BÍ segir skilið við Alþjóðasamband blaðamanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 15:41 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands hefur tilkynnt úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna, IFJ. BÍ stígur þetta stóra skref á sama tíma og systurfélög þess í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Svíar hafa þá úrsögn til skoðunar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Blaðamannafélagsins. Þar er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur formanni BÍ að ástæðan fyrir úrsögninni séu sú að IFJ hafi reynst ófært um að gera úrbætur í starfsemi sinni í samræmi við gagnrýni frá Norrænu blaðamannafélögunum og fleiri félögum. Sú gagnrýni hafi verið viðvarandi í meira en áratug. „Við erum ósátt við skipulag þinga og kosninga og skort á gagnsæi í ákvarðanatöku,“ segir Sigríður Dögg í yfirlýsingunni. Norrænu blaðamannafélögin hafi ítrekað kallað eftir umbótum á starfsháttum IFJ en ekkert gerst. Forysta IFJ hafi til að mynda látið það viðgangast að rússneska aðildarfélagið fylgdi eftir herskárri stefnu Rússa í Úkraínu með því að stofnað héraðsfélög rússnesku blaðamannasamtakanna á herteknum svæðum sem hafi þar með fengið sjálfkrafa aðild að IFJ. „Það sama hefur gerst í Abkasíu, þó að þetta georgíska hérað sé ekki viðurkennt sem sjálfstætt af neinum öðrum en Rússlandi, Níkaragva og Venesúela. Ennfremur valdi IFJ að halda ársþing sitt í Óman, þar sem svo sannarlega ríkir ekki fjölmiðlafrelsi.“ Fram kemur í tilkynningunni að stjórn BÍ hafi í desember gefið grænt ljós á að félagið tilkynnti úrsögn úr IFJ brygðist forysta samtakanna ekki við kröfum norrænu félaganna. Úrsögnin verður formleg samþykki félagsmenn BÍ úrsögnina á aðalfundi félagsins. „Við, formenn norrænu blaðamannafélaganna fimm, funduðum í síðustu viku með æðstu stjórnendum IFJ - forseta, framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra, en því miður reyndist enginn vilji til að koma til móts við umbótakröfur okkar og lítill skilningur virtist á gagnrýni okkar,“ er haft eftir Sigríði í tilkynningunni. „Við höfum knúið á um breytingar hjá IFJ í meira en áratug, svo sem um meira gagnsæi í kringum kosningar og aðrar stóar ákvarðanir innan IFJ. Það hefur ekki borið árangur og við höfum ekki trú á því að það gerist nema með grundvallarbreytingum á stjórnskipan, menningu og viðhorfum sem við sjáum ekki að þau sem nú halda um stjórnartaumana hafi áhuga eða vilja til að ráðast í.“ Fram kemur í tilkynningunni að sex mánaða uppsagnarfrestur sé á úrsögninni. Verði úrsögnin samþykkt á aðalfundi BÍ í mars muni hún taka gildi í lok júlí. Fjölmiðlar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Blaðamannafélagsins. Þar er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur formanni BÍ að ástæðan fyrir úrsögninni séu sú að IFJ hafi reynst ófært um að gera úrbætur í starfsemi sinni í samræmi við gagnrýni frá Norrænu blaðamannafélögunum og fleiri félögum. Sú gagnrýni hafi verið viðvarandi í meira en áratug. „Við erum ósátt við skipulag þinga og kosninga og skort á gagnsæi í ákvarðanatöku,“ segir Sigríður Dögg í yfirlýsingunni. Norrænu blaðamannafélögin hafi ítrekað kallað eftir umbótum á starfsháttum IFJ en ekkert gerst. Forysta IFJ hafi til að mynda látið það viðgangast að rússneska aðildarfélagið fylgdi eftir herskárri stefnu Rússa í Úkraínu með því að stofnað héraðsfélög rússnesku blaðamannasamtakanna á herteknum svæðum sem hafi þar með fengið sjálfkrafa aðild að IFJ. „Það sama hefur gerst í Abkasíu, þó að þetta georgíska hérað sé ekki viðurkennt sem sjálfstætt af neinum öðrum en Rússlandi, Níkaragva og Venesúela. Ennfremur valdi IFJ að halda ársþing sitt í Óman, þar sem svo sannarlega ríkir ekki fjölmiðlafrelsi.“ Fram kemur í tilkynningunni að stjórn BÍ hafi í desember gefið grænt ljós á að félagið tilkynnti úrsögn úr IFJ brygðist forysta samtakanna ekki við kröfum norrænu félaganna. Úrsögnin verður formleg samþykki félagsmenn BÍ úrsögnina á aðalfundi félagsins. „Við, formenn norrænu blaðamannafélaganna fimm, funduðum í síðustu viku með æðstu stjórnendum IFJ - forseta, framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra, en því miður reyndist enginn vilji til að koma til móts við umbótakröfur okkar og lítill skilningur virtist á gagnrýni okkar,“ er haft eftir Sigríði í tilkynningunni. „Við höfum knúið á um breytingar hjá IFJ í meira en áratug, svo sem um meira gagnsæi í kringum kosningar og aðrar stóar ákvarðanir innan IFJ. Það hefur ekki borið árangur og við höfum ekki trú á því að það gerist nema með grundvallarbreytingum á stjórnskipan, menningu og viðhorfum sem við sjáum ekki að þau sem nú halda um stjórnartaumana hafi áhuga eða vilja til að ráðast í.“ Fram kemur í tilkynningunni að sex mánaða uppsagnarfrestur sé á úrsögninni. Verði úrsögnin samþykkt á aðalfundi BÍ í mars muni hún taka gildi í lok júlí.
Fjölmiðlar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira