Drepinn af hundunum sínum Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2023 08:01 Philemon Mulala var hluti af gullkynslóð Sambíu sem tryggði þjóðinni fyrstu stóru verðlaun sín í knattspyrnu karla. FACEBOOK/FAZ Fótboltasamfélagið í Sambíu hefur síðustu daga syrgt fyrrverandi landsliðsframherjann Philemon Mulala sem lést eftir að hundarnir hans réðust á hann. Hann var sextugur að aldri. Mulala átti heima í Licthenburg í Suður-Afríku og var í garðinum við heimili sitt þegar hann lést en hann var bitinn til bana af hundum sínum þremur. Eiginkona Mulala kom að honum látnum samkvæmt Sam Tselanyane, talsmanni lögreglunnar. „Hún fór ekki til að kanna hvort eitthvað væri að [þegar hundarnir geltu] þar sem að mikil umferð er við húsið og hundarnir höfðu margoft gelt að gangandi vegfarendum og farartækjum sem fóru þarna framhjá,“ sagði Tselanyane. Þegar eiginkona Mulala fór svo að leita að honum kom hún að honum þar sem hann lá hreyfingarlaus í garðinum og sá svo að hann hafði verið bitinn af hundunum þeirra. „Þetta er svo sorglegur endir,“ sagði Sydney Mungala, talsmaður knattspyrnusambands Sambíu, við ESPN. „Margir sem fylgdust með honum, sérstaklega stuðningsmenn Mufulira Wanderers, hafa verið að syrgja hann. Það muna margir eftir honum frá því að hann var í landsliðinu, þar sem hann tók þátt í að vinna fyrstu verðlaun sjálfstæðrar Sambíu,“ sagði Mungala. Mulala var áberandi í landsliði Sambíu á níunda áratugnum en liðið vann Austur- og Mið-Afríkubikarinn árið 1984. Mulala skoraði þá tvisvar gegn Kenía í undanúrslitaleiknum. Hann átti einnig góðu gengi að fagna sem leikmaður Mufulira Wanderers í heimalandinu en flutti síðar til Suður-Afríku og lék þar með Cape Town Spurs og Dynamos FC. Andlát Sambía Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Mulala átti heima í Licthenburg í Suður-Afríku og var í garðinum við heimili sitt þegar hann lést en hann var bitinn til bana af hundum sínum þremur. Eiginkona Mulala kom að honum látnum samkvæmt Sam Tselanyane, talsmanni lögreglunnar. „Hún fór ekki til að kanna hvort eitthvað væri að [þegar hundarnir geltu] þar sem að mikil umferð er við húsið og hundarnir höfðu margoft gelt að gangandi vegfarendum og farartækjum sem fóru þarna framhjá,“ sagði Tselanyane. Þegar eiginkona Mulala fór svo að leita að honum kom hún að honum þar sem hann lá hreyfingarlaus í garðinum og sá svo að hann hafði verið bitinn af hundunum þeirra. „Þetta er svo sorglegur endir,“ sagði Sydney Mungala, talsmaður knattspyrnusambands Sambíu, við ESPN. „Margir sem fylgdust með honum, sérstaklega stuðningsmenn Mufulira Wanderers, hafa verið að syrgja hann. Það muna margir eftir honum frá því að hann var í landsliðinu, þar sem hann tók þátt í að vinna fyrstu verðlaun sjálfstæðrar Sambíu,“ sagði Mungala. Mulala var áberandi í landsliði Sambíu á níunda áratugnum en liðið vann Austur- og Mið-Afríkubikarinn árið 1984. Mulala skoraði þá tvisvar gegn Kenía í undanúrslitaleiknum. Hann átti einnig góðu gengi að fagna sem leikmaður Mufulira Wanderers í heimalandinu en flutti síðar til Suður-Afríku og lék þar með Cape Town Spurs og Dynamos FC.
Andlát Sambía Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira