Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2023 09:01 Sif Atladóttir gladdist mjög fyrir hönd Söru Bjarkar Gunnarsdóttur þegar hún hafði betur í baráttu sinni við Lyon. stöð 2 sport Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. Í fyrradag birtist grein eftir Söru á vefsíðunni The Players' Tribune þar sem hún lýsti framkomu Lyon í sinn garð meðan hún var barnshafandi og eftir að hún sneri aftur til félagsins eftir að hafa eignast son sinn, Ragnar Frank. Sara fékk meðal annars ekki greidd laun eftir að hún varð ólétt og leitaði réttar síns til FIFA. Dómurinn í málinu féll í maí 2022 og var Lyon gert að greiða Söru vangoldin laun, allt að þrettán milljónir króna með vöxtum. Sif samgladdist fyrrverandi samherja sínum í íslenska landsliðinu mjög og telur að dómurinn í málinu geti reynst álíka fordæmisgefandi og Bosman-dómurinn. Hann féll í desember 1995 og hvað á um að ekki væri hægt að takmarka atvinnufrelsi leikmanna eftir að samningur þeirra rynni út. Stórkostlegur sigur „Ég lít á þetta sem stórkostlegan sigur, fyrir Söru persónulega og maður var mjög hrærður þegar maður las pistilinn hjá henni. Þetta tók mikið á hana og hún mátti ekkert ræða þetta í langan tíma,“ sagði Sif í samtali við íþróttadeild í gær. Hún er verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands auk þess að spila með Selfossi. „Sara hefur aldrei lagt vopnin niður í þessari baráttu. Þetta skref hennar minnir svolítið á Bosman-dóminn og mun vera fordæmisgefandi íþróttakonur í framtíðinni.“ FIFA samþykkti fyrir nokkrum misserum reglu um fæðingarorlof fótboltakvenna. Sif segir að reglan sé mikilvæg en enn sé nokkuð í land. Ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur „Við erum nokkuð vel sett í fótboltanum hvað þessa reglu sem var sett 2021 varðar og vonandi smitar þetta út frá sér í aðrar íþróttir því þetta er mjög mikilvægt fyrir kvennaíþróttir,“ sagði Sif. Klippa: Sif um mál Söru „Sara er eitt þekktasta andlitið í kvennaboltanum og eins og hún segir hafa ekki margar fótboltakonur í Frakklandi verið óléttar. Hennar barátta með FIFPro, alþjóðlegu leikmannatökunum, var mikilvæg og sýnir mikilvægi svona samtaka. Við erum hérna til að aðstoða leikmenn í þeirra baráttu og gera umhverfið í íþróttum betra. Þetta mál hjá Söru og Lyon er ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur alls staðar.“ Allt viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún meðal annars um eigin reynslu af því að vera ólétt fótboltakona en hún eignaðist bæði börnin sín meðan hún lék með Kristianstad í Svíþjóð. Deila Söru Bjarkar og Lyon Fótbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Í fyrradag birtist grein eftir Söru á vefsíðunni The Players' Tribune þar sem hún lýsti framkomu Lyon í sinn garð meðan hún var barnshafandi og eftir að hún sneri aftur til félagsins eftir að hafa eignast son sinn, Ragnar Frank. Sara fékk meðal annars ekki greidd laun eftir að hún varð ólétt og leitaði réttar síns til FIFA. Dómurinn í málinu féll í maí 2022 og var Lyon gert að greiða Söru vangoldin laun, allt að þrettán milljónir króna með vöxtum. Sif samgladdist fyrrverandi samherja sínum í íslenska landsliðinu mjög og telur að dómurinn í málinu geti reynst álíka fordæmisgefandi og Bosman-dómurinn. Hann féll í desember 1995 og hvað á um að ekki væri hægt að takmarka atvinnufrelsi leikmanna eftir að samningur þeirra rynni út. Stórkostlegur sigur „Ég lít á þetta sem stórkostlegan sigur, fyrir Söru persónulega og maður var mjög hrærður þegar maður las pistilinn hjá henni. Þetta tók mikið á hana og hún mátti ekkert ræða þetta í langan tíma,“ sagði Sif í samtali við íþróttadeild í gær. Hún er verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands auk þess að spila með Selfossi. „Sara hefur aldrei lagt vopnin niður í þessari baráttu. Þetta skref hennar minnir svolítið á Bosman-dóminn og mun vera fordæmisgefandi íþróttakonur í framtíðinni.“ FIFA samþykkti fyrir nokkrum misserum reglu um fæðingarorlof fótboltakvenna. Sif segir að reglan sé mikilvæg en enn sé nokkuð í land. Ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur „Við erum nokkuð vel sett í fótboltanum hvað þessa reglu sem var sett 2021 varðar og vonandi smitar þetta út frá sér í aðrar íþróttir því þetta er mjög mikilvægt fyrir kvennaíþróttir,“ sagði Sif. Klippa: Sif um mál Söru „Sara er eitt þekktasta andlitið í kvennaboltanum og eins og hún segir hafa ekki margar fótboltakonur í Frakklandi verið óléttar. Hennar barátta með FIFPro, alþjóðlegu leikmannatökunum, var mikilvæg og sýnir mikilvægi svona samtaka. Við erum hérna til að aðstoða leikmenn í þeirra baráttu og gera umhverfið í íþróttum betra. Þetta mál hjá Söru og Lyon er ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur alls staðar.“ Allt viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún meðal annars um eigin reynslu af því að vera ólétt fótboltakona en hún eignaðist bæði börnin sín meðan hún lék með Kristianstad í Svíþjóð.
Deila Söru Bjarkar og Lyon Fótbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira