„Það var varla hægt að tala við mig í gær“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2023 08:30 Katrín Ásbjörnsdóttir. Vísir/Sigurjón Katrín Ásbjörnsdóttir getur vart leynt gleði sinni eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hennar eru umtalsvert minna alvarleg en búist var við í fyrstu. Hún býst við að verða komin aftur á völlinn með Blikum þegar skammt verður liðið á Bestu deild kvenna í sumar. Katrín varð fyrir tæklingu undir lok fyrri hálfleiks í leik Breiðabliks við fyrrum félag hennar Stjörnunnar í Lengjubikarnum á föstudagskvöldið. Öllum sem sáu leikinn var ljóst að hún var sárþjáð og hélt strax um hnéð. Óttuðust þá margir að um krossbandaslit væru að ræða og þar með fótboltasumarið úr sögunni. „Það heyrðist smellur og læti. Þetta var ofboðslega vont og líka bara svolítið sjokk. Þetta leit ekki vel út og ég talaði við Ása [Ásmund Arnarsson, þjálfara Breiðabliks] þegar ég var komin heim á föstudagskvöldinu eftir leik og sagði við hann að mér litist ekkert á þetta. Ég hélt að þetta yrði mjög alvarlegt,“ Krossband Katrínar skaddaðist hins vegar ekki. Það kom í ljós eftir segulómskoðun í fyrradag en biðin eftir niðurstöðu var Katrínu löng. Það fór umtalsvert betur áhorfðist. „Þetta var bara tognun á liðbandinu og beinmar. Læknirninn talar um fjórar til sex vikur. Það eru sex vikur og fjórir dagar í mót, þannig að þetta eru bara frábærar fréttir,“ segir Katrín sem var eðlilega afar létt og á bágt með að vera hennar á hliðarlínunni verði svo miklu skemmri en útlit var fyrir. Aðspurð hvort hún hafi brosað hringinn frá því að niðurstaðan fékkst segir hún: „Já, það má segja það. Það var varla hægt að tala við mig í gær. Ég fór í myndatökuna og svo var dagurinn rosa erfiður í gær að bíða eftir niðurstöðum. Svo er þetta bara búin að vera gleði síðan þá,“ Fengið góðar móttökur í Kópavogi Katrín gekk í raðir Breiðabliks í vetur frá Stjörnunni en hún hlaut bronsskóinn með Stjörnuliði sem endaði í öðru sæti deildarinnar og hlaut þannig Evrópusæti á kostnað Breiðabliks sem endaði í þriðja. Hún segir töluverð viðbrigði að koma í Kópavoginn en ber Blikaliðinu vel söguna. „Auðvitað eru það [viðbrigði], ég hef aldrei verið hérna áður. En mér hefur aldrei ég fundist ég eins velkomin í félag eins og núna. Það eru allir svo yndislegir við mann og bjóða mann mjög velkominn. Mér líður bara virkilega vel hérna og er mjög spennt fyrir sumrinu.“ segir Katrín. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Katrín varð fyrir tæklingu undir lok fyrri hálfleiks í leik Breiðabliks við fyrrum félag hennar Stjörnunnar í Lengjubikarnum á föstudagskvöldið. Öllum sem sáu leikinn var ljóst að hún var sárþjáð og hélt strax um hnéð. Óttuðust þá margir að um krossbandaslit væru að ræða og þar með fótboltasumarið úr sögunni. „Það heyrðist smellur og læti. Þetta var ofboðslega vont og líka bara svolítið sjokk. Þetta leit ekki vel út og ég talaði við Ása [Ásmund Arnarsson, þjálfara Breiðabliks] þegar ég var komin heim á föstudagskvöldinu eftir leik og sagði við hann að mér litist ekkert á þetta. Ég hélt að þetta yrði mjög alvarlegt,“ Krossband Katrínar skaddaðist hins vegar ekki. Það kom í ljós eftir segulómskoðun í fyrradag en biðin eftir niðurstöðu var Katrínu löng. Það fór umtalsvert betur áhorfðist. „Þetta var bara tognun á liðbandinu og beinmar. Læknirninn talar um fjórar til sex vikur. Það eru sex vikur og fjórir dagar í mót, þannig að þetta eru bara frábærar fréttir,“ segir Katrín sem var eðlilega afar létt og á bágt með að vera hennar á hliðarlínunni verði svo miklu skemmri en útlit var fyrir. Aðspurð hvort hún hafi brosað hringinn frá því að niðurstaðan fékkst segir hún: „Já, það má segja það. Það var varla hægt að tala við mig í gær. Ég fór í myndatökuna og svo var dagurinn rosa erfiður í gær að bíða eftir niðurstöðum. Svo er þetta bara búin að vera gleði síðan þá,“ Fengið góðar móttökur í Kópavogi Katrín gekk í raðir Breiðabliks í vetur frá Stjörnunni en hún hlaut bronsskóinn með Stjörnuliði sem endaði í öðru sæti deildarinnar og hlaut þannig Evrópusæti á kostnað Breiðabliks sem endaði í þriðja. Hún segir töluverð viðbrigði að koma í Kópavoginn en ber Blikaliðinu vel söguna. „Auðvitað eru það [viðbrigði], ég hef aldrei verið hérna áður. En mér hefur aldrei ég fundist ég eins velkomin í félag eins og núna. Það eru allir svo yndislegir við mann og bjóða mann mjög velkominn. Mér líður bara virkilega vel hérna og er mjög spennt fyrir sumrinu.“ segir Katrín.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira