Sjáðu hvernig táningurinn kláraði Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2023 14:30 Gavi fagnar hér titlinum með félögum sínum í Barcelona liðinu. Getty/Yasser Bakhsh Hinn átján ára gamli Pablo Martín Páez Gavira, eða Gavi eins og hann er oftast kallaður, átti sannkallaðan stórleik þegar Barcelona vann í gær sinn fyrsta titil undir stjórn Xavi. Barcelona þurfti vítakeppni til að komast í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins en það var enginn vafi á því hvort liðið var betri í honum. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) Gavi, sem er fæddur í ágúst 2004, skoraði fyrsta mark Barcelona í 3-1 sigri og lagði síðan upp hin tvö mörkin fyrir þá Robert Lewandowski og Pedri. Gavi er á sínu öðru tímabili með aðalliði Barcelona en hann fékk sitt fyrsta tækifæri undir stjórn Ronald Koeman í ágúst 2021. Gavi var strax líkt við Xavi og hann hefur líka orðið fastamaður í Barca liðinu eftir að Xavi tók við af Koeman. Það var því kannski við hæfi að það skulu einmitt hafa verið Gavi sem öðrum fremur stuðlaði að því að Barcelona vann fyrsta titilinn undir stjórn Xavi í gær. Í fyrsta markinu sýndi Gavi mikla yfirvegun fyrir framan Thibaut Courtois í marki Real Madrid eftir að hafa fengið flotta sendingu frá Lewandowski. Gavi þakkaði fyrir þá sendingu með því að spila Lewandowski frían fyrir opnu marki og Pólverjinn skoraði auðveldlega. Svipaða sögu var að segja í þriðja markinu en þá sendi Pedri boltann í autt markið eftir frábæran undirbúning Gavi. Það má sjá öll þessi þrjú mörk hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Barcelona þurfti vítakeppni til að komast í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins en það var enginn vafi á því hvort liðið var betri í honum. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) Gavi, sem er fæddur í ágúst 2004, skoraði fyrsta mark Barcelona í 3-1 sigri og lagði síðan upp hin tvö mörkin fyrir þá Robert Lewandowski og Pedri. Gavi er á sínu öðru tímabili með aðalliði Barcelona en hann fékk sitt fyrsta tækifæri undir stjórn Ronald Koeman í ágúst 2021. Gavi var strax líkt við Xavi og hann hefur líka orðið fastamaður í Barca liðinu eftir að Xavi tók við af Koeman. Það var því kannski við hæfi að það skulu einmitt hafa verið Gavi sem öðrum fremur stuðlaði að því að Barcelona vann fyrsta titilinn undir stjórn Xavi í gær. Í fyrsta markinu sýndi Gavi mikla yfirvegun fyrir framan Thibaut Courtois í marki Real Madrid eftir að hafa fengið flotta sendingu frá Lewandowski. Gavi þakkaði fyrir þá sendingu með því að spila Lewandowski frían fyrir opnu marki og Pólverjinn skoraði auðveldlega. Svipaða sögu var að segja í þriðja markinu en þá sendi Pedri boltann í autt markið eftir frábæran undirbúning Gavi. Það má sjá öll þessi þrjú mörk hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona)
Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira