Sjáðu mörkin: Bæði fljótastur og yngstur til að skora þrjátíu í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 09:00 Fimm skoruð í gær og 30 í heildina. EPA-EFE/Adam Vaughan Erling Braut Håland er svo sannarlega engum líkur. Norski framherjinn hefur nú skorað 30 mörk í Meistaradeild Evrópu, í aðeins 25 leikjum. Það gerir hann fljótasta leikmann sögunnar til að ná þeim áfanga sem og þann yngsta. Mörkin fimm sem Håland skoraði í gær, þriðjudag, má sjá neðst í fréttinni. Håland sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Manchester City niðurlægði RB Leipzig á Etihad-vellinum í Manchester er liðin mættust í síðari viðureign 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar í gær, þriðjudag. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og var erfitt að sjá úrslit gærdagsins fyrir sér áður en flautað var til leiks. Þegar loks var flautað var til leiksloka var staðan 7-0 Man City í vil. Þar af hafði Håland skorað fimm en hann var tekinn af velli þegar rétt rúm klukkustund var liðin. Í viðtali eftir leik sagði Norðmaðurinn að hann hefði verið til í að vera áfram inn á til að eiga möguleikann á „tvöfaldri þrennu.“ Mörkin fimm þýða að Håland hefur nú skorað 30 mörk í aðeins 25 Meistaradeildarleikjum. Skoraði hann 8 fyrir Salzburg á sínu fyrsta tímabili í keppninni, 15 fyrir Borussia Dortmund og nú 10 fyrir Manchester City á þessari leiktíð. Ekki nóg með það heldur er Norðmaðurinn yngsti leikmaður sögunnar til að ná þessum áfanga, það er að skora 30 mörk í deild þeirra bestu í Evrópu. Þegar hann hlóð í fimmu gærdagsins var hann enn aðeins 22 ára og 236 daga gamall. 30 - Erling Haaland has scored 30 goals in 25 games in the UEFA Champions League, reaching this milestone in fewer matches than any other player, while he is also the youngest player to reach 30 goals in the competition s history (22y 236d). Powerhouse. pic.twitter.com/13vKCvQdvY— OptaJoe (@OptaJoe) March 14, 2023 Eðlilega var Pep Gurdiola, þjálfari Man City, í sjöunda himni með frammistöðu framherjans að leik loknum. „Erling var stórkostlegur en allir spiluðu frábærlega. Að skora fimm mörk á 60 mínútum, ótrúlegur leikmaður, þvílíkur efniviður. Kraftur, hugarfar, hann er sigurvegari. Frábær,“ sagði Pep á sinn einstaka hátt. Erling Braut Håland hefur skorað 39 mörk og gefið 5 stoðsendingar í öllum keppnum til þessa á leiktíðinni. Það er í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann brýtur 50 marka múrinn. Klippa: Fimma Erling Haaland á móti Leipzig Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Håland sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Manchester City niðurlægði RB Leipzig á Etihad-vellinum í Manchester er liðin mættust í síðari viðureign 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar í gær, þriðjudag. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og var erfitt að sjá úrslit gærdagsins fyrir sér áður en flautað var til leiks. Þegar loks var flautað var til leiksloka var staðan 7-0 Man City í vil. Þar af hafði Håland skorað fimm en hann var tekinn af velli þegar rétt rúm klukkustund var liðin. Í viðtali eftir leik sagði Norðmaðurinn að hann hefði verið til í að vera áfram inn á til að eiga möguleikann á „tvöfaldri þrennu.“ Mörkin fimm þýða að Håland hefur nú skorað 30 mörk í aðeins 25 Meistaradeildarleikjum. Skoraði hann 8 fyrir Salzburg á sínu fyrsta tímabili í keppninni, 15 fyrir Borussia Dortmund og nú 10 fyrir Manchester City á þessari leiktíð. Ekki nóg með það heldur er Norðmaðurinn yngsti leikmaður sögunnar til að ná þessum áfanga, það er að skora 30 mörk í deild þeirra bestu í Evrópu. Þegar hann hlóð í fimmu gærdagsins var hann enn aðeins 22 ára og 236 daga gamall. 30 - Erling Haaland has scored 30 goals in 25 games in the UEFA Champions League, reaching this milestone in fewer matches than any other player, while he is also the youngest player to reach 30 goals in the competition s history (22y 236d). Powerhouse. pic.twitter.com/13vKCvQdvY— OptaJoe (@OptaJoe) March 14, 2023 Eðlilega var Pep Gurdiola, þjálfari Man City, í sjöunda himni með frammistöðu framherjans að leik loknum. „Erling var stórkostlegur en allir spiluðu frábærlega. Að skora fimm mörk á 60 mínútum, ótrúlegur leikmaður, þvílíkur efniviður. Kraftur, hugarfar, hann er sigurvegari. Frábær,“ sagði Pep á sinn einstaka hátt. Erling Braut Håland hefur skorað 39 mörk og gefið 5 stoðsendingar í öllum keppnum til þessa á leiktíðinni. Það er í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann brýtur 50 marka múrinn. Klippa: Fimma Erling Haaland á móti Leipzig
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira