Lionel Messi kominn á Hvolsvöll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2023 21:39 Hilmar og Gunnhildur Þórunn við málverkið af Lionel Messi, sem Hilmar fékk í 9 ára afmælisgjöf. Magnús Hlynur Hreiðarsson Knattspyrnuhetjan Messi og átrúnaðargoð margra er nú mættur á Hvolsvöll, reyndar ekki í eigin persónu en níu ára strákur á staðnum fékk málverk af honum í afmælisgjöf, sem mamma hans málaði. Verkið hefur vakið mikla athygli. Já, Lionel Messi er mættur í öllu sínu veldi inn í stofu á málverki í Króktúni 10 hjá fjölskyldunni þar. Ástæðan er sú að Messi er uppáhaldsknattspyrnumaður Hilmars Hoffritz, sem varð níu ára fyrir nokkrum dögum. Mamma hans ákvað að koma honum á óvart og málaði mynd af knattspyrnuhetjunni og gaf honum en hún hefur gert mikið af því að mála allskonar málverk. „Hilmar er voðalega nægjusamur þegar maður spurði hann hvað hann vildi. Honum var alveg sama og átti allt og eitthvað þannig. Hugmyndin kom þegar við vorum saman að horfa á HM fyrir jól. Við héldum svo mikið með Argentínu, eða ég þóttist halda með Argentínu bara út af Hilmari og þá kom hugmyndin að gefa honum málverk,“ segir Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir, mamma Hilmars. Og það tókst aldeilis vel hjá Gunnhildi að mála meistarann enda hefur hún fengið mjög góð viðbrögð við myndinni úr öllum áttum. „Ég var alveg ákveðin á mála þetta andliti og svo þurfti ég bara að finna eitthvað til að búa til smá hreyfingu með og svo setti ég smá gull með. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Gunnhildur enn fremur. En geta Messi aðdáendur pantað mynd hjá Gunnhildi eða? „Það er aldrei vita, kannski læt ég bara gera eftirprent, hver veit, það kemur í ljós.“ Gunnhildi Þórunni tókst frábærlega til þegar hún málaði Messi eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hilmar afmælisbarn er hæstánægður með afmælisgjöfina. „Messi vann heimsmeistaramótið og er flottur karl. Og hann er góður að taka víti en betri samt í aukaspyrnum,“ segir Hilmar Hvað ætlar þú að gera við myndina núna? „Hún fer inn í herbergið mitt. Vinirnir mínir, sem hafa séð hana segja að þetta sé geggjuð mynd.“ En langar Hilmar ekki að bjóða Messi að koma í heimsókn á Hvolsvöll og taka eina létta fótboltaæfingu með krökkunum? „Nei, hann myndi ekkert vita hvar staðurinn er og það væri svolítið skrýtið að bara einhver maður, sem skilur ekki íslensku komi á Hvolsvöll, hann skilur vara frönsku, argentínsku og spænsku,“ segir Hilmar og hlær. Þegar Hilmar er ekki í skólanum og ekki að leika sér við vini sínu þá situr hann við tölvuna og horfir á Messi spila fótbolta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Fótbolti Myndlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira
Já, Lionel Messi er mættur í öllu sínu veldi inn í stofu á málverki í Króktúni 10 hjá fjölskyldunni þar. Ástæðan er sú að Messi er uppáhaldsknattspyrnumaður Hilmars Hoffritz, sem varð níu ára fyrir nokkrum dögum. Mamma hans ákvað að koma honum á óvart og málaði mynd af knattspyrnuhetjunni og gaf honum en hún hefur gert mikið af því að mála allskonar málverk. „Hilmar er voðalega nægjusamur þegar maður spurði hann hvað hann vildi. Honum var alveg sama og átti allt og eitthvað þannig. Hugmyndin kom þegar við vorum saman að horfa á HM fyrir jól. Við héldum svo mikið með Argentínu, eða ég þóttist halda með Argentínu bara út af Hilmari og þá kom hugmyndin að gefa honum málverk,“ segir Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir, mamma Hilmars. Og það tókst aldeilis vel hjá Gunnhildi að mála meistarann enda hefur hún fengið mjög góð viðbrögð við myndinni úr öllum áttum. „Ég var alveg ákveðin á mála þetta andliti og svo þurfti ég bara að finna eitthvað til að búa til smá hreyfingu með og svo setti ég smá gull með. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Gunnhildur enn fremur. En geta Messi aðdáendur pantað mynd hjá Gunnhildi eða? „Það er aldrei vita, kannski læt ég bara gera eftirprent, hver veit, það kemur í ljós.“ Gunnhildi Þórunni tókst frábærlega til þegar hún málaði Messi eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hilmar afmælisbarn er hæstánægður með afmælisgjöfina. „Messi vann heimsmeistaramótið og er flottur karl. Og hann er góður að taka víti en betri samt í aukaspyrnum,“ segir Hilmar Hvað ætlar þú að gera við myndina núna? „Hún fer inn í herbergið mitt. Vinirnir mínir, sem hafa séð hana segja að þetta sé geggjuð mynd.“ En langar Hilmar ekki að bjóða Messi að koma í heimsókn á Hvolsvöll og taka eina létta fótboltaæfingu með krökkunum? „Nei, hann myndi ekkert vita hvar staðurinn er og það væri svolítið skrýtið að bara einhver maður, sem skilur ekki íslensku komi á Hvolsvöll, hann skilur vara frönsku, argentínsku og spænsku,“ segir Hilmar og hlær. Þegar Hilmar er ekki í skólanum og ekki að leika sér við vini sínu þá situr hann við tölvuna og horfir á Messi spila fótbolta.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Fótbolti Myndlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira