Vilja aðstoð við að endurbyggja sögufrægt hús í Vík í Mýrdal Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 11:26 Í Halldórsbúð var starfrækt fyrsta verslun Víkur í Mýrdal. Kötlusetur Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur óskað eftir samstarfi við ríkið til að byggja upp Halldórsbúð í Vík. Þar var starfrækt fyrsta verslun bæjarins en stefnt er að því að reka þar stofnun fræða eða þekkingarsetur. Halldórsbúð var reist árið 1903 og rak þar Halldór Jónsson verslun sína. Synir hans tóku við rekstrinum eftir andlát hans og ráku allt til ársins 1950. Þá tók Verslunarfélag Vestur-Skaftfellinga við rekstrinum og rak verslunina í 21 ár þegar hún var flutt í nýtt verslunar hús. Húsið hefur síðan þá gegnt nokkrum hlutverkum, meðal annars var þar Prjónastofan Katla, véla- og viðgerðarverkstæði og pakkhús. Engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan árið 1997. Árið 2021 hóf Mýrdalshreppur ásamt Kötlusetri að undirbúa endurbyggingu Halldórsbúðar. Steyptur hefur verið grunnur að nýju húsi en ekki hefur tekist að ljúka við bygginguna vegna fjölmargra verkefna sveitarfélagsins. Meðal verkefna sem í gangi eru í sveitarfélaginu eru íbúðaverkefni, deili- og aðalskipulagsgerð, efling starfs á sviði fjölmenningar í leik- og grunnskólum og fleira. Sveitarstjórn Mýrdalshrepp sér ekki fram á að geta lokið framkvæmdum Halldórsbúðar án aðstoðar frá ríkinu. Því hefur stjórnin óskað eftir því að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun framkvæmdanna. Í bréfi sem Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýdalshrepps, sendi á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra er einnig óskað eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála eða ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar komi að því að undirbúa stofnun fræða eða þekkingarsetur sem starfrækt yrði í Halldórsbúð. Áherslur setursins gætu tengst einstaka samsetningu sveitarfélagsins en hvergi annars staðar á landinu má finna hærra hlutfall erlendra íbúa. Um fimmtíu prósent íbúa Mýrdalshrepps eru erlendir. „Með þessu móti yrði endurbyggð Halldórsbúð að nýju lífæð sveitarfélagsins og stuðlað að því að þær öru breytingar sem eru yfirstandandi í sveitarfélaginu skili okkur sjálfbæru samfélagi til framtíðar,“ segir í bréfinu. Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Húsavernd Skipulag Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Halldórsbúð var reist árið 1903 og rak þar Halldór Jónsson verslun sína. Synir hans tóku við rekstrinum eftir andlát hans og ráku allt til ársins 1950. Þá tók Verslunarfélag Vestur-Skaftfellinga við rekstrinum og rak verslunina í 21 ár þegar hún var flutt í nýtt verslunar hús. Húsið hefur síðan þá gegnt nokkrum hlutverkum, meðal annars var þar Prjónastofan Katla, véla- og viðgerðarverkstæði og pakkhús. Engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan árið 1997. Árið 2021 hóf Mýrdalshreppur ásamt Kötlusetri að undirbúa endurbyggingu Halldórsbúðar. Steyptur hefur verið grunnur að nýju húsi en ekki hefur tekist að ljúka við bygginguna vegna fjölmargra verkefna sveitarfélagsins. Meðal verkefna sem í gangi eru í sveitarfélaginu eru íbúðaverkefni, deili- og aðalskipulagsgerð, efling starfs á sviði fjölmenningar í leik- og grunnskólum og fleira. Sveitarstjórn Mýrdalshrepp sér ekki fram á að geta lokið framkvæmdum Halldórsbúðar án aðstoðar frá ríkinu. Því hefur stjórnin óskað eftir því að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun framkvæmdanna. Í bréfi sem Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýdalshrepps, sendi á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra er einnig óskað eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála eða ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar komi að því að undirbúa stofnun fræða eða þekkingarsetur sem starfrækt yrði í Halldórsbúð. Áherslur setursins gætu tengst einstaka samsetningu sveitarfélagsins en hvergi annars staðar á landinu má finna hærra hlutfall erlendra íbúa. Um fimmtíu prósent íbúa Mýrdalshrepps eru erlendir. „Með þessu móti yrði endurbyggð Halldórsbúð að nýju lífæð sveitarfélagsins og stuðlað að því að þær öru breytingar sem eru yfirstandandi í sveitarfélaginu skili okkur sjálfbæru samfélagi til framtíðar,“ segir í bréfinu.
Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Húsavernd Skipulag Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira