Íbúar á öllu Norðurlandi og Ströndum, á Breiðafirði og á Vestfjörðum mega búast við 20-28 metrum á sekúndu með snörpum vindhviðum við fjöll. Viðvörunin er í gildi út daginn og fram á nótt. Með kvöldinu er spáð éljum með takmörkuðu skyggni.
Varað er við því að aka um svæðin á ökutækjum sem eru ekki gerð fyrir veður og vind. „Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi og hætt við foktjóni,“ segir á vef Veðurstofunnar.
