið þeirrar miklu spennu sem nú ríkir milli Barcelona og spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga. Hinn 18 ára Gavi hefur verið frábær með Barcelona á leiktíðinni og er stór ástæða þess fyrir að liðið virðist ætla að endurheimta spænska meistaratitilinn. Þá hefur hann spilað 17 A-landsleiki frá árinu 2021. The Athletic greinir frá því að þegar Gavi skrifaði í september síðastliðnum undir framlengingu á samning sínum til ársins 2026 var hann enn „unglingaliðsleikmaður“ þó hann væri að spila með aðalliði Barcelona og A-landsliði Spánar. Í samningnum var klásúla þess efnis að hann gæti farið frítt ef Barcelona myndi ekki skrá hann sem leikmann aðalliðsins fyrir 30. júní 2023. Gavi s future at Barcelona is far from certain...The 18-year-old s contract registration is at risk of being invalidated.If this were to happen it would mean a clause allowing him to leave #FCB for nothing this summer would come back into effect.More from @polballus— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 15, 2023 Það er ekki hægt að breyta stöðu leikmanna nema þegar félagaskiptaglugginn er opinn en Börsungar gátu ekki skráð Gavi í janúar þar sem La Liga sagði einfaldlega að samningurinn myndi þýða að félagið væri að brjóta fjárhagsreglur deildarinnar. Barcelona fór með málið fyrir dómstóla og sagði að La Liga væri að gera sitt besta til að áreita félagið. Fór það þannig að Barcelona hafði betur en þurfti þó að skila inn nýrri umsókn – sem stæðist regluverk deildarinnar – innan 20 vinnudaga. Þann 2. mars síðastliðinn skilaði Barcelona loks inn umsókninni, degi of seint samkvæmt La Liga. Á mánudaginn 13. mars staðfesti dómstóllinn að Barcelona hefði ekki skilað umsókninni inn á tilætluðum tíma. Barcelona fær fimm daga til að útskýra mál sitt. Takist Börsungum ekki að fá ákvörðuninni hnekkt þá verður Gavi skráður sem unglingaliðsmaður á nýjan leik og gæti því farið á frjálsri sölu í suamr. Félagið stendur fast á sínu og segist hafa skilað inn öllum pappírum á réttum tíma. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira
Hinn 18 ára Gavi hefur verið frábær með Barcelona á leiktíðinni og er stór ástæða þess fyrir að liðið virðist ætla að endurheimta spænska meistaratitilinn. Þá hefur hann spilað 17 A-landsleiki frá árinu 2021. The Athletic greinir frá því að þegar Gavi skrifaði í september síðastliðnum undir framlengingu á samning sínum til ársins 2026 var hann enn „unglingaliðsleikmaður“ þó hann væri að spila með aðalliði Barcelona og A-landsliði Spánar. Í samningnum var klásúla þess efnis að hann gæti farið frítt ef Barcelona myndi ekki skrá hann sem leikmann aðalliðsins fyrir 30. júní 2023. Gavi s future at Barcelona is far from certain...The 18-year-old s contract registration is at risk of being invalidated.If this were to happen it would mean a clause allowing him to leave #FCB for nothing this summer would come back into effect.More from @polballus— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 15, 2023 Það er ekki hægt að breyta stöðu leikmanna nema þegar félagaskiptaglugginn er opinn en Börsungar gátu ekki skráð Gavi í janúar þar sem La Liga sagði einfaldlega að samningurinn myndi þýða að félagið væri að brjóta fjárhagsreglur deildarinnar. Barcelona fór með málið fyrir dómstóla og sagði að La Liga væri að gera sitt besta til að áreita félagið. Fór það þannig að Barcelona hafði betur en þurfti þó að skila inn nýrri umsókn – sem stæðist regluverk deildarinnar – innan 20 vinnudaga. Þann 2. mars síðastliðinn skilaði Barcelona loks inn umsókninni, degi of seint samkvæmt La Liga. Á mánudaginn 13. mars staðfesti dómstóllinn að Barcelona hefði ekki skilað umsókninni inn á tilætluðum tíma. Barcelona fær fimm daga til að útskýra mál sitt. Takist Börsungum ekki að fá ákvörðuninni hnekkt þá verður Gavi skráður sem unglingaliðsmaður á nýjan leik og gæti því farið á frjálsri sölu í suamr. Félagið stendur fast á sínu og segist hafa skilað inn öllum pappírum á réttum tíma.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti