Mótvægisaðgerðir vegna Covid námu 450 milljörðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. febrúar 2023 18:01 Stjórnvöld vörðu 450 milljörðum í mótvægisaðgerðir vegna Covid. Vísir/Vilhelm Mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs Covid á árunum 2020 til 2022 námu alls 450 milljörðum króna, eða 4,5 prósentum af landsframleiðslu á tímabilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með aðgerðunum hafi tekist að varðveita kaupmátt heimilanna svo innlend eftirspurn héldist sterk, auk þess að forða fjölda gjaldþrota og atvinnumissi. Hvort tveggja hafi rutt brautina fyrir kröftugan efnahagsbata sem hafist hafi árið 2021. Þetta er byggt á lokaskýrslu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið vann um viðbrögð við faraldrinum, sem mörg voru kynnt fljótlega eftir upphaf hans. Aðgerðirnar hafi miðað að því að draga úr óvissu, viðhalda eftirspurn á meðan áhrifa faraldursins gætti og varðveita framleiðslugetu hagkerfisins. „Aðgerðirnar voru í megindráttum sambærilegar aðgerðum nágrannaríkja og lögðust á sveif með sterku sjálfvirku viðbragði skattkerfis og atvinnuleysisbóta. Afleiðing þessa var sú að halli hins opinbera varð sá annar mesti í lýðveldissögunni. Tölulegum fjármálareglum laga um opinber fjármál var vikið til hliðar og fjármálastefnan endurskoðuð. Góð staða ríkissjóðs, sterk erlend staða þjóðarbúsins og takmörkuð skuldsetning einkaaðila voru forsendur þess að hægt var að bregðast við af krafti án þess að lánshæfi ríkissjóðs eða gengisstöðugleika stæði ógn af hallarekstri og skuldaaukningu ríkissjóðs,“ segir í tilkynningunni. Fjármunum forgangsraðað Þá kemur fram að 320 af þeim 450 milljörðum sem runnu í mótvægisaðgerðirnar hafi haft bein áhrif á afkomu ríkissjóðs, hvort sem var í formi útgjaldaauka eða minni skattheimtu. Aðrar aðgerðir sem ekki hafi komið fram með beinum hætti hafi þó einnig verið umfangsmiklar. Þar hafi verið um að ræða skattfrestanir, ríkistryggð lán, ábyrgðir og heimild til úttektar séreignarsparnaðar. Fjármunum hafi verið forgangsraðað til heilbrigðisimála á meðan stuðningi við atvinnulíf og heimili hafi verið ætlað að bregðast við sértækum vanda þeirra sem urðu fyrir mestum efnahagsáhrifum vegna faraldursins. „Á tímabili faraldursins jókst kaupmáttur allra tekjuhópa en mest var aukningin hjá þeim sem höfðu lægstar tekjur. Þá voru skólalokanir óvíða jafn fátíðar og hér á landi. Rannsóknir benda til þess að skólalokanir hafa neikvæð langtíma áhrif á hæfni og framtíðartekjur einstaklinga, ekki síst hjá verra stöddum og yngri nemendum.“ Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast lokaskýrslu fjármálaráðuneytisins í heild sinni. Tengd skjöl Mótvægisaðgerðir_stjórnvalda_vegna_heimsfaraldurs_kórónuveiru_fyrir_vefPDF701KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með aðgerðunum hafi tekist að varðveita kaupmátt heimilanna svo innlend eftirspurn héldist sterk, auk þess að forða fjölda gjaldþrota og atvinnumissi. Hvort tveggja hafi rutt brautina fyrir kröftugan efnahagsbata sem hafist hafi árið 2021. Þetta er byggt á lokaskýrslu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið vann um viðbrögð við faraldrinum, sem mörg voru kynnt fljótlega eftir upphaf hans. Aðgerðirnar hafi miðað að því að draga úr óvissu, viðhalda eftirspurn á meðan áhrifa faraldursins gætti og varðveita framleiðslugetu hagkerfisins. „Aðgerðirnar voru í megindráttum sambærilegar aðgerðum nágrannaríkja og lögðust á sveif með sterku sjálfvirku viðbragði skattkerfis og atvinnuleysisbóta. Afleiðing þessa var sú að halli hins opinbera varð sá annar mesti í lýðveldissögunni. Tölulegum fjármálareglum laga um opinber fjármál var vikið til hliðar og fjármálastefnan endurskoðuð. Góð staða ríkissjóðs, sterk erlend staða þjóðarbúsins og takmörkuð skuldsetning einkaaðila voru forsendur þess að hægt var að bregðast við af krafti án þess að lánshæfi ríkissjóðs eða gengisstöðugleika stæði ógn af hallarekstri og skuldaaukningu ríkissjóðs,“ segir í tilkynningunni. Fjármunum forgangsraðað Þá kemur fram að 320 af þeim 450 milljörðum sem runnu í mótvægisaðgerðirnar hafi haft bein áhrif á afkomu ríkissjóðs, hvort sem var í formi útgjaldaauka eða minni skattheimtu. Aðrar aðgerðir sem ekki hafi komið fram með beinum hætti hafi þó einnig verið umfangsmiklar. Þar hafi verið um að ræða skattfrestanir, ríkistryggð lán, ábyrgðir og heimild til úttektar séreignarsparnaðar. Fjármunum hafi verið forgangsraðað til heilbrigðisimála á meðan stuðningi við atvinnulíf og heimili hafi verið ætlað að bregðast við sértækum vanda þeirra sem urðu fyrir mestum efnahagsáhrifum vegna faraldursins. „Á tímabili faraldursins jókst kaupmáttur allra tekjuhópa en mest var aukningin hjá þeim sem höfðu lægstar tekjur. Þá voru skólalokanir óvíða jafn fátíðar og hér á landi. Rannsóknir benda til þess að skólalokanir hafa neikvæð langtíma áhrif á hæfni og framtíðartekjur einstaklinga, ekki síst hjá verra stöddum og yngri nemendum.“ Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast lokaskýrslu fjármálaráðuneytisins í heild sinni. Tengd skjöl Mótvægisaðgerðir_stjórnvalda_vegna_heimsfaraldurs_kórónuveiru_fyrir_vefPDF701KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira