Ótrúleg hæfileikaverksmiðja Benfica Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2023 09:01 Verður Gonçalo Ramos næsti leikmaðurinn sem Benfica selur á meira en tug milljarða íslenskra króna? Carlos Rodrigues/Getty Images Benfica frá Portúgal er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það eitt og sér er ef til vill ekki það merkilegt, ótrúlegustu lið slysast langt í Meistaradeildinni ár frá ári. Að Benfica geti það þrátt fyrir að selja hverja stórstjörnuna á fætur annarri, ár eftir ár, er hins vegar ótrúlegt. Benfica seldi heimsmeistarann Enzo Fernándes til Chelsea í janúar á upphæð sem er vart hægt að íslenska. Hann er talinn hafa kostað rúmlega 105 milljónir punda eða rúma 18 milljarða íslenskra króna. Hann var ekki eini eftirsótti leikmaður Benfica í janúar en félaginu tókst þó að halda í framherjann Gonçalo Ramos, um stundar sakir allavega. Félagið er þó byrjað að telja niður dagana í að hann verði seldur á upphæð ekki mikið lægri en þá sem Enzo fór á. Benfica er að eiga frábært tímabil og virðist nær öruggt að félagið verði portúgalskur meistari. Þá er spurning hversu langt það getur farið í Meistaradeildinni en brotthvarf Enzo hafði ekki mikil áhrif gegn Club Brugge í 16-liða úrslitum. Mótherjinn í 8-liða úrslitum mun þó vera töluvert erfiðari. Eftir söluna á Enzo hafa erlendir fjölmiðlar keppst við að skrifa um hina ótrúlegu hæfileikaverksmiðju sem staðsett í Lissabon. Akademía félagsins virðist sú best rekna í heimi en ár hvert kynnir Benfica nýtt undrabarn til leiks. Benfica are looking to reach the last eight of the #UCL for the second time in as many seasons.From dance lessons to sports psychologists at training, @stujames75 went behind the scenes at their academy - Europe's biggest talent factory.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 Síðan 2015 hefur Benfica selt leikmenn úr akademíu sinni fyrir 336 milljónir punda eða rúmlega 57 milljarða íslenskra króna. Salan á Enzo er ekki inn í þessari tölu þar sem hann var keyptur til félagsins aðeins hálfu ári áður en það seldi hann á himinháa upphæð til Chelsea. Darwin Núñez er annað dæmi um mann sem Benfica keypti og seldi síðan á fúlgur fjár. Þá er nóg af dæmum um menn sem hafa komið úr unglingastarfinu og hafa verið seldir dýrum dómum til erlendra félaga. Þar má til að mynda nefna: João Félix til Atlético Madríd Rúben Dias til Manchester City João Cancelo til Valencia Ederson til Man City Næstur af færibandinu verður eflaust miðvörðurinn António Silva. Sá er 19 ára gamall og talinn einn efnilegasti varnarmaður í heimi. Ástæðurnar fyrir frábæru unglingastarfi Benfica eru margþættar. Félagið fær til sín leikmenn frá öllum hornum Portúgal, er með mjög skipulagt unglingastarf og ræður aðeins færasta fólkið. Það er vel hugsar um líkamlega og andlega heilsu leikmanna, er með færa njósnara erlendis – sérstaklega í Suður-Ameríku. Þá er B-liðið þeirra í næstefstu deild frekar en hefðbundinni varaliðsdeild. Proactive in the market Competitive environment MentalityBut how do these factors combine so perfectly at SL Benfica that the club has become a renowned talent factory? #BBCFootball #BBCEuroFooty— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2023 Hversu lengi þessi gullöld Benfica varir kemur í ljós en eins og áður sagði má reikna með að félagið græði allavega nokkra tugi milljóna punda til viðbótar þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í sumar. Fótbolti Portúgalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira
Benfica seldi heimsmeistarann Enzo Fernándes til Chelsea í janúar á upphæð sem er vart hægt að íslenska. Hann er talinn hafa kostað rúmlega 105 milljónir punda eða rúma 18 milljarða íslenskra króna. Hann var ekki eini eftirsótti leikmaður Benfica í janúar en félaginu tókst þó að halda í framherjann Gonçalo Ramos, um stundar sakir allavega. Félagið er þó byrjað að telja niður dagana í að hann verði seldur á upphæð ekki mikið lægri en þá sem Enzo fór á. Benfica er að eiga frábært tímabil og virðist nær öruggt að félagið verði portúgalskur meistari. Þá er spurning hversu langt það getur farið í Meistaradeildinni en brotthvarf Enzo hafði ekki mikil áhrif gegn Club Brugge í 16-liða úrslitum. Mótherjinn í 8-liða úrslitum mun þó vera töluvert erfiðari. Eftir söluna á Enzo hafa erlendir fjölmiðlar keppst við að skrifa um hina ótrúlegu hæfileikaverksmiðju sem staðsett í Lissabon. Akademía félagsins virðist sú best rekna í heimi en ár hvert kynnir Benfica nýtt undrabarn til leiks. Benfica are looking to reach the last eight of the #UCL for the second time in as many seasons.From dance lessons to sports psychologists at training, @stujames75 went behind the scenes at their academy - Europe's biggest talent factory.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 Síðan 2015 hefur Benfica selt leikmenn úr akademíu sinni fyrir 336 milljónir punda eða rúmlega 57 milljarða íslenskra króna. Salan á Enzo er ekki inn í þessari tölu þar sem hann var keyptur til félagsins aðeins hálfu ári áður en það seldi hann á himinháa upphæð til Chelsea. Darwin Núñez er annað dæmi um mann sem Benfica keypti og seldi síðan á fúlgur fjár. Þá er nóg af dæmum um menn sem hafa komið úr unglingastarfinu og hafa verið seldir dýrum dómum til erlendra félaga. Þar má til að mynda nefna: João Félix til Atlético Madríd Rúben Dias til Manchester City João Cancelo til Valencia Ederson til Man City Næstur af færibandinu verður eflaust miðvörðurinn António Silva. Sá er 19 ára gamall og talinn einn efnilegasti varnarmaður í heimi. Ástæðurnar fyrir frábæru unglingastarfi Benfica eru margþættar. Félagið fær til sín leikmenn frá öllum hornum Portúgal, er með mjög skipulagt unglingastarf og ræður aðeins færasta fólkið. Það er vel hugsar um líkamlega og andlega heilsu leikmanna, er með færa njósnara erlendis – sérstaklega í Suður-Ameríku. Þá er B-liðið þeirra í næstefstu deild frekar en hefðbundinni varaliðsdeild. Proactive in the market Competitive environment MentalityBut how do these factors combine so perfectly at SL Benfica that the club has become a renowned talent factory? #BBCFootball #BBCEuroFooty— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2023 Hversu lengi þessi gullöld Benfica varir kemur í ljós en eins og áður sagði má reikna með að félagið græði allavega nokkra tugi milljóna punda til viðbótar þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í sumar.
Fótbolti Portúgalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira