„Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. janúar 2023 18:11 Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri Áramótaskaupsins. Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. Síðastliðinn laugardag greindi Heimildin frá samstarfserfiðleikum á milli Dóru og framleiðenda Skaupsins og vitnaði meðal annars í skýrslu sem Dóra sendi á RÚV þann 17. desember síðastliðinn. Þar kvartaði Dóra undan framgöngu framleiðslufyrirtækisins S800 sem stóð að Skaupinu og lýsti erfiðum samskiptum við framleiðendur og aðstoðarleikstjóra, þá sérstaklega Sigurjón Kjartansson yfirframleiðanda og helmingseiganda S800. Fram kemur í greininni að samskiptaerfiðleikarnir hafi fyrst og fremst sprottið út frá spurningum Dóru um eignarhald á S800 framleiðslufyrirtækinu, athugasemdum hennar um vöruinnsetningar í mynd og kröfu hennar um að fá að sjá fjárhagsáætlun, sem henni var neitað um. Í fyrrnefndri skýrslu til RÚV ritar Dóra meðal annars að framleiðandi og aðstoðarleikstjóri hafi hætt samskiptum við hana þrátt fyrir að tökur á lokalagi og pikkup tökur væru eftir. Skýringin sem hún hafi fengið frá Sigurjóni hafi verið sú að umræddir menn hafi lýst því að „svo erfitt væri að vinna með henni.“ Á öðrum stað í skýrslu Dóru segir: „Leikstjóri upplifir að framleiðslan hafi hagað sér mjög óeðlilega gagnvart henni og hafi ætlað að koma sér undan að þurfa að svara óþægilegum spurningum hennar með því að mála hana upp sem erfiða í samskiptum á seinustu metrum verkefnisins. Ekkert hafði verið minnst á erfið samskipti áður en leikstjóri hafði beðið um samtöl um hvað gæti betur farið og alltaf fengið jákvæð viðbrögð.“ Sagði S800 hafa ráðið Dóru til verksins Í kjölfar þess að greinin birtist á Heimildinni birti Sigurjón Kjartansson yfirlýsingu á facebooksíðu sinni þar sem hann tók upp hanskann fyrir aðra framleiðendur sem komið höfðu að Skaupinu. „Og þó að tveir af framleiðendunum hafi hætt beinum samskiptum við hana þá hættu þeir ekki sem framleiðendur og þó hún hafi ekki séð þá, þá voru þeir samt að vinna hörðum höndum að því að klára þetta Skaup. Þetta vissi leikstjórinn. Ég vil líka taka fram að þessir tveir tilteknu framleiðendur hafa samtals 50 ára reynslu af kvikmyndagerð og aldrei hafa þeir áður séð ástæðu til að slíta samskiptum við leikstjóra. Þessi erfiðu samskipti þar á milli byrjuðu löngu áður en þessi frétt um eignarhald framleiðslufyrirtækisins birtist, þvert á það sem leikstjóri heldur fram í greininni.“ Á öðrum stað ritaði Sigurjón að það hefði verið ákvörðun S800 að ráða Dóru sem leikstjóra Skaupsins. „RÚV réð S800 til að framleiða Skaupið. Áður hafði þó átt sér stað samtal milli leikstjórans og dagskrárstjóra RUV um að hún tæki að sér að leikstýra þessu skaupi, en það var engu að síður sameiginleg ákvörðun milli aðila (S800 og RUV) að S800 réði téðan leikstjóra til verksins.“ Fullyrðing Sigurjóns, um að hann hafi ráðið Dóru til þess að leikstýra Skaupinu, kemur hins vegar ekki heim og saman við fullyrðingu Skarphéðins Guðmundssonar dagskrárstjóra sem ræddi málið við RÚV í gærkvöldi. Skarphéðinn sagði að val á leikstjóra og yfirhandritshöfundi Skaupsins væri ávallt í höndum RÚV. Legið hefði fyrir í lok apríl að Dóra yrði ráðin til verksins og í kjölfarið hafi verið hafin leit að framleiðslufyrirtæki. Í færslu sem Dóra birti á facebooksíðu sinni í morgun tjáir hún sig einnig stuttlega um málið og vitnar í leikkonuna Natalie Portman. Framleiðendur skaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum með rangfærslum sem RÚV staðfestir loksins hér. Það er vonandi alveg ljóst að söguskýring þeirra Sigurjón Kjartansson, Hjortur Gretarsson og Eiður Birgisson hjá S800 heldur ekki vatni og mörgum spurningum enn ósvarað eins og af hverju mátti leikstjóri ekki sjá budgetið eins og eðlilegt hefði verið? Ég bendi fólki og fjölmiðlum á að vera vakandi fyrir þegar reynt er að sverta mannorð og þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum. “Stop the rhetoric that a woman is crazy or difficult. If a man says to you that a woman is crazy or difficult, ask him, ‘What bad thing did you do to her?’ … That’s a code word. He’s trying to discredit her reputation." - Natalie Portman Fréttin hefur verið uppfærð. Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Síðastliðinn laugardag greindi Heimildin frá samstarfserfiðleikum á milli Dóru og framleiðenda Skaupsins og vitnaði meðal annars í skýrslu sem Dóra sendi á RÚV þann 17. desember síðastliðinn. Þar kvartaði Dóra undan framgöngu framleiðslufyrirtækisins S800 sem stóð að Skaupinu og lýsti erfiðum samskiptum við framleiðendur og aðstoðarleikstjóra, þá sérstaklega Sigurjón Kjartansson yfirframleiðanda og helmingseiganda S800. Fram kemur í greininni að samskiptaerfiðleikarnir hafi fyrst og fremst sprottið út frá spurningum Dóru um eignarhald á S800 framleiðslufyrirtækinu, athugasemdum hennar um vöruinnsetningar í mynd og kröfu hennar um að fá að sjá fjárhagsáætlun, sem henni var neitað um. Í fyrrnefndri skýrslu til RÚV ritar Dóra meðal annars að framleiðandi og aðstoðarleikstjóri hafi hætt samskiptum við hana þrátt fyrir að tökur á lokalagi og pikkup tökur væru eftir. Skýringin sem hún hafi fengið frá Sigurjóni hafi verið sú að umræddir menn hafi lýst því að „svo erfitt væri að vinna með henni.“ Á öðrum stað í skýrslu Dóru segir: „Leikstjóri upplifir að framleiðslan hafi hagað sér mjög óeðlilega gagnvart henni og hafi ætlað að koma sér undan að þurfa að svara óþægilegum spurningum hennar með því að mála hana upp sem erfiða í samskiptum á seinustu metrum verkefnisins. Ekkert hafði verið minnst á erfið samskipti áður en leikstjóri hafði beðið um samtöl um hvað gæti betur farið og alltaf fengið jákvæð viðbrögð.“ Sagði S800 hafa ráðið Dóru til verksins Í kjölfar þess að greinin birtist á Heimildinni birti Sigurjón Kjartansson yfirlýsingu á facebooksíðu sinni þar sem hann tók upp hanskann fyrir aðra framleiðendur sem komið höfðu að Skaupinu. „Og þó að tveir af framleiðendunum hafi hætt beinum samskiptum við hana þá hættu þeir ekki sem framleiðendur og þó hún hafi ekki séð þá, þá voru þeir samt að vinna hörðum höndum að því að klára þetta Skaup. Þetta vissi leikstjórinn. Ég vil líka taka fram að þessir tveir tilteknu framleiðendur hafa samtals 50 ára reynslu af kvikmyndagerð og aldrei hafa þeir áður séð ástæðu til að slíta samskiptum við leikstjóra. Þessi erfiðu samskipti þar á milli byrjuðu löngu áður en þessi frétt um eignarhald framleiðslufyrirtækisins birtist, þvert á það sem leikstjóri heldur fram í greininni.“ Á öðrum stað ritaði Sigurjón að það hefði verið ákvörðun S800 að ráða Dóru sem leikstjóra Skaupsins. „RÚV réð S800 til að framleiða Skaupið. Áður hafði þó átt sér stað samtal milli leikstjórans og dagskrárstjóra RUV um að hún tæki að sér að leikstýra þessu skaupi, en það var engu að síður sameiginleg ákvörðun milli aðila (S800 og RUV) að S800 réði téðan leikstjóra til verksins.“ Fullyrðing Sigurjóns, um að hann hafi ráðið Dóru til þess að leikstýra Skaupinu, kemur hins vegar ekki heim og saman við fullyrðingu Skarphéðins Guðmundssonar dagskrárstjóra sem ræddi málið við RÚV í gærkvöldi. Skarphéðinn sagði að val á leikstjóra og yfirhandritshöfundi Skaupsins væri ávallt í höndum RÚV. Legið hefði fyrir í lok apríl að Dóra yrði ráðin til verksins og í kjölfarið hafi verið hafin leit að framleiðslufyrirtæki. Í færslu sem Dóra birti á facebooksíðu sinni í morgun tjáir hún sig einnig stuttlega um málið og vitnar í leikkonuna Natalie Portman. Framleiðendur skaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum með rangfærslum sem RÚV staðfestir loksins hér. Það er vonandi alveg ljóst að söguskýring þeirra Sigurjón Kjartansson, Hjortur Gretarsson og Eiður Birgisson hjá S800 heldur ekki vatni og mörgum spurningum enn ósvarað eins og af hverju mátti leikstjóri ekki sjá budgetið eins og eðlilegt hefði verið? Ég bendi fólki og fjölmiðlum á að vera vakandi fyrir þegar reynt er að sverta mannorð og þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum. “Stop the rhetoric that a woman is crazy or difficult. If a man says to you that a woman is crazy or difficult, ask him, ‘What bad thing did you do to her?’ … That’s a code word. He’s trying to discredit her reputation." - Natalie Portman Fréttin hefur verið uppfærð.
Framleiðendur skaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum með rangfærslum sem RÚV staðfestir loksins hér. Það er vonandi alveg ljóst að söguskýring þeirra Sigurjón Kjartansson, Hjortur Gretarsson og Eiður Birgisson hjá S800 heldur ekki vatni og mörgum spurningum enn ósvarað eins og af hverju mátti leikstjóri ekki sjá budgetið eins og eðlilegt hefði verið? Ég bendi fólki og fjölmiðlum á að vera vakandi fyrir þegar reynt er að sverta mannorð og þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum. “Stop the rhetoric that a woman is crazy or difficult. If a man says to you that a woman is crazy or difficult, ask him, ‘What bad thing did you do to her?’ … That’s a code word. He’s trying to discredit her reputation." - Natalie Portman
Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira