Martröð Jóns Guðna ætlar engan enda að taka Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2023 15:00 Jón Guðni Fjóluson missir af tveimur heilum leiktíðum vegna meiðsla. @Hammarbyfotboll Frá því skömmu eftir að Jón Guðni Fjóluson stóð í miðri vörn Íslands í leik gegn Þýskalandi, í undankeppni HM haustið 2021, hefur hann nánast ekkert getað spilað fótbolta og biðin hefur enn lengst. Jón Guðni sleit krossband í hné þetta sama haust en hafði í hyggju að snúa aftur til keppni á komandi leiktíð með liði sínu Hammarby í Svíþjóð. Ekkert verður hins vegar af því þar sem að Jón Guðni lenti í bakslagi og neyðist til að fara í nýja aðgerð. Eftir að hafa misst af öllu keppnistímabilinu í fyrra missir Jón Guðni því einnig af tímabilinu í ár, og samningur hans við Hammarby rennur út í lok ársins. „Þetta eru leiðinlegar fréttir. Við styðjum hann. Hann er stórkostlegur leiðtogi og manneskja,“ segir Marti Cifuentes, þjálfari Hammarby, við Fotbollskanalen. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021 en þá var hann orðinn byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu.Getty/Alex Grimm „Þó að síðasta ár hafi verið virkilega erfitt fyrir hann þá var hann alltaf til staðar. Nú verðum við að styðja við hann og vona það besta. Því þetta er virkilega erfitt bakslag,“ segir Cifuentes. Hann segir þó ekki mikinn bilbug að finna á hinum 33 ára Jóni Guðna, sem verið hefur atvinnumaður síðustu tólf ár en var áður hjá Fram. Leikurinn gegn Þýskalandi haustið 2021 var hans átjándi A-landsleikur. „Hann er ótrúlega sterkur andlega. Það var næstum því eins og að við værum í meira áfalli og leiðari en hann, þegar við ræddum við hann. Ég hef verið í sambandi við hann og hann er mjög jákvæður. Hann er tilbúinn að berjast,“ segir þjálfarinn sem segir að Jóni Guðna standi til boða að taka að sér annað hlutverk en að vera leikmaður. Hann geti stutt við yngri leikmenn og sé mjög áhugasamur um þjálfarahlutverkið. Sænski boltinn Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
Jón Guðni sleit krossband í hné þetta sama haust en hafði í hyggju að snúa aftur til keppni á komandi leiktíð með liði sínu Hammarby í Svíþjóð. Ekkert verður hins vegar af því þar sem að Jón Guðni lenti í bakslagi og neyðist til að fara í nýja aðgerð. Eftir að hafa misst af öllu keppnistímabilinu í fyrra missir Jón Guðni því einnig af tímabilinu í ár, og samningur hans við Hammarby rennur út í lok ársins. „Þetta eru leiðinlegar fréttir. Við styðjum hann. Hann er stórkostlegur leiðtogi og manneskja,“ segir Marti Cifuentes, þjálfari Hammarby, við Fotbollskanalen. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021 en þá var hann orðinn byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu.Getty/Alex Grimm „Þó að síðasta ár hafi verið virkilega erfitt fyrir hann þá var hann alltaf til staðar. Nú verðum við að styðja við hann og vona það besta. Því þetta er virkilega erfitt bakslag,“ segir Cifuentes. Hann segir þó ekki mikinn bilbug að finna á hinum 33 ára Jóni Guðna, sem verið hefur atvinnumaður síðustu tólf ár en var áður hjá Fram. Leikurinn gegn Þýskalandi haustið 2021 var hans átjándi A-landsleikur. „Hann er ótrúlega sterkur andlega. Það var næstum því eins og að við værum í meira áfalli og leiðari en hann, þegar við ræddum við hann. Ég hef verið í sambandi við hann og hann er mjög jákvæður. Hann er tilbúinn að berjast,“ segir þjálfarinn sem segir að Jóni Guðna standi til boða að taka að sér annað hlutverk en að vera leikmaður. Hann geti stutt við yngri leikmenn og sé mjög áhugasamur um þjálfarahlutverkið.
Sænski boltinn Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira