Carragher foxillur: „Skammarlegt og vandræðalegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. febrúar 2023 08:00 Carragher var ekki ánægður með Rauða herinn í gær. Adam Davy/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, vandaði leikmönnum liðsins ekki kveðjurnar eftir 5-2 tap þeirra fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liverpool komst 2-0 yfir í leik gærkvöldsins með mörkum frá Darwin Nunez og Mohamed Salah snemma leiks en Brasilíumaðurinn Vinicius Júnior svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé. Real Madrid skoraði svo þrjú mörk í síðari hálfleiknum þar sem Púllarar virtust aldrei líklegir til afreka - raunar virtist allt líf úr þeim eftir að Real jafnaði fyrir hléið. Éder Militao kom Real yfir snemma í síðari hálfleik áður en tvö mörk Karims Benzema innsigluðu 5-2 sigur Madrídinga. „Í fyrsta lagi verð ég að hrósa Real Madrid fyrir þeirra frammistöðu, að koma á Anfield og gera þetta. Ég hef aldrei séð lið koma á Anfield á Evrópukvöldi, spila svona og gjörsigra Liverpool með þessum hætti,“ sagði Jamie Carragher í útsendingu CBS Sports í kringum leikinn. „En þetta var skammarlegt hjá Liverpool. Vandræðalegt. Við höfum afsakað þá alla leiktíðina, varðandi ástæður fyrir því að þeir hafi ekki spilað eins vel í ár og síðustu tímabil, en þessi síðari hálfleikur var til skammar,“ segir Carragher. Sigrarnir á Everton og Newcastle segi ekkert Carragher segir Púllara hafa farið fram úr sér vegna sigra á Everton og Newcastle í síðustu tveimur leikjum fyrir tap gærkvöldsins. Liðið hafði varla unnið leik eftir HM-hlé en virtist vera að rétta úr kútnum með sigrinum tveimur. „Þeir spiluðu gegn Everton-liði sem sýndu eina verstu frammistöðu sem ég hef séð í grannaslag og gerðu ekkert. Ég var á Newcastle-leiknum einnig, þar sem Newcastle skapaði færi þrátt fyrir að vera 10 gegn 11,“ „Ef Newcastle hefði haft ellefu leikmenn hefðu þeir jafnað 2-2, ég er handviss um það, vegna þess að Liverpool hefur alla leiktíðina, verið gjörsamlega úti að aka varnarlega,“ "Virgil van Dijk said I wouldn't get in that back four a few months ago. I think I'd take his place at the moment..."@Carra23 calls Liverpool's defensive display "shambolic" . pic.twitter.com/c9c06mR2cT— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 21, 2023 Segist sjálfur geta tekið sæti van Dijk Carragher er goðsögn á meðal stuðningsmanna Liverpool en hann spilaði allan sinn feril hjá félaginu, rúmlega 500 deildarleiki frá 1996 til 2013, í vörn félagsins. „Við höldum áfram að leita ástæðna og afsakana, en nei, þetta er ekki nálægt því að vera nægilega gott varnarlega sem stendur,“ „Það sem mér finnst fyndið er að Virgil van Dijk sagði fyrir um tveimur mánuðum er að ég upp á mitt besta myndi ekki komast í Liverpool dagsins í dag. Ég held ég gæti tekið sæti hans sem stendur,“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Liverpool komst 2-0 yfir í leik gærkvöldsins með mörkum frá Darwin Nunez og Mohamed Salah snemma leiks en Brasilíumaðurinn Vinicius Júnior svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé. Real Madrid skoraði svo þrjú mörk í síðari hálfleiknum þar sem Púllarar virtust aldrei líklegir til afreka - raunar virtist allt líf úr þeim eftir að Real jafnaði fyrir hléið. Éder Militao kom Real yfir snemma í síðari hálfleik áður en tvö mörk Karims Benzema innsigluðu 5-2 sigur Madrídinga. „Í fyrsta lagi verð ég að hrósa Real Madrid fyrir þeirra frammistöðu, að koma á Anfield og gera þetta. Ég hef aldrei séð lið koma á Anfield á Evrópukvöldi, spila svona og gjörsigra Liverpool með þessum hætti,“ sagði Jamie Carragher í útsendingu CBS Sports í kringum leikinn. „En þetta var skammarlegt hjá Liverpool. Vandræðalegt. Við höfum afsakað þá alla leiktíðina, varðandi ástæður fyrir því að þeir hafi ekki spilað eins vel í ár og síðustu tímabil, en þessi síðari hálfleikur var til skammar,“ segir Carragher. Sigrarnir á Everton og Newcastle segi ekkert Carragher segir Púllara hafa farið fram úr sér vegna sigra á Everton og Newcastle í síðustu tveimur leikjum fyrir tap gærkvöldsins. Liðið hafði varla unnið leik eftir HM-hlé en virtist vera að rétta úr kútnum með sigrinum tveimur. „Þeir spiluðu gegn Everton-liði sem sýndu eina verstu frammistöðu sem ég hef séð í grannaslag og gerðu ekkert. Ég var á Newcastle-leiknum einnig, þar sem Newcastle skapaði færi þrátt fyrir að vera 10 gegn 11,“ „Ef Newcastle hefði haft ellefu leikmenn hefðu þeir jafnað 2-2, ég er handviss um það, vegna þess að Liverpool hefur alla leiktíðina, verið gjörsamlega úti að aka varnarlega,“ "Virgil van Dijk said I wouldn't get in that back four a few months ago. I think I'd take his place at the moment..."@Carra23 calls Liverpool's defensive display "shambolic" . pic.twitter.com/c9c06mR2cT— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 21, 2023 Segist sjálfur geta tekið sæti van Dijk Carragher er goðsögn á meðal stuðningsmanna Liverpool en hann spilaði allan sinn feril hjá félaginu, rúmlega 500 deildarleiki frá 1996 til 2013, í vörn félagsins. „Við höldum áfram að leita ástæðna og afsakana, en nei, þetta er ekki nálægt því að vera nægilega gott varnarlega sem stendur,“ „Það sem mér finnst fyndið er að Virgil van Dijk sagði fyrir um tveimur mánuðum er að ég upp á mitt besta myndi ekki komast í Liverpool dagsins í dag. Ég held ég gæti tekið sæti hans sem stendur,“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn