Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2023 14:00 Eiður Smári Guðjohnsen Vísir/Hulda Margrét Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. Vialli lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í brisi. Eiður Smári, sem er á meðal fremstu fótboltamanna í sögu lands og þjóðar, minnist Vialli eftir fráfall hans. Vialli er sá sem fékk Eið Smára til liðs við Chelsea sumarið 2000, en Eiður hafði þá leikið vel með Bolton í næst efstu deild á Englandi. Eiður heiðrar minningu Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram og vitnar í fyrstu samskiptum sínum við Ítalann. View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli. Ég vildi tala við þig um að koma til Chelsea í sumar. Ég er sannfærður um að þú sért tilbúinn að taka næsta skref á þínum ferli og ég vil sjá þig í bláu treyjunni á næsta tímabili,“ hefur Eiður eftir Vialli. „Það má með sanni segja að þú náðir mér þegar þú sagðir: „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli“. Ég er afar þakklátur og heiðraður að hafa fengið að kynnast þér, innan sem utan vallar. Hvíl í friði Luca.“ segir Eiður á Instagram. Samstarf sem varði skammt Samstarf Eiðs og Vialli entist ekki lengi í Lundúnum en þeir unnu saman Samfélagsskjöldinn haustið 2000. Vialli var hins vegar sagt upp störfum hjá liðinu þegar aðeins fimm leikir voru liðnir á tímabilið í ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til fimm titla á þremur árum, frá því að hann tók við árið 1997. Vialli stýrði Chelsea til sigurs í Samfélagsskildinum þar sem Eiður Smári var á meðal leikmanna. Hann var horfinn á braut skömmu síðar.Getty Images Chelsea vann enska deildabikarinn, Evrópukeppni bikarhafa og Ofurbikar Evrópu undir stjórn Viallis árið 1998 og vann þá bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn árið 2000. Ástæðan fyrir uppsögn hans er sögð hafa verið ósætti við leikmenn liðsins þar sem hann er sagður hafa misst traust Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu á meðal annarra. Vialli tók við þjálfun Watford ári síðar og var þar knattspyrnustjóri annars íslensks landsliðsmanns, Heiðar Helgusonar, leiktíðina 2001 til 2002 en var sagt upp störfum þar sem gengi liðsins í B-deildinni ensku var undir væntingum. Næsta starf hans í þjálfun var ekki fyrr en tæpum tuttugu árum síðar en hann var í þjálfarateymi ítalska landsliðsins sem fagnaði sigri á Evrópumóti karla í fótbolta sumarið 2021. Heiðar Helguson lék undir stjórn Viallis hjá Watford.Getty Images Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Andlát Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Vialli lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í brisi. Eiður Smári, sem er á meðal fremstu fótboltamanna í sögu lands og þjóðar, minnist Vialli eftir fráfall hans. Vialli er sá sem fékk Eið Smára til liðs við Chelsea sumarið 2000, en Eiður hafði þá leikið vel með Bolton í næst efstu deild á Englandi. Eiður heiðrar minningu Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram og vitnar í fyrstu samskiptum sínum við Ítalann. View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli. Ég vildi tala við þig um að koma til Chelsea í sumar. Ég er sannfærður um að þú sért tilbúinn að taka næsta skref á þínum ferli og ég vil sjá þig í bláu treyjunni á næsta tímabili,“ hefur Eiður eftir Vialli. „Það má með sanni segja að þú náðir mér þegar þú sagðir: „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli“. Ég er afar þakklátur og heiðraður að hafa fengið að kynnast þér, innan sem utan vallar. Hvíl í friði Luca.“ segir Eiður á Instagram. Samstarf sem varði skammt Samstarf Eiðs og Vialli entist ekki lengi í Lundúnum en þeir unnu saman Samfélagsskjöldinn haustið 2000. Vialli var hins vegar sagt upp störfum hjá liðinu þegar aðeins fimm leikir voru liðnir á tímabilið í ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til fimm titla á þremur árum, frá því að hann tók við árið 1997. Vialli stýrði Chelsea til sigurs í Samfélagsskildinum þar sem Eiður Smári var á meðal leikmanna. Hann var horfinn á braut skömmu síðar.Getty Images Chelsea vann enska deildabikarinn, Evrópukeppni bikarhafa og Ofurbikar Evrópu undir stjórn Viallis árið 1998 og vann þá bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn árið 2000. Ástæðan fyrir uppsögn hans er sögð hafa verið ósætti við leikmenn liðsins þar sem hann er sagður hafa misst traust Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu á meðal annarra. Vialli tók við þjálfun Watford ári síðar og var þar knattspyrnustjóri annars íslensks landsliðsmanns, Heiðar Helgusonar, leiktíðina 2001 til 2002 en var sagt upp störfum þar sem gengi liðsins í B-deildinni ensku var undir væntingum. Næsta starf hans í þjálfun var ekki fyrr en tæpum tuttugu árum síðar en hann var í þjálfarateymi ítalska landsliðsins sem fagnaði sigri á Evrópumóti karla í fótbolta sumarið 2021. Heiðar Helguson lék undir stjórn Viallis hjá Watford.Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Andlát Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira