Mancini gagnrýndur fyrir að verja börn með kolgrímu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 19:15 Ungur aðdáandi og Victor Osimhen. EPA-EFE/MASSIMO PICA Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að verja börn sem þóttust vera framherjinn Victor Osimhen með því að lita andlit sitt svart, og vera þannig með kolgrímu [e. blackface]. Á dögunum fór fram kjötkveðjuhátíð – eða karnival – í Naples á Ítalíu. Um er að ræða viku af veisluhöldum og skemmtunum. Hluti af hátíðinni er að börn klæði sig upp eins og hetjurnar sínar. Það kom því lítið að óvart að fjöldi barna ákvað að vera Victor Osimhen, hinn 24 ára gamli Nígeríumaður sem hefur farið hamförum með Napoli á tímabilinu. Ásamt því að klæðast treyju leikmannsins þá var fjöldinn allur af börnum málaður þannig að þau líktust leikmanninum enn frekar. Það er, það var máluð á þau kolgríma [e. blackface]. Pósturinn sem Mancini hefur nú eytt.Instagram Sumir gengu svo langt að mála einnig hendurnar á börnunum og enn aðrir gengu svo langt að mála sérstaklega andlitsgrímuna sem Osimhen hefur borið eftir að hann lenti í harkalegu samstuði við Milan Škriniar, varnarmenn Inter, í nóvember 2021. Hinn 58 ára gamli Mancini, sem hefur stýrt ítalska landsliðinu frá 2018 og gerði liðið að Evrópumeisturum sumarið 2021, varði hins vegar ákvörðun foreldranna á Instagram-síðu sinni. „Það sem sumir sjá kynþáttaníð sé ég bara fegurð. Íþróttir eru fyrir alla og börn ykkar eru stórfengleg,“ segir í lauslegri þýðingu. Eftir að hafa fengið bágt fyrir á samfélagsmiðlum hefur Mancini eytt póstinum. „Þetta er risastórt vandamál. Fólk verður að skilja að þetta er enginn heiður fyrir Osimhen. Ég fæ klígju vegna þess fólks sem telur að þetta sé að sýna samstöðu eða stuðning við Osimhen,“ sagði rithöfundurinn Sabrina Efionayi en hún er af nígerískum uppruna. Italy boss Roberto Mancini DEFENDS children 'blacking up' as Napoli hitman Victor Osimhen https://t.co/vaJPgNJI96— MailOnline Sport (@MailSport) February 23, 2023 Hvað Osimhen varðar þá er hann orðaður við flest stórlið Evrópu um þessar mundir. Hann hefur verið sjóðandi heitur það sem af er tímabili og er búinn að skora 20 mörk og gefa 4 stoðsendingar í samtals 23 leikjum í Serie A og Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Ítalski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira
Á dögunum fór fram kjötkveðjuhátíð – eða karnival – í Naples á Ítalíu. Um er að ræða viku af veisluhöldum og skemmtunum. Hluti af hátíðinni er að börn klæði sig upp eins og hetjurnar sínar. Það kom því lítið að óvart að fjöldi barna ákvað að vera Victor Osimhen, hinn 24 ára gamli Nígeríumaður sem hefur farið hamförum með Napoli á tímabilinu. Ásamt því að klæðast treyju leikmannsins þá var fjöldinn allur af börnum málaður þannig að þau líktust leikmanninum enn frekar. Það er, það var máluð á þau kolgríma [e. blackface]. Pósturinn sem Mancini hefur nú eytt.Instagram Sumir gengu svo langt að mála einnig hendurnar á börnunum og enn aðrir gengu svo langt að mála sérstaklega andlitsgrímuna sem Osimhen hefur borið eftir að hann lenti í harkalegu samstuði við Milan Škriniar, varnarmenn Inter, í nóvember 2021. Hinn 58 ára gamli Mancini, sem hefur stýrt ítalska landsliðinu frá 2018 og gerði liðið að Evrópumeisturum sumarið 2021, varði hins vegar ákvörðun foreldranna á Instagram-síðu sinni. „Það sem sumir sjá kynþáttaníð sé ég bara fegurð. Íþróttir eru fyrir alla og börn ykkar eru stórfengleg,“ segir í lauslegri þýðingu. Eftir að hafa fengið bágt fyrir á samfélagsmiðlum hefur Mancini eytt póstinum. „Þetta er risastórt vandamál. Fólk verður að skilja að þetta er enginn heiður fyrir Osimhen. Ég fæ klígju vegna þess fólks sem telur að þetta sé að sýna samstöðu eða stuðning við Osimhen,“ sagði rithöfundurinn Sabrina Efionayi en hún er af nígerískum uppruna. Italy boss Roberto Mancini DEFENDS children 'blacking up' as Napoli hitman Victor Osimhen https://t.co/vaJPgNJI96— MailOnline Sport (@MailSport) February 23, 2023 Hvað Osimhen varðar þá er hann orðaður við flest stórlið Evrópu um þessar mundir. Hann hefur verið sjóðandi heitur það sem af er tímabili og er búinn að skora 20 mörk og gefa 4 stoðsendingar í samtals 23 leikjum í Serie A og Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Ítalski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira