„Covid bjargaði starfinu hjá Gumma“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. janúar 2023 07:01 Arnar Daði Arnarsson er stjórnandi handboltahlaðvarpsins Handkastið en Arnar Daði er fyrrverandi þjálfari Gróttu í Olís-deildinni. Vísir/Hulda Margrét/Vilhelm Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, fékk þrjá sérfræðinga til sín til að ræða tap Íslands gegn Ungverjalandi í gær. Mikið hefur verið rætt um ástæður tapsins á laugardag og fóru þeir félagar yfir öll helstu málin. Þjóðin sat límd við sjónvarpsskjáina á laugardagskvöldið þegar Ísland mætti Ungverjalandi á heimsmeistaramótinu í handknattleik og vonbrigðin voru gríðarleg þegar úrslitin voru ljós enda Ísland verið í góðri stöðu en glatað niður fínu forskoti í síðari hálfleiknum. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, fékk til sín þá Arnar Svein Geirsson, Jóhann Má Helgason og Hrafnkel Frey Ágútsson til að ræða leikinn en þremenningarnir eru betur þekktur sem sérfræðingar í knattspyrnuhlaðvarpinu Dr.Football. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur fengið töluverða gagnrýni á sig fyrir að rúlla ekki meira á liðinu í leikjum liðsins og Arnar Sveinn, sem er sonur Geirs Sveinssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara, tók undir þá gagnrýni. „Fyrir mér er þetta ekkert flókið, það var bara einn maður sem tapaði þessum leik og það er þjálfari liðsins. Hann er að gera svo mikil grundvallar þjálfaramistök og mér finnst ótrúlegt að reyndir aðstoðarmenn hans nái heldur ekki að stíga inn. Hann virðist bara vera með „já-menn“ í kringum sig þegar enginn virðist geta stigið inn í og sagt: „Hvað er að gerast hérna?“, sagði Arnar Sveinn og hélt áfram. „Við erum fimm mörkum yfir og hvernig getur það verið að Ómar (Ingi Magnússon) byrji ekki á bekknum í seinni hálfleik? Að Viggó byrji ekki úti hægra megin? Skiptum honum allavega út varnarlega, þú ert með stutta skiptingu og þú getur allavega gert það.“ „Þetta er skandall“ Þá vildi Arnar Sveinn meina að sú staðreynd að Janus Daði Smárason hafi ekki komið inn fyrr en skammt var eftir hafi ekki gert honum auðvelt fyrir. „Af hverju spilar Janus (Daði Smárason) ekki fyrr í leiknum? Hann kemur fyrst inn þegar 51 mínúta er liðin og það eru komin óþægindi í leikinn og þú setur Janus inn í þær aðstæður. Janus spilaði illa og hann á að gera betur, klárt. Þú ert samt ekki að bjóða honum upp á að vera í takt við leikinn. Það eru mistökin sem Gummi gerir og þjálfarateymið.“ „Það er bara svo glatað að hafa tapað þessum leik sem var unninn. Heilt yfir er þetta bara skandall.“ Gummi Gumm gæti sparað HSÍ peninginn með því að vera bara með 10 leikmenn í hóp. #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) January 14, 2023 Arnar Daði hélt umræðunni áfram og sagði að lykilmenn liðsins hefðu verið orðnir þreyttir. Hann hefði viljað sjá Viggó Kristjánsson koma inn á til að hvíla Ómar Inga Magnússon. „Það má ekki gleyma því að við erum með þá í köðlunum. Við erum fimm mörkum yfir og það sem gerist er að menn eru orðnir þreyttir. Ég hefði alveg treyst Viggó til að koma inn og bara einhvern veginn spila þetta áfram og hvíla þessa lykilmenn sem eru búnir á því undir lok leiks.“ Í fyrra lenti íslenska landsliðið í miklum vandræðum vegna kórónuveirunnar og þurfti að kalla nýja leikmenn inn í hópinn í stað reyndra lykilmanna. Arnar Daði segir að Guðmundur hafi ekkert lært síðan þá. „Reynslan er ekki að hjálpa Gumma Gumm í dag. Leikurinn er búinn að breytast síðustu tíu árin, hann er orðinn miklu hraðari. Þú getur ekki farið í gegnum stórmót og spilað á 9-10 leikmönnum.“ „Hvað segja menn sem eru á Gumma Gumm-vagninum: „Hann lærði þetta í fyrra“. Hann lærði ekkert í fyrra. Covid bjargaði honum í fyrra og hann hefur ekkert lært á því. Covid bjargaði starfinu hjá Gumma Gumm, hann var píndur út í það að rótera liðinu.“ Alla umræðu þeirra félaga í þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Sjá meira
Þjóðin sat límd við sjónvarpsskjáina á laugardagskvöldið þegar Ísland mætti Ungverjalandi á heimsmeistaramótinu í handknattleik og vonbrigðin voru gríðarleg þegar úrslitin voru ljós enda Ísland verið í góðri stöðu en glatað niður fínu forskoti í síðari hálfleiknum. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, fékk til sín þá Arnar Svein Geirsson, Jóhann Má Helgason og Hrafnkel Frey Ágútsson til að ræða leikinn en þremenningarnir eru betur þekktur sem sérfræðingar í knattspyrnuhlaðvarpinu Dr.Football. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur fengið töluverða gagnrýni á sig fyrir að rúlla ekki meira á liðinu í leikjum liðsins og Arnar Sveinn, sem er sonur Geirs Sveinssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara, tók undir þá gagnrýni. „Fyrir mér er þetta ekkert flókið, það var bara einn maður sem tapaði þessum leik og það er þjálfari liðsins. Hann er að gera svo mikil grundvallar þjálfaramistök og mér finnst ótrúlegt að reyndir aðstoðarmenn hans nái heldur ekki að stíga inn. Hann virðist bara vera með „já-menn“ í kringum sig þegar enginn virðist geta stigið inn í og sagt: „Hvað er að gerast hérna?“, sagði Arnar Sveinn og hélt áfram. „Við erum fimm mörkum yfir og hvernig getur það verið að Ómar (Ingi Magnússon) byrji ekki á bekknum í seinni hálfleik? Að Viggó byrji ekki úti hægra megin? Skiptum honum allavega út varnarlega, þú ert með stutta skiptingu og þú getur allavega gert það.“ „Þetta er skandall“ Þá vildi Arnar Sveinn meina að sú staðreynd að Janus Daði Smárason hafi ekki komið inn fyrr en skammt var eftir hafi ekki gert honum auðvelt fyrir. „Af hverju spilar Janus (Daði Smárason) ekki fyrr í leiknum? Hann kemur fyrst inn þegar 51 mínúta er liðin og það eru komin óþægindi í leikinn og þú setur Janus inn í þær aðstæður. Janus spilaði illa og hann á að gera betur, klárt. Þú ert samt ekki að bjóða honum upp á að vera í takt við leikinn. Það eru mistökin sem Gummi gerir og þjálfarateymið.“ „Það er bara svo glatað að hafa tapað þessum leik sem var unninn. Heilt yfir er þetta bara skandall.“ Gummi Gumm gæti sparað HSÍ peninginn með því að vera bara með 10 leikmenn í hóp. #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) January 14, 2023 Arnar Daði hélt umræðunni áfram og sagði að lykilmenn liðsins hefðu verið orðnir þreyttir. Hann hefði viljað sjá Viggó Kristjánsson koma inn á til að hvíla Ómar Inga Magnússon. „Það má ekki gleyma því að við erum með þá í köðlunum. Við erum fimm mörkum yfir og það sem gerist er að menn eru orðnir þreyttir. Ég hefði alveg treyst Viggó til að koma inn og bara einhvern veginn spila þetta áfram og hvíla þessa lykilmenn sem eru búnir á því undir lok leiks.“ Í fyrra lenti íslenska landsliðið í miklum vandræðum vegna kórónuveirunnar og þurfti að kalla nýja leikmenn inn í hópinn í stað reyndra lykilmanna. Arnar Daði segir að Guðmundur hafi ekkert lært síðan þá. „Reynslan er ekki að hjálpa Gumma Gumm í dag. Leikurinn er búinn að breytast síðustu tíu árin, hann er orðinn miklu hraðari. Þú getur ekki farið í gegnum stórmót og spilað á 9-10 leikmönnum.“ „Hvað segja menn sem eru á Gumma Gumm-vagninum: „Hann lærði þetta í fyrra“. Hann lærði ekkert í fyrra. Covid bjargaði honum í fyrra og hann hefur ekkert lært á því. Covid bjargaði starfinu hjá Gumma Gumm, hann var píndur út í það að rótera liðinu.“ Alla umræðu þeirra félaga í þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Sjá meira