Cancelo hefur verið úti í kuldanum hjá City á undanförnum vikum og hefur ekki byrjað síðustu þrjá leiki liðsins í öllum keppnum.
David Ornstein hjá The Athletic greinir frá því að Bayern sé nálægt því að ganga frá lánssamningi við Cancelo. Í honum verður væntanlega ákvæði sem gerir Þýskalandsmeisturunum kleift að kaupa Cancelo eftir tímabilið.
EXCLUSIVE: Bayern Munich set to sign full-back Joao Cancelo on loan from Manchester City. Likely to include buy option. 28yo Portugal international has seen #MCFC minutes limited recently + #FCBayern long-term admirers. W/ @polballus for@TheAthleticFC https://t.co/JyM32rNz5d
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 30, 2023
Cancelo var í lykilhlutverki þegar City varð Englandsmeistari á síðasta tímabili og var valinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni. En hann hefur ekki spilað jafn vel í vetur og er nú búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði City.
Félagaskiptaglugganum verður lokað annað kvöld. Ef félagaskipti Cancelos ganga í gegn gæti hann leikið sinn fyrsta leik með Bayern gegn Mainz í þýsku bikarkeppninni á miðvikudaginn.