Einvígi risa sem raknað hafa úr rotinu Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2023 12:01 Robert Lewandowski og Marcus Rashford eru ansi líklegir til að setja mark sitt á einvígi stórliðanna tveggja sem hefst í dag. Getty Barcelona og Manchester United hafa marga spennandi hildi háð í gegnum tíðina. Í dag mætast liðin hins vegar í Evrópudeildinni í fyrsta sinn, þrátt fyrir uppgang beggja í vetur undir stjórn nýrra þjálfara. Liðin mætast í fyrri leik sínum á Camp Nou snemma í dag, eða klukkan 17:45, og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Seinni leikurinn er svo á Old Trafford eftir viku. Barcelona hefur unnið alla sína leiki á árinu 2023 og virðist á hárréttri braut undir stjórn Xavi sem sneri aftur á Camp Nou síðasta sumar, eftir þriðja ár Börsunga í röð án þess að vinna spænsku deildina. Þeir eru komnir með átta stiga forskot á Real Madrid á toppi hennar. Þrátt fyrir það klúðruðu Börsungar tækifærinu á að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, þegar þeir enduðu fyrir neðan Bayern München og Inter í riðlakeppninni, og því eru þeir mættir í umspil Evrópudeildarinnar þar sem þeir berjast við United um sæti í 16-liða úrslitum. We're. Back. #UEL pic.twitter.com/SbCMiMGDRp— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 13, 2023 United hefur sömuleiðis vegnað afar vel eftir HM-hléið og er nú aðeins fimm stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar, eftir byrjunarörðugleika undir stjórn Eriks Ten Hag sem Hollendingurinn virðist hafa náð að lagfæra. Þá leikur liðið úrslitaleik í deildabikarnum síðar í mánuðinum og getur unnið sinn fyrsta titil í sex ár. United endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils í Evrópudeildinni í haust, á eftir Real Sociedad, og þarf því að fara í umspilið. Barcelona hefur haft nokkra yfirburði gegn United í síðustu leikjum liðanna en United fagnaði síðast sigri í einvígi gegn Barcelona árið 2008, samtals 1-0 í undanúrslitum, þegar liðið varð Evrópumeistari. Barcelona vann svo úrslitaleik liðanna ári seinna, 2-0, og sömuleiðis úrslitaleikinn 2011, 3-1. Þá mættust liðin í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 þar sem Barcelona vann báða leiki og einvígið samtals 4-0. United getur ekki teflt fram nýja manninum Marcel Sabitzer því hann er í banni vegna þriggja áminninga í búningi Bayern í haust, og sömu sögu er að segja af Lisandro Martínez. Antony, Anthony Martial og Scott McTominay fóru heldur ekki með liðinu til Barcelona vegna meiðsla, og Christian Eriksen og Donny van de Beek verða lengi frá vegna meiðsla. Börsungar eru án Ousmane Dembélé og Sergio Busquets. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Liðin mætast í fyrri leik sínum á Camp Nou snemma í dag, eða klukkan 17:45, og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Seinni leikurinn er svo á Old Trafford eftir viku. Barcelona hefur unnið alla sína leiki á árinu 2023 og virðist á hárréttri braut undir stjórn Xavi sem sneri aftur á Camp Nou síðasta sumar, eftir þriðja ár Börsunga í röð án þess að vinna spænsku deildina. Þeir eru komnir með átta stiga forskot á Real Madrid á toppi hennar. Þrátt fyrir það klúðruðu Börsungar tækifærinu á að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, þegar þeir enduðu fyrir neðan Bayern München og Inter í riðlakeppninni, og því eru þeir mættir í umspil Evrópudeildarinnar þar sem þeir berjast við United um sæti í 16-liða úrslitum. We're. Back. #UEL pic.twitter.com/SbCMiMGDRp— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 13, 2023 United hefur sömuleiðis vegnað afar vel eftir HM-hléið og er nú aðeins fimm stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar, eftir byrjunarörðugleika undir stjórn Eriks Ten Hag sem Hollendingurinn virðist hafa náð að lagfæra. Þá leikur liðið úrslitaleik í deildabikarnum síðar í mánuðinum og getur unnið sinn fyrsta titil í sex ár. United endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils í Evrópudeildinni í haust, á eftir Real Sociedad, og þarf því að fara í umspilið. Barcelona hefur haft nokkra yfirburði gegn United í síðustu leikjum liðanna en United fagnaði síðast sigri í einvígi gegn Barcelona árið 2008, samtals 1-0 í undanúrslitum, þegar liðið varð Evrópumeistari. Barcelona vann svo úrslitaleik liðanna ári seinna, 2-0, og sömuleiðis úrslitaleikinn 2011, 3-1. Þá mættust liðin í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 þar sem Barcelona vann báða leiki og einvígið samtals 4-0. United getur ekki teflt fram nýja manninum Marcel Sabitzer því hann er í banni vegna þriggja áminninga í búningi Bayern í haust, og sömu sögu er að segja af Lisandro Martínez. Antony, Anthony Martial og Scott McTominay fóru heldur ekki með liðinu til Barcelona vegna meiðsla, og Christian Eriksen og Donny van de Beek verða lengi frá vegna meiðsla. Börsungar eru án Ousmane Dembélé og Sergio Busquets. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira