Ljósleiðaradeildin í beinni: Þrjú lið berjast um deildarmeistaratitilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2023 19:06 Leikir kvöldsins. Lokaumferð deildarkeppninnar í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO klárast í kvöld þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Þór, Atlantic Esports og ríkjandi meistarar Dusty mæta öll til leiks í kvöld og öll geta þessi þrjú lið tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Dusty er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar og því getur liðið varið titilinn með sigri, sama hvernig aðrir leikir kvöldsins fara. Við hefjum leik á viðureign Ármanns og FH klukkan 19:30 áður en alvaran tekur við. Atlantic mætir Ten5ion klukkan 20:30 í leik sem ætti að vera skyldusigur fyrir Atlantic, enda situr Ten5ion í næst neðsta sæti deildarinnar með jafn mörg stig og botnlið Fylkis. Liðsmenn Atlantic munu svo bíða spenntir eftir seinustu viðureign kvöldsins þegar Dusty og Þór mætast klukkan 21:30. Eins og áður segir tryggir Dusty sér deildarmeistaratitilinn með sigri, en tapi liðið gegn Þór eru liðsmenn Atlantic deildarmeistarar. Eini möguleiki Þórs á deildarmeistaratitlinum er að Atlantic tapi gegn Ten5ion og Þórsarar vinni svo sigur gegn Dusty. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti
Þór, Atlantic Esports og ríkjandi meistarar Dusty mæta öll til leiks í kvöld og öll geta þessi þrjú lið tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Dusty er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar og því getur liðið varið titilinn með sigri, sama hvernig aðrir leikir kvöldsins fara. Við hefjum leik á viðureign Ármanns og FH klukkan 19:30 áður en alvaran tekur við. Atlantic mætir Ten5ion klukkan 20:30 í leik sem ætti að vera skyldusigur fyrir Atlantic, enda situr Ten5ion í næst neðsta sæti deildarinnar með jafn mörg stig og botnlið Fylkis. Liðsmenn Atlantic munu svo bíða spenntir eftir seinustu viðureign kvöldsins þegar Dusty og Þór mætast klukkan 21:30. Eins og áður segir tryggir Dusty sér deildarmeistaratitilinn með sigri, en tapi liðið gegn Þór eru liðsmenn Atlantic deildarmeistarar. Eini möguleiki Þórs á deildarmeistaratitlinum er að Atlantic tapi gegn Ten5ion og Þórsarar vinni svo sigur gegn Dusty.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti