Neuer þyrlaði upp ryki þegar hann gagnrýndi ákvörðun ákvörðun Bayern að reka markvarðaþjálfarann Toni Tapalovic. Þeir Neuer spiluðu saman hjá Schalke og eru miklir vinir. Í viðtali við The Athletic líkti brottrekstri Tapalovic við að einhver hefði rifið hjartað á honum úr.
Matthäus var ekki sáttur með ummæli Neuers sem er frá keppni eftir að hafa fótbrotnað á skíðum eftir heimsmeistaramótið í Katar.
„Manuel Neuer er ekki lengur boðlegur sem fyrirliði Bayern,“ skrifaði Matthäus í pistil sinn fyrir Sky í Þýskalandi.
„Hann var kærulaus á skíðum og fór svo í viðtal þar sem hann réðist á félagið. Sagði hann ekki að enginn væri stærri en félagið fyrir nokkrum vikum? Og svo þetta. Það sem truflaði mig við viðtal Manuels var ýkt orðanotkun hans. Hjartað rifið úr. Enginn dó, ekkert barn er alvarlega veikt. Þarna var starfsmaður sem hann var mjög náinn látinn fara.“
Bayern sigraði Wolfsburg með fjórum mörkum gegn tveimur í gær og endurheimti þar með sæti sitt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.
Yann Sommer ver mark Bayern þessa dagana en félagið fékk hann á láni frá Borussia Mönchengladbach eftir að Neuer meiddist.