Varðstaða um sérhagsmuni aldrei birst eins skýrt og nú Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2023 15:55 Fjörtíu og fjögur verkalýðsfélög í fimm landssambandöndum tilheyra Alþýðusambandi Íslands. Vísir/Egill Formenn félaga Alþýðusambands Íslands segja að sjaldan hafi varðstaða um sérhagsmuni birst landsmönnum eins skýrt og nú. Ríkisstjórninni hafi mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. Í ályktun formannafundar ASÍ segir að alvarlegar aðstæður ríki í íslensku samfélagi. Átök á vinnumarkaði, mikil verðbólga og hnignun velferðakerfisins séu til marks um að stjórnvöldum hafi mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. „Gjaldþrot efnahags- og fjármálastefnu síðustu ríkisstjórna blasir nú við launafólki. Neyðarástand á húsnæðismarkaði, fasteignabóla, veiking heilbrigðiskerfis, aukin fákeppni og skattkerfi sem þjónar þeim eignamestu eru ekki á ábyrgð launafólks,“ segir í ályktuninni. Verkalýðshreyfingin hafi um árabil varað við því að stefna misskiptingar og varðstaða um sérhagsmuni kynti undir óstöðugleika. Stöðugleiki á vinnumarkaði sé hvorki sjálfsprottinn né sjálfgefinn. Hann sé afleiðing ákvarðana ábyrgra stjórnmálamanna um að skapa sátt um skiptingu verðmætasköpunar í samfélaginu og standa vörð um sterkt velferðarkerfi. „Sjaldan hefur varðstaða um sérhagsmuni birst landsmönnum svo skýrlega sem nú,“ segja formennirnir. Því samþykkti formannafundurinn að fordæma aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart afkomuvanda heimila og neyðarástandi í heilbrigðiskerfi og á húsnæðismarkaði. Verði ekki brugðist við sé ljóst að stefna muni í óefni við endurnýjun kjarasamninga eftir ár. „Formannafundur Alþýðusambands Íslands krefst þess að stjórnvöld hverfi frá þeirri stefnu að hlífa auðmagni og völdum stórfyrirtækjum við eðlilegu framlagi til samfélagsins. Óbreytt forgangsröðun og sinnuleysi gagnvart afkomuvanda fólksins í landinu er ekki lengur valkostur.“ Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Í ályktun formannafundar ASÍ segir að alvarlegar aðstæður ríki í íslensku samfélagi. Átök á vinnumarkaði, mikil verðbólga og hnignun velferðakerfisins séu til marks um að stjórnvöldum hafi mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. „Gjaldþrot efnahags- og fjármálastefnu síðustu ríkisstjórna blasir nú við launafólki. Neyðarástand á húsnæðismarkaði, fasteignabóla, veiking heilbrigðiskerfis, aukin fákeppni og skattkerfi sem þjónar þeim eignamestu eru ekki á ábyrgð launafólks,“ segir í ályktuninni. Verkalýðshreyfingin hafi um árabil varað við því að stefna misskiptingar og varðstaða um sérhagsmuni kynti undir óstöðugleika. Stöðugleiki á vinnumarkaði sé hvorki sjálfsprottinn né sjálfgefinn. Hann sé afleiðing ákvarðana ábyrgra stjórnmálamanna um að skapa sátt um skiptingu verðmætasköpunar í samfélaginu og standa vörð um sterkt velferðarkerfi. „Sjaldan hefur varðstaða um sérhagsmuni birst landsmönnum svo skýrlega sem nú,“ segja formennirnir. Því samþykkti formannafundurinn að fordæma aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart afkomuvanda heimila og neyðarástandi í heilbrigðiskerfi og á húsnæðismarkaði. Verði ekki brugðist við sé ljóst að stefna muni í óefni við endurnýjun kjarasamninga eftir ár. „Formannafundur Alþýðusambands Íslands krefst þess að stjórnvöld hverfi frá þeirri stefnu að hlífa auðmagni og völdum stórfyrirtækjum við eðlilegu framlagi til samfélagsins. Óbreytt forgangsröðun og sinnuleysi gagnvart afkomuvanda fólksins í landinu er ekki lengur valkostur.“
Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira